Skólinn hefur það hlutverk að þjóna þörfum barna en ekki atvinnulífs Anna María Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2021 22:01 Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé alvarlegt mál að íslensk börn séu ekki oftar í skólanum á hverju ári. Sérstaklega sé það vont fyrir konur enda séu þær með lægri laun en karlar og þess vegna nánast sjálfskipaðar sem gæslumenn barnanna þá daga sem ekki er skóli. Svona gangi ekki upp í jafnréttissinnuðu samfélagi. Þetta slíti sundur samstöðuna á vinnumarkaði og því þurfi ríkisstjórnin og stéttarfélög að breyta þessu. Hún telur að atvinnulífið þurfi að vera sammála stjórnvöldum um skipulag skólahalds. Um þetta má eflaust segja ýmislegt en fyrst og fremst vil ég segja þetta: Hlutverk skóla er að mennta börn og ungmenni. Með því að rækja það hlutverk sitt auðgast samfélagið allt. Það gerist með uppbyggilegri þátttöku barnsins í samfélaginu, meðal annars í atvinnulífinu, þegar fram líða stundir. Skólinn er griðastaður þar sem barnið fær að vera á eigin forsendum. Sem slíkur er skóli mikilvæg undirstaða mannréttinda og lykill að jöfnuði í samfélaginu. Þegar skólar voru stofnaðir á Íslandi voru þeir fyrst lokaðir stúlkum. Það var ekki vegna þess að þær væru verr fallnar til náms en drengir (við höfum dæmi um ókyngreinda skóla allt aftur í fornöld). Ástæða þess að stúlkum var meinað um skólavist áratugum saman var einfaldlega sú að hjól efnahagslífsins töldu sig ekki komast af án vinnuframlags stúlkubarna. Þær sáu um barnauppeldi, heimilisstörf og vinnu utan heimilis í talsverðum mæli. Þegar stúlkur voru frelsaðar úr hlutverki ódýrs vinnuafls fyrir ágengt atvinnu- og efnahagslíf fór samfélagið fyrst að auðgast. Ekki þrátt fyrir að stúlkunum væru gefin grið til mennta heldur vegna þess! Rannsóknir sýna ekki árangur af lengra skólaári en við höfum hér á Íslandi. Þær sýna þó svo ekki verður um villst að skólar eru ekki nóg til að tryggja farsælan uppvöxt. Börn fátækra foreldra eða börn foreldra sem vinna of mikið bíða af því skaða. Börn þurfa nefnilega ekki aðeins að tilheyra samfélagi skólanna, þau þurfa líka að tilheyra fjölskyldum. Fjölskyldur eru vitanlega allskonar en það sem einkennir góða fjölskyldu er að hún er samsett af fólki sem er til staðar hvert fyrir annað. Á Íslandi eru til börn sem sjaldan fá tíma með fjölskyldum sínum og eru fátækari af reynslu og upplifunum en önnur börn. Við höfum einnig börn sem eru heppin, eins og formaður FKA orðar það, og hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli að eiga ekki aðeins fjölskyldu, heldur jafnvel stórfjölskyldu, sem leggur sig fram um að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir víðtækan misskilning í samfélagi okkar um annað þá er erfitt að kaupa það sem mikilvægast er sálarlífi barns með peningum. Hamingja barnasnýst um það sem bætist við þegar grunnþörfum okkar hefur verið mætt og við bætist samvera, vinátta, traust og hlýja fólksins sem við elskum og elskar okkur. Við þurfum stöðugt að gæta þess að börn njóti þeirra griða í skólum sem þau verðskulda. En það er líka nauðsynlegt að tryggja að öll íslensk börn njóti þeirra griða sem felast í að eiga fjölskyldu. Stéttarfélög, ríkisstjórnir og jafnvel samtök atvinnurekenda hafa þar hlutverk. Í brennidepli barnið sjálft og þarfir þess alltaf að vera. Hér eftir sem hingað til er ljóst að öruggasta leiðin til að auðga samfélagið til framtíðar er að tryggja börnum frið frá ásælni stundarhagsmuna fullorðinna. Það væri rétt af Félagi kvenna í atvinnulífinu að koma skikki á atvinnulífið sem þær kenna sig þó við. Atvinnulífið getur ekki átt meiri kröfu á tíma foreldra barna en samrýmanleg er þörfum barnanna. Síðan, ef félagið er aflögufært um orku, færi vel á því að það legðist á árarnar með stórum kvennastéttum eins og kennurum í þeirri eðlilegu kröfu að þær fái réttlát laun. Framundan eru krefjandi kjarasamningar. Ég reikna fastlega með einörðum stuðningi við bætt kjör kennara frá öllu baráttufólki um jafnrétti og sanngirni. