Geimklósettið til vandræða í geimfari SpaceX Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2021 08:58 Geimfararnir fjórir. SpaceX/AP Allt leit út fyrir að geimskot SpaceX í september, þar sem fjórir geimfarar fóru hringinn í kringum jörðina í Crew Dragon geimfarinu, hafi gengið hnökralaust fyrir sig. Annað kom á daginn þegar heim var komið. Gat hafði komið á pípulagnir geimklósettsins um borð. New York Times greinir frá en umrædd geimferð átti sér stað í síðasta mánuð. Var hún söguleg fyrir margar sakir en um borð voru fjórir almennir borgarar. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og voru þeir fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði afkrabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Times greinir frá því að þegar aftur til jarðar var komið varð ljóst að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað undir gólfi hylkisins þar sem geimfararnir dvöldu, þar leyndist þvag hafa sprautast út um allt. Þvag mætir viftu Ekki er hægt að fara út í geim og dvelja þar dögum saman án þess að klósett sé með í för, og segir í frétt Times að svo virðist sem að gat hafi komið á pípu úr klósettinu. Það hafi gert það að verkum að þvag hafi lekið í rýmið undir gólfinu. Þar lenti það á viftu sem skapar sog sem notað er til að sturta niður eftir að geimfararnir hafa lokið sér af á klósettinu. Þetta gerði það að verkum að þvagið dreifðist út um allt í rýminu. Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu.SpaceX/AP Fram kemur í frétt Times að geimfararnir fjórir hafi ekki orðið varir við vandamálið fyrr en heim var komið. Að vísu kom upp viðvörunarljós um að eitthvað væri að umræddri viftu. Sérfræðingar SpaceX uppgötvuðu lekann og þvagið þegar þeir ætluðu að skoða viftuna eftir geimferðina. Í september ýjaði Elon Musk, stofnandi SpaceX, að því að eitthvað hafi komið upp varðandi klósettið í ferðinni, en á Twitter sagði hann að stefnt yrði að laga klósettin, þar sem ákveðin vandræði hafi komið upp með það í ferðinni. Definitely upgraded toilets :) We had some challenges with it this flight.— Elon Musk (@elonmusk) September 21, 2021 Crew Dragon verður aftur á ferðinni um helgina fjórir geimfarar NASA fá far með SpaceX í Alþjóðlegu geimstöðina. Vonandi verður búið að laga klósettið fyrir þá ferð. Geimurinn SpaceX Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01 Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
New York Times greinir frá en umrædd geimferð átti sér stað í síðasta mánuð. Var hún söguleg fyrir margar sakir en um borð voru fjórir almennir borgarar. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og voru þeir fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði afkrabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Times greinir frá því að þegar aftur til jarðar var komið varð ljóst að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað undir gólfi hylkisins þar sem geimfararnir dvöldu, þar leyndist þvag hafa sprautast út um allt. Þvag mætir viftu Ekki er hægt að fara út í geim og dvelja þar dögum saman án þess að klósett sé með í för, og segir í frétt Times að svo virðist sem að gat hafi komið á pípu úr klósettinu. Það hafi gert það að verkum að þvag hafi lekið í rýmið undir gólfinu. Þar lenti það á viftu sem skapar sog sem notað er til að sturta niður eftir að geimfararnir hafa lokið sér af á klósettinu. Þetta gerði það að verkum að þvagið dreifðist út um allt í rýminu. Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu.SpaceX/AP Fram kemur í frétt Times að geimfararnir fjórir hafi ekki orðið varir við vandamálið fyrr en heim var komið. Að vísu kom upp viðvörunarljós um að eitthvað væri að umræddri viftu. Sérfræðingar SpaceX uppgötvuðu lekann og þvagið þegar þeir ætluðu að skoða viftuna eftir geimferðina. Í september ýjaði Elon Musk, stofnandi SpaceX, að því að eitthvað hafi komið upp varðandi klósettið í ferðinni, en á Twitter sagði hann að stefnt yrði að laga klósettin, þar sem ákveðin vandræði hafi komið upp með það í ferðinni. Definitely upgraded toilets :) We had some challenges with it this flight.— Elon Musk (@elonmusk) September 21, 2021 Crew Dragon verður aftur á ferðinni um helgina fjórir geimfarar NASA fá far með SpaceX í Alþjóðlegu geimstöðina. Vonandi verður búið að laga klósettið fyrir þá ferð.
Geimurinn SpaceX Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01 Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53
Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01
Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54