Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2021 21:21 Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé. Einar Árnason Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. Í fréttum Stöðvar 2 var kirkjujörðin Svalbarð heimsótt. Í Þistilfirði telja menn forystufé svo merkilegt að því er helgað sérstakt safn sem þar tók til starfa fyrir sjö árum. Fræðasetrið er að Svalbarði í Þistilfirði.Tryggvi Páll Tryggvason „Þetta er sérfjárstofn. Þær eru öðruvísi en aðrar kindur, genetískt. Það eru önnur gen,“ segir Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, og segir að fjárskipti vegna mæðuveiki og riðu hafi valdið því stofninn nánast dó út í öllum landshlutum nema hér. „Eins og er í dag þá eru allar forystukindur landsins upprunnar hér í Norður-Þingeyjarsýslu og þær eru fjórtánhundruð talsins á heimsvísu. Það er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að núna; að koma þeim á lista yfir dýr í útrýmingarhættu hjá UNESCO.“ Forystukindur hafa núna tekið yfir sviðið í gamla félagsheimilinu að Svalbarði.Einar Árnason Daníel segir það einnig rætt hvort koma eigi forystufénu á heimsminjaskrá. „Fyrir utan það að við erum að varðveita hér menningararf þjóðarinnar. Og sennilega mjög merkileg gegn sem eru í þessum skepnum, sem hvergi finnast í öðrum sauðfjárkynjum í heiminum.“ Við vorum í fylgd um Þistilfjörð með Steingrími J. Sigfússyni sem núna hefur látið af forystustörfum í þjóðmálum. Daníel bendir á hvar sjá má forystukind sem Steingrímur átti í æsku.Einar Árnason -Núna er hann að hætta á þingi. Vantar ekki einn forystusauð í viðbót á safnið? „Jú, mig vantar á safnið, sko. Það vantar.. - ráðinn í vinnu næsta vor. Annars á hann nú hérna grip. Er það ekki rétt hjá mér?“ „Jú, jú. Markið mitt er á henni, allavega,“ svarar Steingrímur. Fjallað var um Þistilfjörð í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um eiginlega ullar af forystufé í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Stöð 2 heimsótti einnig Svalbarð og Þistilfjörð fyrir áratug þegar verið var að leggja drög að stofnun fræðasetursins: Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Dýr Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var kirkjujörðin Svalbarð heimsótt. Í Þistilfirði telja menn forystufé svo merkilegt að því er helgað sérstakt safn sem þar tók til starfa fyrir sjö árum. Fræðasetrið er að Svalbarði í Þistilfirði.Tryggvi Páll Tryggvason „Þetta er sérfjárstofn. Þær eru öðruvísi en aðrar kindur, genetískt. Það eru önnur gen,“ segir Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, og segir að fjárskipti vegna mæðuveiki og riðu hafi valdið því stofninn nánast dó út í öllum landshlutum nema hér. „Eins og er í dag þá eru allar forystukindur landsins upprunnar hér í Norður-Þingeyjarsýslu og þær eru fjórtánhundruð talsins á heimsvísu. Það er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að núna; að koma þeim á lista yfir dýr í útrýmingarhættu hjá UNESCO.“ Forystukindur hafa núna tekið yfir sviðið í gamla félagsheimilinu að Svalbarði.Einar Árnason Daníel segir það einnig rætt hvort koma eigi forystufénu á heimsminjaskrá. „Fyrir utan það að við erum að varðveita hér menningararf þjóðarinnar. Og sennilega mjög merkileg gegn sem eru í þessum skepnum, sem hvergi finnast í öðrum sauðfjárkynjum í heiminum.“ Við vorum í fylgd um Þistilfjörð með Steingrími J. Sigfússyni sem núna hefur látið af forystustörfum í þjóðmálum. Daníel bendir á hvar sjá má forystukind sem Steingrímur átti í æsku.Einar Árnason -Núna er hann að hætta á þingi. Vantar ekki einn forystusauð í viðbót á safnið? „Jú, mig vantar á safnið, sko. Það vantar.. - ráðinn í vinnu næsta vor. Annars á hann nú hérna grip. Er það ekki rétt hjá mér?“ „Jú, jú. Markið mitt er á henni, allavega,“ svarar Steingrímur. Fjallað var um Þistilfjörð í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um eiginlega ullar af forystufé í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Stöð 2 heimsótti einnig Svalbarð og Þistilfjörð fyrir áratug þegar verið var að leggja drög að stofnun fræðasetursins:
Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Dýr Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14