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna María Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé alvarlegt mál að íslensk börn séu ekki oftar í skólanum á hverju ári. Sérstaklega sé það vont fyrir konur enda séu þær með lægri laun en karlar og þess vegna nánast sjálfskipaðar sem gæslumenn barnanna þá daga sem ekki er skóli. Svona gangi ekki upp í jafnréttissinnuðu samfélagi. Þetta slíti sundur samstöðuna á vinnumarkaði og því þurfi ríkisstjórnin og stéttarfélög að breyta þessu. Hún telur að atvinnulífið þurfi að vera sammála stjórnvöldum um skipulag skólahalds. Um þetta má eflaust segja ýmislegt en fyrst og fremst vil ég segja þetta: Hlutverk skóla er að mennta börn og ungmenni. Með því að rækja það hlutverk sitt auðgast samfélagið allt. Það gerist með uppbyggilegri þátttöku barnsins í samfélaginu, meðal annars í atvinnulífinu, þegar fram líða stundir. Skólinn er griðastaður þar sem barnið fær að vera á eigin forsendum. Sem slíkur er skóli mikilvæg undirstaða mannréttinda og lykill að jöfnuði í samfélaginu. Þegar skólar voru stofnaðir á Íslandi voru þeir fyrst lokaðir stúlkum. Það var ekki vegna þess að þær væru verr fallnar til náms en drengir (við höfum dæmi um ókyngreinda skóla allt aftur í fornöld). Ástæða þess að stúlkum var meinað um skólavist áratugum saman var einfaldlega sú að hjól efnahagslífsins töldu sig ekki komast af án vinnuframlags stúlkubarna. Þær sáu um barnauppeldi, heimilisstörf og vinnu utan heimilis í talsverðum mæli. Þegar stúlkur voru frelsaðar úr hlutverki ódýrs vinnuafls fyrir ágengt atvinnu- og efnahagslíf fór samfélagið fyrst að auðgast. Ekki þrátt fyrir að stúlkunum væru gefin grið til mennta heldur vegna þess! Rannsóknir sýna ekki árangur af lengra skólaári en við höfum hér á Íslandi. Þær sýna þó svo ekki verður um villst að skólar eru ekki nóg til að tryggja farsælan uppvöxt. Börn fátækra foreldra eða börn foreldra sem vinna of mikið bíða af því skaða. Börn þurfa nefnilega ekki aðeins að tilheyra samfélagi skólanna, þau þurfa líka að tilheyra fjölskyldum. Fjölskyldur eru vitanlega allskonar en það sem einkennir góða fjölskyldu er að hún er samsett af fólki sem er til staðar hvert fyrir annað. Á Íslandi eru til börn sem sjaldan fá tíma með fjölskyldum sínum og eru fátækari af reynslu og upplifunum en önnur börn. Við höfum einnig börn sem eru heppin, eins og formaður FKA orðar það, og hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli að eiga ekki aðeins fjölskyldu, heldur jafnvel stórfjölskyldu, sem leggur sig fram um að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir víðtækan misskilning í samfélagi okkar um annað þá er erfitt að kaupa það sem mikilvægast er sálarlífi barns með peningum. Hamingja barnasnýst um það sem bætist við þegar grunnþörfum okkar hefur verið mætt og við bætist samvera, vinátta, traust og hlýja fólksins sem við elskum og elskar okkur. Við þurfum stöðugt að gæta þess að börn njóti þeirra griða í skólum sem þau verðskulda. En það er líka nauðsynlegt að tryggja að öll íslensk börn njóti þeirra griða sem felast í að eiga fjölskyldu. Stéttarfélög, ríkisstjórnir og jafnvel samtök atvinnurekenda hafa þar hlutverk. Í brennidepli barnið sjálft og þarfir þess alltaf að vera. Hér eftir sem hingað til er ljóst að öruggasta leiðin til að auðga samfélagið til framtíðar er að tryggja börnum frið frá ásælni stundarhagsmuna fullorðinna. Það væri rétt af Félagi kvenna í atvinnulífinu að koma skikki á atvinnulífið sem þær kenna sig þó við. Atvinnulífið getur ekki átt meiri kröfu á tíma foreldra barna en samrýmanleg er þörfum barnanna. Síðan, ef félagið er aflögufært um orku, færi vel á því að það legðist á árarnar með stórum kvennastéttum eins og kennurum í þeirri eðlilegu kröfu að þær fái réttlát laun. Framundan eru krefjandi kjarasamningar. Ég reikna fastlega með einörðum stuðningi við bætt kjör kennara frá öllu baráttufólki um jafnrétti og sanngirni. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar