Spila um fyrsta Maradona bikarinn rétt fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 16:02 Diego Maradona með HM-bikarinn eftir sigur í úrslitaleik heimsmeistaramótsins árið 1986. Getty/El Grafico Spænska félagið Barcelona og argentínska félagið Boca Juniors munu spila sérstakan vináttuleik sín á milli í jólamánuðinum en þessi leikur er settur á til minningar um Diego Armando Maradona. Félögin segja að leikurinn fari fram 14. desember og þar muni þau keppa um fyrsta Maradona-bikarinn en nú er eitt ár er liðið frá andláti hans. Boca hefur staðfest þátttöku sína í leiknum sem fer fram á Mrsool Park í borginni Riyadh í Sádí Arabíu. FC Barcelona and Boca Juniors will be meeting in what is being called the Maradona Cup, a friendly to honour the memory of Diego Armando Maradona pic.twitter.com/O9aa57mLdl— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Mardona lést 25. nóvember 2020 eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu en hann var þá að jafna sig eftir aðgerð vegna heilablæðingar. Maradona hafði komist í gegnum alls kyns heilsubresti á sinni ævi og var oft ekki hugað líf. Að þessu sinni tókst mönnum ekki að bjarga honum. Maradona spilaði fyrir bæði lið Barcelona og Boca Juniors á sínum litríka ferli. Hann skoraði 28 mörk í 40 leikjum með Boca frá 1981 til 1982 og svo 38 mörk í 58 leikjum með Barcelona frá 1982 til 1984. Barcelona gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar spænska félagið keypti hann frá Boca Juniors fyrir fimm milljónir punda eftir HM 1982 á Spáni. Barcelona seldi Maradona síðan fyrir annað heimsmetsverð til Napoli sumarið 1984. Mardona kom aftur til Boca undir lok ferilsins og bætti þar við 7 mörkum í 31 leik. Maradona varð argentínskur meistari með Boca Juniors 1981 og spænskur bikarmeistari með Barcelona 1983. Hans sigursælustu ár voru þó hjá Napoli þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og einu sinni bikarmeistari auk þess að vinna Evrópukeppni félagsliða. Hann varð líka heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á HM á þeim árum. Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Félögin segja að leikurinn fari fram 14. desember og þar muni þau keppa um fyrsta Maradona-bikarinn en nú er eitt ár er liðið frá andláti hans. Boca hefur staðfest þátttöku sína í leiknum sem fer fram á Mrsool Park í borginni Riyadh í Sádí Arabíu. FC Barcelona and Boca Juniors will be meeting in what is being called the Maradona Cup, a friendly to honour the memory of Diego Armando Maradona pic.twitter.com/O9aa57mLdl— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Mardona lést 25. nóvember 2020 eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu en hann var þá að jafna sig eftir aðgerð vegna heilablæðingar. Maradona hafði komist í gegnum alls kyns heilsubresti á sinni ævi og var oft ekki hugað líf. Að þessu sinni tókst mönnum ekki að bjarga honum. Maradona spilaði fyrir bæði lið Barcelona og Boca Juniors á sínum litríka ferli. Hann skoraði 28 mörk í 40 leikjum með Boca frá 1981 til 1982 og svo 38 mörk í 58 leikjum með Barcelona frá 1982 til 1984. Barcelona gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar spænska félagið keypti hann frá Boca Juniors fyrir fimm milljónir punda eftir HM 1982 á Spáni. Barcelona seldi Maradona síðan fyrir annað heimsmetsverð til Napoli sumarið 1984. Mardona kom aftur til Boca undir lok ferilsins og bætti þar við 7 mörkum í 31 leik. Maradona varð argentínskur meistari með Boca Juniors 1981 og spænskur bikarmeistari með Barcelona 1983. Hans sigursælustu ár voru þó hjá Napoli þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og einu sinni bikarmeistari auk þess að vinna Evrópukeppni félagsliða. Hann varð líka heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á HM á þeim árum.
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira