ÚR selur skuldabréf fyrir sjö milljarða króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 13:20 Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. samþykkti í síðustu viku að gefa út skuldabréf að andvirði rúmlega sjö milljarða króna. Hafa skuldabréfin þegar verið seld til innlendra fagfjárfesta og er uppgjör viðskiptanna fyrirhugað þann 15. nóvember með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega skjalagerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÚR. Gefnir verða út tveir skuldabréfaflokkar - UR 151124 sem eru óverðtryggð skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 1.360 milljónir króna með 5,3% ávöxtunarkröfu og UR 151128 sem eru verðtryggð skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 5.680 milljónir króna með 2,5% ávöxtunarkröfu. Unnið verður að skráningu skuldabréfaflokkanna á aðalmarkað Nasdaq Iceland. „ÚR er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur áherslu á arðsemi og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Með stefnumótandifjárfestingum í aflaheimildum og traustum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur félagið byggt upp eignir að verðmæti um 430 milljónir evra. Eiginfjárhlutfall félagsins er sterkt – um 57%. Rekstur félagsins er í dag þríþættur. Í fyrsta lagi er ÚR hefðbundið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki, sérhæft í rekstri frystitogara. Í öðru lagi er félagið stærsti hluthafinn í Brim hf. sem er annað skráða sjávarútvegsfélagið á Íslandi og í þriðji lagi vinnur félagið að nýsköpun og vöruþróun í sjávarútvegi í gegnum dótturfélagið ÚR Innovation. Tilgangur skuldabréfaútgáfunnar núna er að treysta og efla fjármögnun félagsins til framtíðar,“ segir í tilkynningu frá ÚR. Arctica Finance hefur umsjón með sölu og skráningu skuldabréfaútgáfanna fyrir hönd Útgerðarfélags Reykjavíkur. „Við hjá ÚR erum gríðarlega stolt og ánægð með viðtökurnar á meðal fagfjárfesta vegna skuldabréfaútgáfunnar. Viðbrögðin sýna að fjárfestar treysta vel rekstri félagsins og að innlendur fjármálamarkaður hefur trú á íslenskum sjávarútvegi og á starfsfólki, stjórnendum, stjórn og eiganda ÚR,“ segir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR. Kauphöllin Sjávarútvegur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Hafa skuldabréfin þegar verið seld til innlendra fagfjárfesta og er uppgjör viðskiptanna fyrirhugað þann 15. nóvember með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega skjalagerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÚR. Gefnir verða út tveir skuldabréfaflokkar - UR 151124 sem eru óverðtryggð skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 1.360 milljónir króna með 5,3% ávöxtunarkröfu og UR 151128 sem eru verðtryggð skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 5.680 milljónir króna með 2,5% ávöxtunarkröfu. Unnið verður að skráningu skuldabréfaflokkanna á aðalmarkað Nasdaq Iceland. „ÚR er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur áherslu á arðsemi og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Með stefnumótandifjárfestingum í aflaheimildum og traustum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur félagið byggt upp eignir að verðmæti um 430 milljónir evra. Eiginfjárhlutfall félagsins er sterkt – um 57%. Rekstur félagsins er í dag þríþættur. Í fyrsta lagi er ÚR hefðbundið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki, sérhæft í rekstri frystitogara. Í öðru lagi er félagið stærsti hluthafinn í Brim hf. sem er annað skráða sjávarútvegsfélagið á Íslandi og í þriðji lagi vinnur félagið að nýsköpun og vöruþróun í sjávarútvegi í gegnum dótturfélagið ÚR Innovation. Tilgangur skuldabréfaútgáfunnar núna er að treysta og efla fjármögnun félagsins til framtíðar,“ segir í tilkynningu frá ÚR. Arctica Finance hefur umsjón með sölu og skráningu skuldabréfaútgáfanna fyrir hönd Útgerðarfélags Reykjavíkur. „Við hjá ÚR erum gríðarlega stolt og ánægð með viðtökurnar á meðal fagfjárfesta vegna skuldabréfaútgáfunnar. Viðbrögðin sýna að fjárfestar treysta vel rekstri félagsins og að innlendur fjármálamarkaður hefur trú á íslenskum sjávarútvegi og á starfsfólki, stjórnendum, stjórn og eiganda ÚR,“ segir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR.
Kauphöllin Sjávarútvegur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira