Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2021 11:05 Flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Allir 298 sem voru um borð fórust. EPA/SEM VAN DER WAL Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. Á undanförnum mánuðum segjast lögmennirnir hafa verið eltir og þeir hafi séð grunsamlegar mannaferðir við heimili þeirra. Í heildina hafa fjögur tilvik verið tilkynnt til lögreglu. Fréttastofa hollenska miðilsins RTL hefur eftir heimildarmönnum sínum innan öryggisstofnanna Hollands að talið sé að mennirnir séu rússneskir útsendarar. Lögmönnunum hefur verið boðin öryggisgæsla en tekið er fram í greininni að ekki sé búist við því að þeir verði beittir ofbeldi. Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Réttarhöld gegn mönnum sem hafa verið sakaðir um að bera ábyrgð á ódæðinu standa nú yfir í Hollandi. Þrír þeirra eru rússneskri og einn úkraínskur. Þeir eru ekki viðstaddir réttarhöldin en yfirvöld í Rússlandi hafa neitað að handtaka þá og framselja til Hollands. Talsmaður Öryggisstofnunar Hollands staðfesti við Reuters að stofnunin væri meðvituð um ógnanir en vildi ekki tjá sig nánar við fréttveituna. Lögmennirnir neituðu sömuleiðis að tjá sig. MH17 Holland Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Á undanförnum mánuðum segjast lögmennirnir hafa verið eltir og þeir hafi séð grunsamlegar mannaferðir við heimili þeirra. Í heildina hafa fjögur tilvik verið tilkynnt til lögreglu. Fréttastofa hollenska miðilsins RTL hefur eftir heimildarmönnum sínum innan öryggisstofnanna Hollands að talið sé að mennirnir séu rússneskir útsendarar. Lögmönnunum hefur verið boðin öryggisgæsla en tekið er fram í greininni að ekki sé búist við því að þeir verði beittir ofbeldi. Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Réttarhöld gegn mönnum sem hafa verið sakaðir um að bera ábyrgð á ódæðinu standa nú yfir í Hollandi. Þrír þeirra eru rússneskri og einn úkraínskur. Þeir eru ekki viðstaddir réttarhöldin en yfirvöld í Rússlandi hafa neitað að handtaka þá og framselja til Hollands. Talsmaður Öryggisstofnunar Hollands staðfesti við Reuters að stofnunin væri meðvituð um ógnanir en vildi ekki tjá sig nánar við fréttveituna. Lögmennirnir neituðu sömuleiðis að tjá sig.
MH17 Holland Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57
Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23
MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00
Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30