Með betri ákvörðunum sem ég hef tekið: Um sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri Nökkvi Alexander Rounak Jónsson skrifar 25. október 2021 21:30 Í umræðu á samfélagsmiðlum undanfarið hefur mikið verið rætt um fjarnám og staðnám, kosti þess og galla. Eins og það sé aðeins um tvennt að velja, annaðhvort stundarðu fjarnám eða nám á staðnum. Markmið mitt með þessum skrifum er að kynna fyrir fólki sveigjanlegt námsfyrirkomulag. Sú fullyrðing er lífsseig að Háskólinn á Akureyri sé bara fjarnámsskóli. Það er kolrangt því hér er nefnilega í boði sveigjanlegt nám. Stúdentar ráða sjálfir hvort þeir stundi námið í sinni heimabyggð eða á Akureyri. Sumir stúdentar kjósa að halda í sína heimahaga utan Akureyrar og sinna námi sínu þar. Allir þessir stúdentar geta stundað nám við HA. Í flestum deildum skólans er það skilyrði að mæta þurfi í staðarlotur og eru flestir stúdentar sammála því að staðlotur eru með skemmtilegri upplifunum í náminu. Þá hittast allir í húsnæði skólans, leysa verkefni, þreyta próf og skemmta sér saman. Með því að gera námið sveigjanlegt er ekki haldið í þá úreltu hugmynd að þú verðir að mæta klukkan átta um morguninn í fyrirlestrasal. Það er að sjálfsögðu ekkert sem stöðvar þá ákvörðun en það er líka í boði að hlusta á þann fyrirlestur þegar líður á daginn eða vikuna, því flest allt námsefni er tekið upp og fer inn á kennsluforrit skólans. Tilgangurinn með sveigjanlegu námsfyrirkomulagi er að auka og auðvelda aðgengi að háskólanámi óháð búsetu. Þá geta stúdentar sem eiga fjölskyldu eða eru í vinnu haft sama aðgang að menntun á hæsta stigi sem og þeir sem ákveða að sækja námið á staðnum. Ég tók þá ákvörðun fyrir rétt rúmum þremur árum að flytja norður á Akureyri. Ég hafði verið eitt ár að stunda nám við Háskóla Íslands og langaði að breyta til. Þetta var auðvitað risastórt skref en ég ákvað að taka af skarið og er þetta með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Á mínu fyrsta ári áttaði ég mig ekki alveg á því hvað fælist í sveigjanlegu námi. Eina námsfyrirkomulagið sem ég þekkti var staðbundið. Ég mætti samviskusamlega í kennslustundir í hverri viku og fannst það alveg magnað að sitja í stofunni með samstúdentum á staðnum og öðrum sem stunduðu námið í gegnum fjarfundarbúnað út um um allan heim.Þarna sá ég öll tækifærin sem eru til staðar við HA og ákvað því að bjóða mig fram strax á fyrsta ári í félagsstörf til þess að gera gott starf enn betra. Sveigjanlega námið býður upp á fjölmarga möguleika og eins og áður hefur verið nefnt er í stöðugri þróun. Umsóknum við HA hefur fjölgað verulega síðustu ár sem sýnir hversu vinsælt sveigjanlegt nám er. Ég tel því að háskólasamfélagið á Íslandi eigi að taka Háskólann á Akureyri sér til fyrirmyndar í þessum efnum, því samfélagið þarf háskóla sem eru í stöðugri þróun og tilbúnir að taka skref í nýjar áttir. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Akureyri Háskólar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu á samfélagsmiðlum undanfarið hefur mikið verið rætt um fjarnám og staðnám, kosti þess og galla. Eins og það sé aðeins um tvennt að velja, annaðhvort stundarðu fjarnám eða nám á staðnum. Markmið mitt með þessum skrifum er að kynna fyrir fólki sveigjanlegt námsfyrirkomulag. Sú fullyrðing er lífsseig að Háskólinn á Akureyri sé bara fjarnámsskóli. Það er kolrangt því hér er nefnilega í boði sveigjanlegt nám. Stúdentar ráða sjálfir hvort þeir stundi námið í sinni heimabyggð eða á Akureyri. Sumir stúdentar kjósa að halda í sína heimahaga utan Akureyrar og sinna námi sínu þar. Allir þessir stúdentar geta stundað nám við HA. Í flestum deildum skólans er það skilyrði að mæta þurfi í staðarlotur og eru flestir stúdentar sammála því að staðlotur eru með skemmtilegri upplifunum í náminu. Þá hittast allir í húsnæði skólans, leysa verkefni, þreyta próf og skemmta sér saman. Með því að gera námið sveigjanlegt er ekki haldið í þá úreltu hugmynd að þú verðir að mæta klukkan átta um morguninn í fyrirlestrasal. Það er að sjálfsögðu ekkert sem stöðvar þá ákvörðun en það er líka í boði að hlusta á þann fyrirlestur þegar líður á daginn eða vikuna, því flest allt námsefni er tekið upp og fer inn á kennsluforrit skólans. Tilgangurinn með sveigjanlegu námsfyrirkomulagi er að auka og auðvelda aðgengi að háskólanámi óháð búsetu. Þá geta stúdentar sem eiga fjölskyldu eða eru í vinnu haft sama aðgang að menntun á hæsta stigi sem og þeir sem ákveða að sækja námið á staðnum. Ég tók þá ákvörðun fyrir rétt rúmum þremur árum að flytja norður á Akureyri. Ég hafði verið eitt ár að stunda nám við Háskóla Íslands og langaði að breyta til. Þetta var auðvitað risastórt skref en ég ákvað að taka af skarið og er þetta með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Á mínu fyrsta ári áttaði ég mig ekki alveg á því hvað fælist í sveigjanlegu námi. Eina námsfyrirkomulagið sem ég þekkti var staðbundið. Ég mætti samviskusamlega í kennslustundir í hverri viku og fannst það alveg magnað að sitja í stofunni með samstúdentum á staðnum og öðrum sem stunduðu námið í gegnum fjarfundarbúnað út um um allan heim.Þarna sá ég öll tækifærin sem eru til staðar við HA og ákvað því að bjóða mig fram strax á fyrsta ári í félagsstörf til þess að gera gott starf enn betra. Sveigjanlega námið býður upp á fjölmarga möguleika og eins og áður hefur verið nefnt er í stöðugri þróun. Umsóknum við HA hefur fjölgað verulega síðustu ár sem sýnir hversu vinsælt sveigjanlegt nám er. Ég tel því að háskólasamfélagið á Íslandi eigi að taka Háskólann á Akureyri sér til fyrirmyndar í þessum efnum, því samfélagið þarf háskóla sem eru í stöðugri þróun og tilbúnir að taka skref í nýjar áttir. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun