Gætu séð til lands í næstu eða þarnæstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2021 13:11 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að flokkarnir þrír sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum gætu farið að sjá til lands í næstu eða þarnæstu viku. Búið er að setja niður texta um einstaka málaflokka en heildarmyndin liggur ekki fyrir. Leiðtogar Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins funduðu í gær um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. „Þetta gengur alveg eðlilega finnst mér og skref fyrir skref erum við að komast í gegnum þau atriði sem þarf að ræða,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Eru þið farin að leggja drög að stjórnarsáttmála? „Útlínur að einstaka málaflokkum eru að teiknast upp, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hvenær sérðu fyrir þér að þið getið farið að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar? „Ég veit það ekki alveg, það er best að segja sem minnst um það.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir leiðtogana fara yfir ólíka málaflokka en næsti fundur verður á morgun. „Við höfum verið að setja texta um einstaka málaflokka en samt ekki þannig að það sé komin heildarmynd á það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það gengur ágætlega hjá okkur og reikna með að við getum farið að sjá til lands í næstu eða þar næstu viku,“ sagði Katrín. Hún sagði flokkana þrjá verða að koma sér saman um hversu metnaðarfullir þeir vilja vera þegar kemur að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „En í því þarf líka að felast mjög einbeitt skuldbinding um að ná mjög metnaðarfullum markmiðum um samdrátt í losun. Þetta er risastórt verkefni þar sem Ísland hefur alla burði að vera í forystuhlutverki á alþjóðavettvangi og standa við skuldbindingar sínar og gott betur. Við leggjum mikla áherslu á þessi mál í stjórnarsáttmálanum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Leiðtogar Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins funduðu í gær um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. „Þetta gengur alveg eðlilega finnst mér og skref fyrir skref erum við að komast í gegnum þau atriði sem þarf að ræða,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Eru þið farin að leggja drög að stjórnarsáttmála? „Útlínur að einstaka málaflokkum eru að teiknast upp, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hvenær sérðu fyrir þér að þið getið farið að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar? „Ég veit það ekki alveg, það er best að segja sem minnst um það.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir leiðtogana fara yfir ólíka málaflokka en næsti fundur verður á morgun. „Við höfum verið að setja texta um einstaka málaflokka en samt ekki þannig að það sé komin heildarmynd á það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það gengur ágætlega hjá okkur og reikna með að við getum farið að sjá til lands í næstu eða þar næstu viku,“ sagði Katrín. Hún sagði flokkana þrjá verða að koma sér saman um hversu metnaðarfullir þeir vilja vera þegar kemur að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „En í því þarf líka að felast mjög einbeitt skuldbinding um að ná mjög metnaðarfullum markmiðum um samdrátt í losun. Þetta er risastórt verkefni þar sem Ísland hefur alla burði að vera í forystuhlutverki á alþjóðavettvangi og standa við skuldbindingar sínar og gott betur. Við leggjum mikla áherslu á þessi mál í stjórnarsáttmálanum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira