Við hverju má búast á COP26? Dr. Bryony Mathew skrifar 29. október 2021 17:00 COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Í næstum 30 ár hafa Sameinuðu þjóðirnar safnað saman fulltrúum frá nánast öllum löndum á jörðinni á alþjóðlega loftslagsráðstefnu sem kallast „ráðstefna aðila“ (Conference of the Parties) eða COP í stuttu máli. Í ár verður 26. leiðtogafundurinn, þess vegna heitir ráðstefnan COP26. Bretland tekur við sem forseti ráðstefnunnar og því mun COP26 fara fram í Bretlandi, nánar tiltekið í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Í aðdraganda COP26 hefur Bretland unnið með öllum þjóðum, þar á meðal Íslandi, að því að ná samkomulagi um hvernig best sé að bregðast við loftslagsbreytingum. Það eru fjögur mikilvæg markmið fyrir COP26:[https://ukcop26.org/cop26-goals/] Tryggja alþjóðlegt kolefnishlutleysi og halda 1,5 gráðu markmiðinu innan seilingar með því að þjóðir setji sér markmið fyrir 2030. Vinna að áætlun um aðlögun til að vernda samfélög og náttúruleg búsvæði. Virkja fjármögnun frá ríkari þjóðum heimsins til að komast að samkomulagi um 100 milljarða dollara árlega fjármögnun og virkja fjármálakerfið í átt að kolefnishlutleysi. Vinna saman að því að skila árangri, þar á meðal að leggja lokahönd á reglubók parísarsamkomulagsins og auka samvinnu ríkja, viðskiptalífsins og borgaralegs samfélags. Hvað mun eiginlega gerast á COP26? Ráðstefnan hefst formlega mánudaginn 1. nóvember með tveggja daga leiðtogafundi þjóða heimsins. Markmiðið með þessum tveimur dögum er að leiðtogar heimsins komi saman undir einu þaki og komi sér saman um að senda sameiginleg skilaboð til heimsins: Loftslagsbreytingar eru aðkallandi og aðeins hægt að leysa með sameiginlegum aðgerðum. Umfram allt þurfa þeir líka að viðurkenna neyð fátækustu og viðkvæmustu samfélaga heimsins. Næsta eina og hálfa vikan á ráðstefnunni fer í nánari samningaviðræður og byggir á kjarna „þemadögum“, það eru svið sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir COP26 markmiðin, til dæmis jafnrétti kynjanna, orkumál og fjármál. Hver þessara daga mun tilkynna eitt áhersluatriði, hafa hliðarviðburði, hringborð og aðrar uppákomur. Allir formlegir viðburðir fara fram á því sem kallað er „bláa svæðið“, þar sem aðeins viðurkenndir fulltrúar á vegum þjóðríkja hafa aðgang. Hinn mjög mikilvægi hluti COP26 fer fram á „græna svæðinu“, sem er opið almenningi, hýsir borgaralegt samfélag, ungmenni, viðskiptalífið, fræðimenn og listasamfélagið. Markmið Bretlands var að hafa þátttöku án aðgreiningar og við lögðum okkur fram um að veita aðgang að bóluefnum og styðja við þátttöku þeirra sem hallar á svo sem flestir myndu fá að kynnast því besta sem er að gerast í loftslagsmálum. Það sem er framundan er gríðarlega spennandi dagskrá viðburða sem miða að því að COP26 sé ekki spjallhópur eða myndatækifæri heldur viðburður sem hefur fram að færa praktískar lausnir sem snerta allar hliðar okkar daglega lífs á þessari viðkvæmu plánetu. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bryony Mathew Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Í næstum 30 ár hafa Sameinuðu þjóðirnar safnað saman fulltrúum frá nánast öllum löndum á jörðinni á alþjóðlega loftslagsráðstefnu sem kallast „ráðstefna aðila“ (Conference of the Parties) eða COP í stuttu máli. Í ár verður 26. leiðtogafundurinn, þess vegna heitir ráðstefnan COP26. Bretland tekur við sem forseti ráðstefnunnar og því mun COP26 fara fram í Bretlandi, nánar tiltekið í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Í aðdraganda COP26 hefur Bretland unnið með öllum þjóðum, þar á meðal Íslandi, að því að ná samkomulagi um hvernig best sé að bregðast við loftslagsbreytingum. Það eru fjögur mikilvæg markmið fyrir COP26:[https://ukcop26.org/cop26-goals/] Tryggja alþjóðlegt kolefnishlutleysi og halda 1,5 gráðu markmiðinu innan seilingar með því að þjóðir setji sér markmið fyrir 2030. Vinna að áætlun um aðlögun til að vernda samfélög og náttúruleg búsvæði. Virkja fjármögnun frá ríkari þjóðum heimsins til að komast að samkomulagi um 100 milljarða dollara árlega fjármögnun og virkja fjármálakerfið í átt að kolefnishlutleysi. Vinna saman að því að skila árangri, þar á meðal að leggja lokahönd á reglubók parísarsamkomulagsins og auka samvinnu ríkja, viðskiptalífsins og borgaralegs samfélags. Hvað mun eiginlega gerast á COP26? Ráðstefnan hefst formlega mánudaginn 1. nóvember með tveggja daga leiðtogafundi þjóða heimsins. Markmiðið með þessum tveimur dögum er að leiðtogar heimsins komi saman undir einu þaki og komi sér saman um að senda sameiginleg skilaboð til heimsins: Loftslagsbreytingar eru aðkallandi og aðeins hægt að leysa með sameiginlegum aðgerðum. Umfram allt þurfa þeir líka að viðurkenna neyð fátækustu og viðkvæmustu samfélaga heimsins. Næsta eina og hálfa vikan á ráðstefnunni fer í nánari samningaviðræður og byggir á kjarna „þemadögum“, það eru svið sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir COP26 markmiðin, til dæmis jafnrétti kynjanna, orkumál og fjármál. Hver þessara daga mun tilkynna eitt áhersluatriði, hafa hliðarviðburði, hringborð og aðrar uppákomur. Allir formlegir viðburðir fara fram á því sem kallað er „bláa svæðið“, þar sem aðeins viðurkenndir fulltrúar á vegum þjóðríkja hafa aðgang. Hinn mjög mikilvægi hluti COP26 fer fram á „græna svæðinu“, sem er opið almenningi, hýsir borgaralegt samfélag, ungmenni, viðskiptalífið, fræðimenn og listasamfélagið. Markmið Bretlands var að hafa þátttöku án aðgreiningar og við lögðum okkur fram um að veita aðgang að bóluefnum og styðja við þátttöku þeirra sem hallar á svo sem flestir myndu fá að kynnast því besta sem er að gerast í loftslagsmálum. Það sem er framundan er gríðarlega spennandi dagskrá viðburða sem miða að því að COP26 sé ekki spjallhópur eða myndatækifæri heldur viðburður sem hefur fram að færa praktískar lausnir sem snerta allar hliðar okkar daglega lífs á þessari viðkvæmu plánetu. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun