Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 15:14 Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað hrekkjavökubúninga úr sjónvarpsþáttunum Squid Game. Barnið á myndinni er einmitt klætt í slíkan búning. Getty/Chung Sung-Jun Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. Suðurkóresku þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir á Netflix í síðasta mánuði. Þættirnir fjalla um stórskuldugt fólk sem keppir í ýmsum barnaleikjum fyrir háar fjárhæðir í vinning. Leikirnir eru ekki hefðbundnir og mikið í húfi en takist leikmönnum ekki að klára leikina eða vinna þá eru þeir drepnir. Strax eftir frumsýningu fóru hrekkjavökubúningar úr sjónvarpsþáttunum að skjóta upp kollinum í verslunum, jafnvel í barnastærðum. Grunnskólarnir þrír í New York hafa tekið málið heljartaki og tilkynnt foreldrum að búningarnir flokkist sem of hræðilegir búningar. Samkvæmt reglum skólasvæðisins Fayetteville-Manlius í New York eru allir hrekkjavökubúningar sem sýna vopn eða þau sem teljast of ógeðslegir eða hræðilegir bannaðir. Craig Tice, stjórnandi skólasvæðisins, sagði í samtali við CBS News í dag að búningarnir flokkuðust undir það. Ástandið í skólum hafi þá versnað talsvert síðan þættirnir komu út. Nemendur hafi jafnvel verið að endurleika senur úr þáttunum í frímínútum. Þessir leikir væru að mati Tice ekki viðeigandi þar sem mikið ofbeldi tengdist þeim. Í Bandaríkjunum eru þættirnir bannaðir börnum undir sautján ára aldri en þrátt fyrir það hafa einhverjir foreldrar kvartað undan banninu. Á Bretlandi hafa kennarar lýst því að börn allt niður í sex ára aldur sést leika sér í þeim leikjum sem farið er í, í þáttunum. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Suður-Kórea Netflix Tengdar fréttir Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34 Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Suðurkóresku þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir á Netflix í síðasta mánuði. Þættirnir fjalla um stórskuldugt fólk sem keppir í ýmsum barnaleikjum fyrir háar fjárhæðir í vinning. Leikirnir eru ekki hefðbundnir og mikið í húfi en takist leikmönnum ekki að klára leikina eða vinna þá eru þeir drepnir. Strax eftir frumsýningu fóru hrekkjavökubúningar úr sjónvarpsþáttunum að skjóta upp kollinum í verslunum, jafnvel í barnastærðum. Grunnskólarnir þrír í New York hafa tekið málið heljartaki og tilkynnt foreldrum að búningarnir flokkist sem of hræðilegir búningar. Samkvæmt reglum skólasvæðisins Fayetteville-Manlius í New York eru allir hrekkjavökubúningar sem sýna vopn eða þau sem teljast of ógeðslegir eða hræðilegir bannaðir. Craig Tice, stjórnandi skólasvæðisins, sagði í samtali við CBS News í dag að búningarnir flokkuðust undir það. Ástandið í skólum hafi þá versnað talsvert síðan þættirnir komu út. Nemendur hafi jafnvel verið að endurleika senur úr þáttunum í frímínútum. Þessir leikir væru að mati Tice ekki viðeigandi þar sem mikið ofbeldi tengdist þeim. Í Bandaríkjunum eru þættirnir bannaðir börnum undir sautján ára aldri en þrátt fyrir það hafa einhverjir foreldrar kvartað undan banninu. Á Bretlandi hafa kennarar lýst því að börn allt niður í sex ára aldur sést leika sér í þeim leikjum sem farið er í, í þáttunum.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Suður-Kórea Netflix Tengdar fréttir Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34 Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10
Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34
Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00