Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Tinna Þorvalds Önnudóttir skrifar 1. nóvember 2021 15:30 Í Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. Það á að hvetja til bíllauss lífsstíls og annarra umhverfisvænna lifnaðarhátta innan um kvakandi æðarfugla á stilltum voginum á aðra hliðina og magnaðra skúlptúra Hallsteins Sigurðssonar á hina. Þetta hljómar vissulega dásamlega, er það ekki? Sjálf flutti ég hingað í byrjun júlí og íbúðin er björt og góð og umhverfið er jú alveg eins yndislegt og lýst hefur verið - en „vistþorp"...? Ég veit ekki með það. Hvað þýðir þetta orð í raun og veru fyrir borgaryfirvöldum? Er þetta orð ef til vill einungis notað upp á punt, og kannski bara til þess að borgin þurfi ekki að úthluta jafn stórri lóð undir bílastæði og ella? Maður spyr sig. Enn sem komið er er þetta allavega alls ekki vistþorp heldur bara: venjulegt hverfi - sem er þó án allra samgönguinnviða. Hingað liggur enginn malbikaður vegur, engin gangstétt og engar almenningssamgöngur. Að kalla þetta „vistþorp" er ekki bara ósatt, heldur hlægilegt. Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að Þorpið - Vistfélag stendur í ströngu að vinna að því að standa við sinn hlut. Hér er um samgöngukerfið að ræða, sem er undir Reykjavíkurborg og því beinast spjót mín að henni, ekki Þorpinu. Formlega er þessu hverfi ætlað að hvetja til þess að íbúar temji sér bíllausan lífstíl. Hins vegar komumst við öll að því þegar við fluttum inn að jafnvel þótt borgin hefði úthlutað þessari lóð undir „vistþorp” með umhverfisvæna stefnu og bílleysi að leiðarljósi þá hafði ekki verið hugsað fyrir almenningssamgöngum að hverfinu. Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur. Ég hef haft bílpróf í næstum 20 ár en aldrei átt bíl og hef aldrei fundið þörf til þess að eiga bíl - fyrr en núna, þegar ég flyt í svokallað „vistþorp", sem hlýtur að teljast allkaldhæðnislegt. Þetta veldur íbúum hér í Gufunesinu að sjálfsögðu miklum kvíða því við vitum öll hvernig veður geta orðið á vetrum hér á landi og við upplifum okkur innilokuð - sérstaklega þegar byrjar að snjóa því hingað liggja engir göngustígar sem hægt er að moka. Hvernig eigum við að komast leiðar okkar í þeim vetrarhörkum sem framundan eru? Ég veit ekki á hversu mörgum vinnustöðum innan Reykjavíkur hún verður tekin sem gild skýring á fjarveru að vera veðurteppt í Grafarvoginum. Lagt hefur verið til að setja upp pöntunarþjónustu Strætó hingað niður eftir, en með pöntunarþjónustu er átt við að notendur þurfi að hringja og panta ferð ákveðnum tíma fyrir brottför. Þetta er leið sem við getum sætt okkur við sem einhvers konar millibilsástand, en þegar ég sendi Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa og stjórnarformann Strætó erindi og spurðist fyrir um þessi plön og tímasetningar hvað þau varðaði þá var svarið heldur stuttaralegt og ónákvæmt í meira lagi: „Pöntunarþjónustan er í undirbúningi og kemst vonandi fljótlega í gagnið”. Engar dagsetningar. Og ég spyr mig: með hversu miklum fyrirvara (eða litlum í þessu tilfelli) telst eðlilegt að opinber fyrirtæki skipuleggi sig? Hvað þýðir „fljótlega”? Nú veit ég að það eru að verða tvö ár frá því borgin gaf vilyrði fyrir lóðinni undir þetta hverfi. Var það ekki nægur tími fyrir Strætó bs. að skipuleggja sig? Hversu lengi þurfum við að brjótast upp grýttan slóðann upp að Strandveginum í öllum veðrum? Almenningssamgöngur hingað í Gufunesið snúast ekki bara um okkur sem hér búum heldur líka um fjölskyldur okkar og vini sem vilja heimsækja okkur. Ein þeirra er móðir mín. Hún er á sjötugsaldri og hefur þjáðst af parkinson sjúkdómnum í rúm tuttugu ár. Það er öllum ljóst að ekki er hægt að gera ráð fyrir að öryrki til tuttugu ára hafi efni á bíl, eða því að taka leigubíl hvenær sem er - og hún getur sannarlega ekki gengið ofan úr Spöng og hingað niður eftir. Leið sem tekur okkur hin um 20-25 mínútur að ganga tæki hana í það minnsta rúman klukkutíma ef hún kæmist hana yfir höfuð. Skorturinn á almenningssamgöngum hingað kemur því bókstaflega í veg fyrir að mamma mín geti komið í heimsókn. Sama er hægt að segja um systurdóttur mína, sem er rúmlega tvítug einstæð móðir með hálfs árs gamalt barn. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að einstæð móðir á foreldraorlofsgreiðslum geti rekið bíl eða tekið leigubíl, og troðningurinn sem ég geng niður móann fyrir neðan Hallsteinagarðinn er grýttur og ófær barnavögnum. Systurdóttir mín þyrfti því að ganga ofan úr Spöng og fara Gufunesveg, hvar ekki er nein gangstétt en sorpbílar hins vegar mætast reglulega á fullri ferð - og hvar vönu hjólreiðafólki verður ekki um sel. Fyrir hana og son hennar yrði göngutúrinn úr Spöng yrði því um 45-50 mínútur - og stórhættulegur. Það að enginn strætó gangi hingað niður að sjónum í Gufunesinu kemur því líka í veg fyrir að systurdóttir mín geti komið í heimsókn með son sinn. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það hvernig þessi skortur á almenningssamgöngum hefur áhrif á daglegt líf okkar og stuðlar að einangrun. Við erum mörg sem tökum strætó ekki upp á punt eða bara á bíllausa deginum og á menningarnótt, heldur stólum á hann til þess að komast á milli staða dags daglega. Þetta snýst bókstaflega um ferðafrelsi okkar. Hér er ekki verið að hvetja keyrandi fólk til bílleysis eins og haldið hefur verið fram í kynningu á þessu hverfi heldur er beinlínis verið að neyða bíllaust fólk til þess að fjárfesta í bíl - og það í hverfi hvar ekki verða bílastæði fyrir alla íbúa hverfisins. Því þetta er „vistþorp" þið skiljið - og þess vegna þurfa náttúrulega bara alls ekki að fylgja einkastæði með íbúðunum… Borgin úthlutaði þessari lóð undir „vistþorp” og maður myndi halda að innviði yrði að byggja upp með það til hliðsjónar. Eða er það ekki? Innviðirnir þurfa að koma fyrst áður en fólk er krafið um breytingar á lífsstíl sínum. Það selur enginn einkabílinn sinn ef aðrir valkostir eru ekki til staðar. Og svo langar mig líka bara að geta boðið mömmu í heimsókn. Er það til of mikils mælst? Höfundur er leikkona, söngvari og myndhöfundur og íbúi í Gufunesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Strætó Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. Það á að hvetja til bíllauss lífsstíls og annarra umhverfisvænna lifnaðarhátta innan um kvakandi æðarfugla á stilltum voginum á aðra hliðina og magnaðra skúlptúra Hallsteins Sigurðssonar á hina. Þetta hljómar vissulega dásamlega, er það ekki? Sjálf flutti ég hingað í byrjun júlí og íbúðin er björt og góð og umhverfið er jú alveg eins yndislegt og lýst hefur verið - en „vistþorp"...? Ég veit ekki með það. Hvað þýðir þetta orð í raun og veru fyrir borgaryfirvöldum? Er þetta orð ef til vill einungis notað upp á punt, og kannski bara til þess að borgin þurfi ekki að úthluta jafn stórri lóð undir bílastæði og ella? Maður spyr sig. Enn sem komið er er þetta allavega alls ekki vistþorp heldur bara: venjulegt hverfi - sem er þó án allra samgönguinnviða. Hingað liggur enginn malbikaður vegur, engin gangstétt og engar almenningssamgöngur. Að kalla þetta „vistþorp" er ekki bara ósatt, heldur hlægilegt. Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að Þorpið - Vistfélag stendur í ströngu að vinna að því að standa við sinn hlut. Hér er um samgöngukerfið að ræða, sem er undir Reykjavíkurborg og því beinast spjót mín að henni, ekki Þorpinu. Formlega er þessu hverfi ætlað að hvetja til þess að íbúar temji sér bíllausan lífstíl. Hins vegar komumst við öll að því þegar við fluttum inn að jafnvel þótt borgin hefði úthlutað þessari lóð undir „vistþorp” með umhverfisvæna stefnu og bílleysi að leiðarljósi þá hafði ekki verið hugsað fyrir almenningssamgöngum að hverfinu. Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur. Ég hef haft bílpróf í næstum 20 ár en aldrei átt bíl og hef aldrei fundið þörf til þess að eiga bíl - fyrr en núna, þegar ég flyt í svokallað „vistþorp", sem hlýtur að teljast allkaldhæðnislegt. Þetta veldur íbúum hér í Gufunesinu að sjálfsögðu miklum kvíða því við vitum öll hvernig veður geta orðið á vetrum hér á landi og við upplifum okkur innilokuð - sérstaklega þegar byrjar að snjóa því hingað liggja engir göngustígar sem hægt er að moka. Hvernig eigum við að komast leiðar okkar í þeim vetrarhörkum sem framundan eru? Ég veit ekki á hversu mörgum vinnustöðum innan Reykjavíkur hún verður tekin sem gild skýring á fjarveru að vera veðurteppt í Grafarvoginum. Lagt hefur verið til að setja upp pöntunarþjónustu Strætó hingað niður eftir, en með pöntunarþjónustu er átt við að notendur þurfi að hringja og panta ferð ákveðnum tíma fyrir brottför. Þetta er leið sem við getum sætt okkur við sem einhvers konar millibilsástand, en þegar ég sendi Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa og stjórnarformann Strætó erindi og spurðist fyrir um þessi plön og tímasetningar hvað þau varðaði þá var svarið heldur stuttaralegt og ónákvæmt í meira lagi: „Pöntunarþjónustan er í undirbúningi og kemst vonandi fljótlega í gagnið”. Engar dagsetningar. Og ég spyr mig: með hversu miklum fyrirvara (eða litlum í þessu tilfelli) telst eðlilegt að opinber fyrirtæki skipuleggi sig? Hvað þýðir „fljótlega”? Nú veit ég að það eru að verða tvö ár frá því borgin gaf vilyrði fyrir lóðinni undir þetta hverfi. Var það ekki nægur tími fyrir Strætó bs. að skipuleggja sig? Hversu lengi þurfum við að brjótast upp grýttan slóðann upp að Strandveginum í öllum veðrum? Almenningssamgöngur hingað í Gufunesið snúast ekki bara um okkur sem hér búum heldur líka um fjölskyldur okkar og vini sem vilja heimsækja okkur. Ein þeirra er móðir mín. Hún er á sjötugsaldri og hefur þjáðst af parkinson sjúkdómnum í rúm tuttugu ár. Það er öllum ljóst að ekki er hægt að gera ráð fyrir að öryrki til tuttugu ára hafi efni á bíl, eða því að taka leigubíl hvenær sem er - og hún getur sannarlega ekki gengið ofan úr Spöng og hingað niður eftir. Leið sem tekur okkur hin um 20-25 mínútur að ganga tæki hana í það minnsta rúman klukkutíma ef hún kæmist hana yfir höfuð. Skorturinn á almenningssamgöngum hingað kemur því bókstaflega í veg fyrir að mamma mín geti komið í heimsókn. Sama er hægt að segja um systurdóttur mína, sem er rúmlega tvítug einstæð móðir með hálfs árs gamalt barn. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að einstæð móðir á foreldraorlofsgreiðslum geti rekið bíl eða tekið leigubíl, og troðningurinn sem ég geng niður móann fyrir neðan Hallsteinagarðinn er grýttur og ófær barnavögnum. Systurdóttir mín þyrfti því að ganga ofan úr Spöng og fara Gufunesveg, hvar ekki er nein gangstétt en sorpbílar hins vegar mætast reglulega á fullri ferð - og hvar vönu hjólreiðafólki verður ekki um sel. Fyrir hana og son hennar yrði göngutúrinn úr Spöng yrði því um 45-50 mínútur - og stórhættulegur. Það að enginn strætó gangi hingað niður að sjónum í Gufunesinu kemur því líka í veg fyrir að systurdóttir mín geti komið í heimsókn með son sinn. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það hvernig þessi skortur á almenningssamgöngum hefur áhrif á daglegt líf okkar og stuðlar að einangrun. Við erum mörg sem tökum strætó ekki upp á punt eða bara á bíllausa deginum og á menningarnótt, heldur stólum á hann til þess að komast á milli staða dags daglega. Þetta snýst bókstaflega um ferðafrelsi okkar. Hér er ekki verið að hvetja keyrandi fólk til bílleysis eins og haldið hefur verið fram í kynningu á þessu hverfi heldur er beinlínis verið að neyða bíllaust fólk til þess að fjárfesta í bíl - og það í hverfi hvar ekki verða bílastæði fyrir alla íbúa hverfisins. Því þetta er „vistþorp" þið skiljið - og þess vegna þurfa náttúrulega bara alls ekki að fylgja einkastæði með íbúðunum… Borgin úthlutaði þessari lóð undir „vistþorp” og maður myndi halda að innviði yrði að byggja upp með það til hliðsjónar. Eða er það ekki? Innviðirnir þurfa að koma fyrst áður en fólk er krafið um breytingar á lífsstíl sínum. Það selur enginn einkabílinn sinn ef aðrir valkostir eru ekki til staðar. Og svo langar mig líka bara að geta boðið mömmu í heimsókn. Er það til of mikils mælst? Höfundur er leikkona, söngvari og myndhöfundur og íbúi í Gufunesi.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun