Hyggjast laða ferðamenn að Odda á Rangárvöllum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2021 22:22 Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er formaður Oddafélagsins. Sigurjón Ólason Forystumenn Oddafélagsins, sem stefna að endurreisn Odda á Rangárvöllum sem menningar- og fræðaseturs, hyggjast jafnframt gera þetta fornfræga höfuðból að ferðamannastað. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um þau áform Oddafélagsins, sem lýst var á Oddahátíð í sumar, að reisa Sæmundarstofu. En hún á ekki aðeins að vera fyrir fræðimenn, þeir vilja að hún verði ferðamannasegull. Frá Odda á Rangárvöllum.Arnar Halldórsson „Að það sé viðskiptahlið á þessu líka. Þar eru örugglega möguleikar líka,“ segir Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins og sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Við höfum rætt það við ýmsa aðila, einkaaðila, um hvort þeir sjái tækifæri í þessu hér. Og það stendur ekki á svarinu þar. Það er bara já. Menningartengd ferðaþjónusta gæti verið einhverskonar hliðarafurð af þessu,“ segir Ágúst. En hafa ferðamenn áhuga á sögu Odda, Sæmundi fróða og Snorra Sturlusyni? Koma ferðamenn í Odda? Elína Hrund Kristjánsdóttir er sóknarprestur í Odda.Sigurjón Ólason „Já, koma mjög margir ferðamenn. Svo margir að við höfum þurft að setja upp skilti að það sé bannað að tjalda hérna,“ svarar Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, þegar við göngum upp á Gammabrekku, sem séra Matthías Jochumsson orti um þegar hann sat Odda. Markmið Oddafélagsins er að þar rísi menningar- og fræðasetur með stórri kirkju, sem jafnframt þjóni sem 400-500 manna tónleikasalur. „Hugmyndin er gömul. Þetta er ekkert ný hugmynd. Og þetta er eiginlega alltaf sama hugmyndin. Nú er bara komið að því að reyna að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Ágúst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Menning Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30 Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um þau áform Oddafélagsins, sem lýst var á Oddahátíð í sumar, að reisa Sæmundarstofu. En hún á ekki aðeins að vera fyrir fræðimenn, þeir vilja að hún verði ferðamannasegull. Frá Odda á Rangárvöllum.Arnar Halldórsson „Að það sé viðskiptahlið á þessu líka. Þar eru örugglega möguleikar líka,“ segir Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins og sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Við höfum rætt það við ýmsa aðila, einkaaðila, um hvort þeir sjái tækifæri í þessu hér. Og það stendur ekki á svarinu þar. Það er bara já. Menningartengd ferðaþjónusta gæti verið einhverskonar hliðarafurð af þessu,“ segir Ágúst. En hafa ferðamenn áhuga á sögu Odda, Sæmundi fróða og Snorra Sturlusyni? Koma ferðamenn í Odda? Elína Hrund Kristjánsdóttir er sóknarprestur í Odda.Sigurjón Ólason „Já, koma mjög margir ferðamenn. Svo margir að við höfum þurft að setja upp skilti að það sé bannað að tjalda hérna,“ svarar Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, þegar við göngum upp á Gammabrekku, sem séra Matthías Jochumsson orti um þegar hann sat Odda. Markmið Oddafélagsins er að þar rísi menningar- og fræðasetur með stórri kirkju, sem jafnframt þjóni sem 400-500 manna tónleikasalur. „Hugmyndin er gömul. Þetta er ekkert ný hugmynd. Og þetta er eiginlega alltaf sama hugmyndin. Nú er bara komið að því að reyna að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Ágúst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Menning Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30 Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Sjá meira
Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30
Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22
Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21