Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 17:40 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. Byrlanir á skemmtistöðum hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og fjöldi fólks, að meginstefnu til konur, hafa deilt sögum af því að hafa verið byrlað ólyfjan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var til viðtals um málefnið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir eðli slíkra brota erfitt, einkum og sér í lagi vegna erfiðrar sönnunarfærslu. „Það hefur þó ekki legið á lögreglu að senda mál áfram ef það fást einhverjar sönnur fyrir því, en þar kannski liggur mesti vandinn. Að sanna þessi brot. Þau eru auðvitað þess eðlis að þetta hefur breyst hratt. Efnin sem notuð eru og hvernig þau eru notuð, hvað þau hafa löng áhrif og hvernig þau mælast í þessum prófum. Sum hafa einfaldlega ekki mælst í ákveðnum prófum, þó ég sé ekki sérstakur sérfræðingur í því.“ Lagaramminn ekki vandamálið Áslaug segir það að byrla fólki ólyfjan geta fallið undir ýmis hegningarlagaákvæði og geti þar af leiðandi komið til með að þyngja refsingar þeirra sem gerst hafi sekir um önnur brot gegn manneskjunni sem byrlað var. „En byrlunin sjálf er auðvitað líka brot á hegningarlögum. Það hafa ekki komið neinar ábendingar frá ákæruvaldinu eða öðrum um að það þurfi að breyta lagarammanum sérstaklega. En það þarf auðvitað alltaf að passa að hann sé í takti við tímann eins og öðrum,“ sagði ráðherrann. Byrlanir á skemmtistöðum hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og orðið „byrlunarfaraldur“ meðal annars verið notað. Aðspurð hvað hægt sé að gera til að sporna við slíkri þróun segir Áslaug að slík mál þurfi að taka alvarlega. „Skoða hvernig er hægt að færa sönnur á þessu brot með betri hætti. Eru prófin nægileg? Erum við að taka nóg af prófum? Er aðgengi að þeim nægilega gott? Eru verklagsreglur hjá lögreglu og heilbrigðisyfirvöldum nægilega skýr varðandi þessi mögulegu atvik? Það þarf auðvitað að vekja athygli á því að það þarf að leita til læknis eins fljótt og auðið er til þess að sanna þessi brot en við þurfum auðvitað að fylgjast með því hvort tilkynningum hafi fjölgað,“ sagði Áslaug og bætti við að þróun síðustu ára benti til að byrlunum væri að fjölga. Þannig hefðu skráð byrlunarmál verið um tuttugu á ári fyrir tíu árum síðan, en fyrir fimm árum hafi þau verið að nálgast hundrað. Hún kvaðst ekki vera með nýjustu tölur um slík mál á reiðum höndum, en hún hafi þegar óskað eftir þeim. „Þetta getur varðað við hin ýmsu hegningarlagabrot. Auðvitað getur þetta varðað við ákvæði um líkamsárás, þetta getur varðað við ákvæði um frelsissviptingu, þetta getur varðað við hættubroti, að þú komir ekki manneskju til aðstoðar, þetta getur síðan varðað við nauðgun og verið þá refsiþyngingarástæða, nauðgun eftir að þér hefur verið byrlað. Þarna eru refsirammar alveg upp í fjórtán ár. En bara kannski byrlun, þá er það kannski frelsissvipting að einhverju leyti. Áslaug bendir á að Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari hafi fjallað nokkuð um þessi mál og að ekki hafi komið athugasemdir frá embættinu um að skýra þurfi lagarammann sérstaklega. „Heldur frekar þurfi kannski að horfa til þess hvernig við getum sannað þetta og búið þannig um hnútana að fólk geti nálgast þá aðstoð og þann aðbúnað til þess að eiga þess kost.“ Fyrst og fremst þurfi að horfa til gerenda Aðspurð hvort skemmtistaðir og forsvarsmenn þeirra geti lagt hönd á plóg í baráttunni gegn byrlunum bendir Áslaug á að í sumum löndum sé einfaldlega leitað á fólki áður en því er hleypt inn á skemmtistaði. „Auðvitað geta efnin verið mjög smá og við höfum auðvitað upplifað það, eins og ég þekki úr fangelsiskerfinu, þú getur komið inn með efni á hinum ýmsu stöðum og það dugað í alveg fleiri hundruð skammta. Á sama tíma þá er allt eftirlit inni á skemmtistöðum til góðs og þessi vitundarvakning um einkenni og að fólk horfi til náungans í þessum efnum. „En við þurfum auðvitað fyrst og fremst að einbeita okkur að þessum gerendum og átta okkur á því hversu stórt þetta vandamál er. Þessar sögur eru alvarlegar og þær ber að taka alvarlega,“ sagði Áslaug. Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Næturlíf Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira
Byrlanir á skemmtistöðum hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og fjöldi fólks, að meginstefnu til konur, hafa deilt sögum af því að hafa verið byrlað ólyfjan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var til viðtals um málefnið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir eðli slíkra brota erfitt, einkum og sér í lagi vegna erfiðrar sönnunarfærslu. „Það hefur þó ekki legið á lögreglu að senda mál áfram ef það fást einhverjar sönnur fyrir því, en þar kannski liggur mesti vandinn. Að sanna þessi brot. Þau eru auðvitað þess eðlis að þetta hefur breyst hratt. Efnin sem notuð eru og hvernig þau eru notuð, hvað þau hafa löng áhrif og hvernig þau mælast í þessum prófum. Sum hafa einfaldlega ekki mælst í ákveðnum prófum, þó ég sé ekki sérstakur sérfræðingur í því.“ Lagaramminn ekki vandamálið Áslaug segir það að byrla fólki ólyfjan geta fallið undir ýmis hegningarlagaákvæði og geti þar af leiðandi komið til með að þyngja refsingar þeirra sem gerst hafi sekir um önnur brot gegn manneskjunni sem byrlað var. „En byrlunin sjálf er auðvitað líka brot á hegningarlögum. Það hafa ekki komið neinar ábendingar frá ákæruvaldinu eða öðrum um að það þurfi að breyta lagarammanum sérstaklega. En það þarf auðvitað alltaf að passa að hann sé í takti við tímann eins og öðrum,“ sagði ráðherrann. Byrlanir á skemmtistöðum hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og orðið „byrlunarfaraldur“ meðal annars verið notað. Aðspurð hvað hægt sé að gera til að sporna við slíkri þróun segir Áslaug að slík mál þurfi að taka alvarlega. „Skoða hvernig er hægt að færa sönnur á þessu brot með betri hætti. Eru prófin nægileg? Erum við að taka nóg af prófum? Er aðgengi að þeim nægilega gott? Eru verklagsreglur hjá lögreglu og heilbrigðisyfirvöldum nægilega skýr varðandi þessi mögulegu atvik? Það þarf auðvitað að vekja athygli á því að það þarf að leita til læknis eins fljótt og auðið er til þess að sanna þessi brot en við þurfum auðvitað að fylgjast með því hvort tilkynningum hafi fjölgað,“ sagði Áslaug og bætti við að þróun síðustu ára benti til að byrlunum væri að fjölga. Þannig hefðu skráð byrlunarmál verið um tuttugu á ári fyrir tíu árum síðan, en fyrir fimm árum hafi þau verið að nálgast hundrað. Hún kvaðst ekki vera með nýjustu tölur um slík mál á reiðum höndum, en hún hafi þegar óskað eftir þeim. „Þetta getur varðað við hin ýmsu hegningarlagabrot. Auðvitað getur þetta varðað við ákvæði um líkamsárás, þetta getur varðað við ákvæði um frelsissviptingu, þetta getur varðað við hættubroti, að þú komir ekki manneskju til aðstoðar, þetta getur síðan varðað við nauðgun og verið þá refsiþyngingarástæða, nauðgun eftir að þér hefur verið byrlað. Þarna eru refsirammar alveg upp í fjórtán ár. En bara kannski byrlun, þá er það kannski frelsissvipting að einhverju leyti. Áslaug bendir á að Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari hafi fjallað nokkuð um þessi mál og að ekki hafi komið athugasemdir frá embættinu um að skýra þurfi lagarammann sérstaklega. „Heldur frekar þurfi kannski að horfa til þess hvernig við getum sannað þetta og búið þannig um hnútana að fólk geti nálgast þá aðstoð og þann aðbúnað til þess að eiga þess kost.“ Fyrst og fremst þurfi að horfa til gerenda Aðspurð hvort skemmtistaðir og forsvarsmenn þeirra geti lagt hönd á plóg í baráttunni gegn byrlunum bendir Áslaug á að í sumum löndum sé einfaldlega leitað á fólki áður en því er hleypt inn á skemmtistaði. „Auðvitað geta efnin verið mjög smá og við höfum auðvitað upplifað það, eins og ég þekki úr fangelsiskerfinu, þú getur komið inn með efni á hinum ýmsu stöðum og það dugað í alveg fleiri hundruð skammta. Á sama tíma þá er allt eftirlit inni á skemmtistöðum til góðs og þessi vitundarvakning um einkenni og að fólk horfi til náungans í þessum efnum. „En við þurfum auðvitað fyrst og fremst að einbeita okkur að þessum gerendum og átta okkur á því hversu stórt þetta vandamál er. Þessar sögur eru alvarlegar og þær ber að taka alvarlega,“ sagði Áslaug.
Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Næturlíf Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira