Tíu milljarða króna sementsverkefni í Ölfusi Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2021 13:02 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir Stefnt er að því að flytja milljón tonn af íblöndunarefni í sement úr landi frá Þorlákshöfn. Félagið Hornsteinn leiðir þróunarvinnuna en verkefnið er metið á 10 milljarða króna. Mikil tækifæri eru sögð liggja í því að nú sé skortur á heimsvísu á þessum íblöndunarefnum. Þorsteinn Víglundsson forstjóri Hornsteins, sem á og rekur BM Vallá, mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss í síðustu viku til að fara yfir stöðuna á verkefninu sem hefur verið í þróun á annað ár. Fyrirtækið áformar að sækja um lóðir við Þorlákshöfn sem þarf undir verksmiðjuna og að framleiðsla á fullunnu efni gæti hafist árið 2024. Framleiðslan yrði umhverfisvæn en móberg og önnur efni yrðu brennd við háan hita til að ná fram flugösku áhrifum en skortur hefur verið á þessum efnum eftir að kolaverum hefur verið lokað. „Það er að verða verulegur skortur á íblöndunarefnum í sement eftir að kolaverin hafa verið að loka sem skapa þessi tækifæri hér á Íslandi,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. Elliði segir að framleiðslan muni draga úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu. „Það sem gerir þetta mögulegt hjá okkur er aðgengi að jarðefnum og lóðir á hafnarsvæðinu og við erum að ráðast í gríðarlega miklar framkvæmdir við höfnina sem gjörbreytir tækifærum okkar til að ráðast í verkefni sem þessi.“ Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á bak við framkvæmdina nemi 10 milljörðum króna. „Þetta er gott verkefni fyrir margar sakir, fyrsta lagi mjög umhverfisvænt verkefni og dregur úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu, þetta er allt í lokuðum ferlið er lokað þannig að það er hvorki ryk eða hljóðmengun af þessu eða opnar efnisnámu eða nokkuð annað, þetta fellur að þessum áherslum sem við höfum í atvinnusköpun,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Félagið Hornsteinn leiðir þróunarvinnuna en verkefnið er metið á 10 milljarða króna. Mikil tækifæri eru sögð liggja í því að nú sé skortur á heimsvísu á þessum íblöndunarefnum. Þorsteinn Víglundsson forstjóri Hornsteins, sem á og rekur BM Vallá, mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss í síðustu viku til að fara yfir stöðuna á verkefninu sem hefur verið í þróun á annað ár. Fyrirtækið áformar að sækja um lóðir við Þorlákshöfn sem þarf undir verksmiðjuna og að framleiðsla á fullunnu efni gæti hafist árið 2024. Framleiðslan yrði umhverfisvæn en móberg og önnur efni yrðu brennd við háan hita til að ná fram flugösku áhrifum en skortur hefur verið á þessum efnum eftir að kolaverum hefur verið lokað. „Það er að verða verulegur skortur á íblöndunarefnum í sement eftir að kolaverin hafa verið að loka sem skapa þessi tækifæri hér á Íslandi,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. Elliði segir að framleiðslan muni draga úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu. „Það sem gerir þetta mögulegt hjá okkur er aðgengi að jarðefnum og lóðir á hafnarsvæðinu og við erum að ráðast í gríðarlega miklar framkvæmdir við höfnina sem gjörbreytir tækifærum okkar til að ráðast í verkefni sem þessi.“ Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á bak við framkvæmdina nemi 10 milljörðum króna. „Þetta er gott verkefni fyrir margar sakir, fyrsta lagi mjög umhverfisvænt verkefni og dregur úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu, þetta er allt í lokuðum ferlið er lokað þannig að það er hvorki ryk eða hljóðmengun af þessu eða opnar efnisnámu eða nokkuð annað, þetta fellur að þessum áherslum sem við höfum í atvinnusköpun,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss.
Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira