Slökkviliðið setur ástandið í samhengi á Facebook-síðu sinni. Sex bílar voru helmingur af öllum tiltækum sjúkrabílum í gærkvöldi. Fari hinir sex í útkall er aðeins einn slökkviliðsmaður eftir til að bregðast við í borginni. Ekki einn sjúkrabíll, heldur einn stakur slökkviliðsmaður.
Slökkviliðið fór í samtals 119 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Þar af voru Covid-19 flutningar 17 talsins og forgangsflutningar 39.