Aðalmeðferð í máli eldri borgara gegn Tryggingastofnun hefst í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 10:10 Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómsháldi klukkan 14 þar sem málið verður kynnt. Vísir/Vilhelm Félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldri borgara um lífeyrismál, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að fylgjast með aðalmeðferð í máli félaga hópsins gegn Tryggingastofnun. Málið höfðuðu þrír félagar Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Er málið byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrarvörðum eignarrétti lífeyristaka. Að loknu dómhaldi verður útifundur á Austurvelli á vegum Gráa hersins þar sem Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, kynnir málsóknina. Þá mun Flóki Ásgeirsson lögmaður gera greni fyrir málflutningi beggja aðila málsins, Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur tölu eftirlaunakonu og Hörður Torfa söngvaskóld flytur tónlist. Þá mun Andrea Jónsdóttir þeyta skífum fyrir fund og efla baráttuandann. Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómshaldi.Vísir/Vilhelm Í kynningu Landssambands eldri borgara á málinu segir að skerðingarnar, sem meðlimir Gráa hersins mótmæla, nemi allt að 56,9 prósentum af greiðslum úr lífeyrissjóði. „Þegar einnig sé tekið tillit til tekjuskatta sé því um að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðum. Þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun,“ segir í tilkynningunni. Eldri borgarar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Í stefnu málsins kemur fram að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á árið 1969, hafi ætlunin verið að hann kæmi til viðbótar við almannatryggingar, en ekki í stað þeirra. Núverandi skerðingar geri það þó að verkum að stór hluti þes ávinnings sem rekja megi til lífeyrissjóðakerfisins sé færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar njóti lífeyrissparnaðar síns séu réttindi þeirra í lifyeirrsjóðum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatryggingar. Kjaramál Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Málið höfðuðu þrír félagar Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Er málið byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrarvörðum eignarrétti lífeyristaka. Að loknu dómhaldi verður útifundur á Austurvelli á vegum Gráa hersins þar sem Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, kynnir málsóknina. Þá mun Flóki Ásgeirsson lögmaður gera greni fyrir málflutningi beggja aðila málsins, Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur tölu eftirlaunakonu og Hörður Torfa söngvaskóld flytur tónlist. Þá mun Andrea Jónsdóttir þeyta skífum fyrir fund og efla baráttuandann. Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómshaldi.Vísir/Vilhelm Í kynningu Landssambands eldri borgara á málinu segir að skerðingarnar, sem meðlimir Gráa hersins mótmæla, nemi allt að 56,9 prósentum af greiðslum úr lífeyrissjóði. „Þegar einnig sé tekið tillit til tekjuskatta sé því um að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðum. Þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun,“ segir í tilkynningunni. Eldri borgarar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Í stefnu málsins kemur fram að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á árið 1969, hafi ætlunin verið að hann kæmi til viðbótar við almannatryggingar, en ekki í stað þeirra. Núverandi skerðingar geri það þó að verkum að stór hluti þes ávinnings sem rekja megi til lífeyrissjóðakerfisins sé færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar njóti lífeyrissparnaðar síns séu réttindi þeirra í lifyeirrsjóðum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatryggingar.
Kjaramál Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52