Við hverju má búast á COP26? Dr. Bryony Mathew skrifar 29. október 2021 17:00 COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Í næstum 30 ár hafa Sameinuðu þjóðirnar safnað saman fulltrúum frá nánast öllum löndum á jörðinni á alþjóðlega loftslagsráðstefnu sem kallast „ráðstefna aðila“ (Conference of the Parties) eða COP í stuttu máli. Í ár verður 26. leiðtogafundurinn, þess vegna heitir ráðstefnan COP26. Bretland tekur við sem forseti ráðstefnunnar og því mun COP26 fara fram í Bretlandi, nánar tiltekið í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Í aðdraganda COP26 hefur Bretland unnið með öllum þjóðum, þar á meðal Íslandi, að því að ná samkomulagi um hvernig best sé að bregðast við loftslagsbreytingum. Það eru fjögur mikilvæg markmið fyrir COP26:[https://ukcop26.org/cop26-goals/] Tryggja alþjóðlegt kolefnishlutleysi og halda 1,5 gráðu markmiðinu innan seilingar með því að þjóðir setji sér markmið fyrir 2030. Vinna að áætlun um aðlögun til að vernda samfélög og náttúruleg búsvæði. Virkja fjármögnun frá ríkari þjóðum heimsins til að komast að samkomulagi um 100 milljarða dollara árlega fjármögnun og virkja fjármálakerfið í átt að kolefnishlutleysi. Vinna saman að því að skila árangri, þar á meðal að leggja lokahönd á reglubók parísarsamkomulagsins og auka samvinnu ríkja, viðskiptalífsins og borgaralegs samfélags. Hvað mun eiginlega gerast á COP26? Ráðstefnan hefst formlega mánudaginn 1. nóvember með tveggja daga leiðtogafundi þjóða heimsins. Markmiðið með þessum tveimur dögum er að leiðtogar heimsins komi saman undir einu þaki og komi sér saman um að senda sameiginleg skilaboð til heimsins: Loftslagsbreytingar eru aðkallandi og aðeins hægt að leysa með sameiginlegum aðgerðum. Umfram allt þurfa þeir líka að viðurkenna neyð fátækustu og viðkvæmustu samfélaga heimsins. Næsta eina og hálfa vikan á ráðstefnunni fer í nánari samningaviðræður og byggir á kjarna „þemadögum“, það eru svið sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir COP26 markmiðin, til dæmis jafnrétti kynjanna, orkumál og fjármál. Hver þessara daga mun tilkynna eitt áhersluatriði, hafa hliðarviðburði, hringborð og aðrar uppákomur. Allir formlegir viðburðir fara fram á því sem kallað er „bláa svæðið“, þar sem aðeins viðurkenndir fulltrúar á vegum þjóðríkja hafa aðgang. Hinn mjög mikilvægi hluti COP26 fer fram á „græna svæðinu“, sem er opið almenningi, hýsir borgaralegt samfélag, ungmenni, viðskiptalífið, fræðimenn og listasamfélagið. Markmið Bretlands var að hafa þátttöku án aðgreiningar og við lögðum okkur fram um að veita aðgang að bóluefnum og styðja við þátttöku þeirra sem hallar á svo sem flestir myndu fá að kynnast því besta sem er að gerast í loftslagsmálum. Það sem er framundan er gríðarlega spennandi dagskrá viðburða sem miða að því að COP26 sé ekki spjallhópur eða myndatækifæri heldur viðburður sem hefur fram að færa praktískar lausnir sem snerta allar hliðar okkar daglega lífs á þessari viðkvæmu plánetu. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bryony Mathew Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Í næstum 30 ár hafa Sameinuðu þjóðirnar safnað saman fulltrúum frá nánast öllum löndum á jörðinni á alþjóðlega loftslagsráðstefnu sem kallast „ráðstefna aðila“ (Conference of the Parties) eða COP í stuttu máli. Í ár verður 26. leiðtogafundurinn, þess vegna heitir ráðstefnan COP26. Bretland tekur við sem forseti ráðstefnunnar og því mun COP26 fara fram í Bretlandi, nánar tiltekið í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Í aðdraganda COP26 hefur Bretland unnið með öllum þjóðum, þar á meðal Íslandi, að því að ná samkomulagi um hvernig best sé að bregðast við loftslagsbreytingum. Það eru fjögur mikilvæg markmið fyrir COP26:[https://ukcop26.org/cop26-goals/] Tryggja alþjóðlegt kolefnishlutleysi og halda 1,5 gráðu markmiðinu innan seilingar með því að þjóðir setji sér markmið fyrir 2030. Vinna að áætlun um aðlögun til að vernda samfélög og náttúruleg búsvæði. Virkja fjármögnun frá ríkari þjóðum heimsins til að komast að samkomulagi um 100 milljarða dollara árlega fjármögnun og virkja fjármálakerfið í átt að kolefnishlutleysi. Vinna saman að því að skila árangri, þar á meðal að leggja lokahönd á reglubók parísarsamkomulagsins og auka samvinnu ríkja, viðskiptalífsins og borgaralegs samfélags. Hvað mun eiginlega gerast á COP26? Ráðstefnan hefst formlega mánudaginn 1. nóvember með tveggja daga leiðtogafundi þjóða heimsins. Markmiðið með þessum tveimur dögum er að leiðtogar heimsins komi saman undir einu þaki og komi sér saman um að senda sameiginleg skilaboð til heimsins: Loftslagsbreytingar eru aðkallandi og aðeins hægt að leysa með sameiginlegum aðgerðum. Umfram allt þurfa þeir líka að viðurkenna neyð fátækustu og viðkvæmustu samfélaga heimsins. Næsta eina og hálfa vikan á ráðstefnunni fer í nánari samningaviðræður og byggir á kjarna „þemadögum“, það eru svið sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir COP26 markmiðin, til dæmis jafnrétti kynjanna, orkumál og fjármál. Hver þessara daga mun tilkynna eitt áhersluatriði, hafa hliðarviðburði, hringborð og aðrar uppákomur. Allir formlegir viðburðir fara fram á því sem kallað er „bláa svæðið“, þar sem aðeins viðurkenndir fulltrúar á vegum þjóðríkja hafa aðgang. Hinn mjög mikilvægi hluti COP26 fer fram á „græna svæðinu“, sem er opið almenningi, hýsir borgaralegt samfélag, ungmenni, viðskiptalífið, fræðimenn og listasamfélagið. Markmið Bretlands var að hafa þátttöku án aðgreiningar og við lögðum okkur fram um að veita aðgang að bóluefnum og styðja við þátttöku þeirra sem hallar á svo sem flestir myndu fá að kynnast því besta sem er að gerast í loftslagsmálum. Það sem er framundan er gríðarlega spennandi dagskrá viðburða sem miða að því að COP26 sé ekki spjallhópur eða myndatækifæri heldur viðburður sem hefur fram að færa praktískar lausnir sem snerta allar hliðar okkar daglega lífs á þessari viðkvæmu plánetu. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun