Tíu sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolpar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2021 20:15 Edda Björk og Ragnheiður Bríet með hvolpana hjá sér í sumarbústað fjölskyldunnar rétt hjá Laugarvatni og tíkina Chelsí, sem gaut þeim í byrjun október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir eru sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolparnir tíu, sem voru að koma í heiminn. Mamma þeirra mjólkar vel og pabbi þeirra fylgist stoltur með afkvæmum sínum. Hvolparnir og foreldrar þeirra eiga heima á höfuðborgarsvæðinu hjá eigendum sínum en stundum fá þeir að fara út á land og þá er farið í sumarbústað í grennd við Laugarvatn. Edda Björk Arnardóttir og fjölskylda hennar eru ræktendur Dalmatíuhundanna og þau eiga tíkina Chelsí og rakkann Sjapplín. Hvolparnir eru nú rúmlega þriggja vikna, fimm tíkur og fimm hundar. Þá á fjölskyldan líka hvolpinn Kiddu, 9 vikna. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þeir eru dásamlegir, pissa á mig eins og þú sérð en þetta er samt æðislegt. Já, við fengum tíu hvolpa og svo erum við með einn annan hvolp líka níu vikna, sem er frá vinkonu minni fyrir norðan og undan mínum rakka, þannig að það er líf og fjör“, segir Edda. Hvolparnir fæðast alveg hvítir. „Já, þeir fæðast ekki með neinar doppur og fæðast heyrnarlausir og blindir, þannig að þeir eru bara eins og hvítar litlar rottur en svo fer þetta að skána á fyrstu vikunni. Þegar þeir eru viku gamlir fer maður að sjá fyrstu doppurnar og núna eru þeir þriggja vikna og orðnir alveg full doppóttir,“ bætir Edda við. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir hvolparnir nema einn eru seldir. Edda Björk segir að það séu til um fimmtíu Dalmatíuhundar á Íslandi. „Þetta eru rosalega fallegir hundar, þeir eru orkumiklir, þetta eru rosalega skemmtilegir fjölskylduhundar fyrir okkur til dæmis, sem erum mikið fyrir að hreyfa okkur og fara með okkur allt en eru rólegir heima.“ Heimasætan á heimilinu, Ragnheiður Bríet er ánægð og stolt af hvolpunum. „Það er bara skemmtilegt að vera með svona mikið af hundum og fá þessa athygli frá fullt af fólki, Ha, ertu með tíu hvolpa, hvernig tegund, hvað er í gangi, má ég sjá mynd, það er yndislegt að vera með alla þessa athygli en stundum er svolítið mikið að vera með svona marga hunda inni á heimilinu en það er bara skemmtilegt.“ Ragnheiður Bríet segir fjölskylduna fá mikla athygli út á Dalmatíuhundana, ekki síst eftir að hvolparnir fæddust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Hundar Dýr Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Hvolparnir og foreldrar þeirra eiga heima á höfuðborgarsvæðinu hjá eigendum sínum en stundum fá þeir að fara út á land og þá er farið í sumarbústað í grennd við Laugarvatn. Edda Björk Arnardóttir og fjölskylda hennar eru ræktendur Dalmatíuhundanna og þau eiga tíkina Chelsí og rakkann Sjapplín. Hvolparnir eru nú rúmlega þriggja vikna, fimm tíkur og fimm hundar. Þá á fjölskyldan líka hvolpinn Kiddu, 9 vikna. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þeir eru dásamlegir, pissa á mig eins og þú sérð en þetta er samt æðislegt. Já, við fengum tíu hvolpa og svo erum við með einn annan hvolp líka níu vikna, sem er frá vinkonu minni fyrir norðan og undan mínum rakka, þannig að það er líf og fjör“, segir Edda. Hvolparnir fæðast alveg hvítir. „Já, þeir fæðast ekki með neinar doppur og fæðast heyrnarlausir og blindir, þannig að þeir eru bara eins og hvítar litlar rottur en svo fer þetta að skána á fyrstu vikunni. Þegar þeir eru viku gamlir fer maður að sjá fyrstu doppurnar og núna eru þeir þriggja vikna og orðnir alveg full doppóttir,“ bætir Edda við. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir hvolparnir nema einn eru seldir. Edda Björk segir að það séu til um fimmtíu Dalmatíuhundar á Íslandi. „Þetta eru rosalega fallegir hundar, þeir eru orkumiklir, þetta eru rosalega skemmtilegir fjölskylduhundar fyrir okkur til dæmis, sem erum mikið fyrir að hreyfa okkur og fara með okkur allt en eru rólegir heima.“ Heimasætan á heimilinu, Ragnheiður Bríet er ánægð og stolt af hvolpunum. „Það er bara skemmtilegt að vera með svona mikið af hundum og fá þessa athygli frá fullt af fólki, Ha, ertu með tíu hvolpa, hvernig tegund, hvað er í gangi, má ég sjá mynd, það er yndislegt að vera með alla þessa athygli en stundum er svolítið mikið að vera með svona marga hunda inni á heimilinu en það er bara skemmtilegt.“ Ragnheiður Bríet segir fjölskylduna fá mikla athygli út á Dalmatíuhundana, ekki síst eftir að hvolparnir fæddust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Hundar Dýr Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira