Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2021 20:03 Höfn í Hornafirði. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. Í yfirlýsingunni segir að sveitarfélagið hafi verið upplýst um að brotaþoli, sem þá var starfsmaður sveitarfélagsins, hafi lagt fram kæru á hendur konu sem starfaði sem stjórnandi hjá sveitarfélaginu. Í kjölfar kærunnar hafi staðgengill bæjarstjóra tekið að sér samskiptin við brotaþola. Kæran var lögð fram í apríl árið 2019 en dómur féll í málinu nýverið. Fjölskyldutengsl bæjarstjórans og ákærðu Það kemur ekki sérstaklega fram í yfirlýsingunni hver tengsl bæjarstjórans og stjórnandans eru en Mannlíf hélt því fram nýverið að systir bæjarstjórans hafi verið umræddur stjórnandi. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem styðja fullyrðingu miðilsins. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Matthildur Ásmundardóttir, staðfestir í samtali við fréttastofu að fjölskyldutengsl hafi orðið til þess að hún hafi þurft að víkja í málinu. Hún vildi þó ekki tjá sig nánar um eðli þessara tengsla. „Er þetta ekki bara kósý?“ Stjórnandinn var dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn samstarfskonu sinni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og lágu hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Töldu ekki ástæðu til að aðhafast þrátt fyrir kæru Sveitarfélagið Hornafjörður segir meðal annars að ágreiningur hafi verið um málsatvik í upphafi. Þá væri brotaþoli ekki undirmaður stjórnandans og störfuðu þær ekki saman dags daglega. Brotaþoli hafi þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hafi verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Fréttin hefur verið uppfærð. Hornafjörður Dómsmál Sveitarstjórnarmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að sveitarfélagið hafi verið upplýst um að brotaþoli, sem þá var starfsmaður sveitarfélagsins, hafi lagt fram kæru á hendur konu sem starfaði sem stjórnandi hjá sveitarfélaginu. Í kjölfar kærunnar hafi staðgengill bæjarstjóra tekið að sér samskiptin við brotaþola. Kæran var lögð fram í apríl árið 2019 en dómur féll í málinu nýverið. Fjölskyldutengsl bæjarstjórans og ákærðu Það kemur ekki sérstaklega fram í yfirlýsingunni hver tengsl bæjarstjórans og stjórnandans eru en Mannlíf hélt því fram nýverið að systir bæjarstjórans hafi verið umræddur stjórnandi. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem styðja fullyrðingu miðilsins. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Matthildur Ásmundardóttir, staðfestir í samtali við fréttastofu að fjölskyldutengsl hafi orðið til þess að hún hafi þurft að víkja í málinu. Hún vildi þó ekki tjá sig nánar um eðli þessara tengsla. „Er þetta ekki bara kósý?“ Stjórnandinn var dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn samstarfskonu sinni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og lágu hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Töldu ekki ástæðu til að aðhafast þrátt fyrir kæru Sveitarfélagið Hornafjörður segir meðal annars að ágreiningur hafi verið um málsatvik í upphafi. Þá væri brotaþoli ekki undirmaður stjórnandans og störfuðu þær ekki saman dags daglega. Brotaþoli hafi þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hafi verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hornafjörður Dómsmál Sveitarstjórnarmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27