Sögðust vera Talibanar og myrtu þrennt til að koma í veg fyrir tónlistarflutning Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 20:25 Árásarmennirnir sögðust vera vígamenn Talibana. Hér má sjá tvo slíka en myndin tengist fréttinni ekki beint. MARCUS YAM/Getty Þrír vopnaðir menn ruddust inn í mosku þar sem brúðkaup fór fram í Afganistan í gærkvöldi og heimtuðu að tónlistarflutningi yrði hætt í nafni Talibana. Fór svo að þeir myrtu minnst þrennt í skotárás. The Guardian hefur eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni Talibana, að tveir árásarmannanna hafi verið handteknir og að þeir tengist Talibönum ekki á nokkurn hátt. „Handsömuðu árásarmennirnir, sem hafa í nafni Íslamska furstadæmisins leyst persónulegar deilur, verða dæmdir eftir sjaríalögum,“ segir Mujahid. Talsmaður héraðsstjóra Nangahar héraðs, þar sem árásin var gerð, hefur staðfest ódæðisverkið en hefur ekki veitt nánari upplýsingar. Fjölskyldumeðlimur fórnarlambanna segir árásina hafa verið gerða meðan tónlist var flutt. „Ungu mennirnir voru að spila tónlist í öðru herbergi og þrír vígamenn Talibana komu og hófu skothríð. Áverkar hinna tveggja særðu eru alvarlegir,“ segir sjónarvotturinn. Talibanar hafa áður bannað tónlist Í fyrri valdatíð Talibana í Afganistan fyrir rúmum tveimur áratugum var tónlist með öllu bönnuð. Núverandi stjórn Talibana hefur ekki bannað tónlist þó ráðamenn þar telji hana brot á reglum íslam. „Innan Íslamska furstadæmisins hefur enginn rétt til að banna neinum að flytja tónlist, einungis til að reyna að sannfæra fólk um að sleppa því. Það er eina leiðin,“ sagði Mujahid á blaðamannafundi. Ef nokkur drepur einhvern af sjálfsdáðum, jafnvel liðsmenn okkar, er það glæpur og við munum draga hann fyrir dómstóla,“ bætti hann við. Afganistan Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
The Guardian hefur eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni Talibana, að tveir árásarmannanna hafi verið handteknir og að þeir tengist Talibönum ekki á nokkurn hátt. „Handsömuðu árásarmennirnir, sem hafa í nafni Íslamska furstadæmisins leyst persónulegar deilur, verða dæmdir eftir sjaríalögum,“ segir Mujahid. Talsmaður héraðsstjóra Nangahar héraðs, þar sem árásin var gerð, hefur staðfest ódæðisverkið en hefur ekki veitt nánari upplýsingar. Fjölskyldumeðlimur fórnarlambanna segir árásina hafa verið gerða meðan tónlist var flutt. „Ungu mennirnir voru að spila tónlist í öðru herbergi og þrír vígamenn Talibana komu og hófu skothríð. Áverkar hinna tveggja særðu eru alvarlegir,“ segir sjónarvotturinn. Talibanar hafa áður bannað tónlist Í fyrri valdatíð Talibana í Afganistan fyrir rúmum tveimur áratugum var tónlist með öllu bönnuð. Núverandi stjórn Talibana hefur ekki bannað tónlist þó ráðamenn þar telji hana brot á reglum íslam. „Innan Íslamska furstadæmisins hefur enginn rétt til að banna neinum að flytja tónlist, einungis til að reyna að sannfæra fólk um að sleppa því. Það er eina leiðin,“ sagði Mujahid á blaðamannafundi. Ef nokkur drepur einhvern af sjálfsdáðum, jafnvel liðsmenn okkar, er það glæpur og við munum draga hann fyrir dómstóla,“ bætti hann við.
Afganistan Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira