„Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 11:50 Drífa Snædal er gagnrýnin á söluna. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna og Ardian yfirtekur fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningnum fær Síminn því greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs. Drífa Snædal telur að salan sé ekki skref til betri vegar. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða [þeir] sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur þetta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa. Íslenskum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í kaupunum Fyrirtækið franska hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignarhlutur lífeyrissjóða getur orðið allt að tuttugu prósent. Drífa telur óþarfa snúning að lífeyrissjóðir á Íslandi þurfi að kaupa af frönsku fjárfestingarfyrirtæki. „Það er þannig að íslenskir lífeyrissjóðir hafa þó hagsmuni af því að hér verði starfandi gott samfélag. Frekari hagsmuni en franskur fjárfestingarsjóður, þannig að það hefði verið æskilegra ef lífeyrissjóðirnir - af því við erum komin á þennan stað - að lífeyrissjóðirnir eigi meira í þessu heldur en tuttugu prósent,“ segir Drífa. Drífa telur að það hafi verið mistök að selja Mílu úr samfélagslegri eigu enda snerti fyrirtækið öryggi og lífsskilyrði. Ríkisstjórnin hafi átt að bregðast við og finna leiðir til að vinda ofan af stöðunni. „Hins vegar er það náttúrulega þannig að það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu. Það á ekki að vera á markaði.“ Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna og Ardian yfirtekur fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningnum fær Síminn því greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs. Drífa Snædal telur að salan sé ekki skref til betri vegar. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða [þeir] sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur þetta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa. Íslenskum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í kaupunum Fyrirtækið franska hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignarhlutur lífeyrissjóða getur orðið allt að tuttugu prósent. Drífa telur óþarfa snúning að lífeyrissjóðir á Íslandi þurfi að kaupa af frönsku fjárfestingarfyrirtæki. „Það er þannig að íslenskir lífeyrissjóðir hafa þó hagsmuni af því að hér verði starfandi gott samfélag. Frekari hagsmuni en franskur fjárfestingarsjóður, þannig að það hefði verið æskilegra ef lífeyrissjóðirnir - af því við erum komin á þennan stað - að lífeyrissjóðirnir eigi meira í þessu heldur en tuttugu prósent,“ segir Drífa. Drífa telur að það hafi verið mistök að selja Mílu úr samfélagslegri eigu enda snerti fyrirtækið öryggi og lífsskilyrði. Ríkisstjórnin hafi átt að bregðast við og finna leiðir til að vinda ofan af stöðunni. „Hins vegar er það náttúrulega þannig að það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu. Það á ekki að vera á markaði.“
Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39