„Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 11:50 Drífa Snædal er gagnrýnin á söluna. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna og Ardian yfirtekur fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningnum fær Síminn því greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs. Drífa Snædal telur að salan sé ekki skref til betri vegar. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða [þeir] sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur þetta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa. Íslenskum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í kaupunum Fyrirtækið franska hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignarhlutur lífeyrissjóða getur orðið allt að tuttugu prósent. Drífa telur óþarfa snúning að lífeyrissjóðir á Íslandi þurfi að kaupa af frönsku fjárfestingarfyrirtæki. „Það er þannig að íslenskir lífeyrissjóðir hafa þó hagsmuni af því að hér verði starfandi gott samfélag. Frekari hagsmuni en franskur fjárfestingarsjóður, þannig að það hefði verið æskilegra ef lífeyrissjóðirnir - af því við erum komin á þennan stað - að lífeyrissjóðirnir eigi meira í þessu heldur en tuttugu prósent,“ segir Drífa. Drífa telur að það hafi verið mistök að selja Mílu úr samfélagslegri eigu enda snerti fyrirtækið öryggi og lífsskilyrði. Ríkisstjórnin hafi átt að bregðast við og finna leiðir til að vinda ofan af stöðunni. „Hins vegar er það náttúrulega þannig að það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu. Það á ekki að vera á markaði.“ Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Sjá meira
Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna og Ardian yfirtekur fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningnum fær Síminn því greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs. Drífa Snædal telur að salan sé ekki skref til betri vegar. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða [þeir] sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur þetta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa. Íslenskum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í kaupunum Fyrirtækið franska hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignarhlutur lífeyrissjóða getur orðið allt að tuttugu prósent. Drífa telur óþarfa snúning að lífeyrissjóðir á Íslandi þurfi að kaupa af frönsku fjárfestingarfyrirtæki. „Það er þannig að íslenskir lífeyrissjóðir hafa þó hagsmuni af því að hér verði starfandi gott samfélag. Frekari hagsmuni en franskur fjárfestingarsjóður, þannig að það hefði verið æskilegra ef lífeyrissjóðirnir - af því við erum komin á þennan stað - að lífeyrissjóðirnir eigi meira í þessu heldur en tuttugu prósent,“ segir Drífa. Drífa telur að það hafi verið mistök að selja Mílu úr samfélagslegri eigu enda snerti fyrirtækið öryggi og lífsskilyrði. Ríkisstjórnin hafi átt að bregðast við og finna leiðir til að vinda ofan af stöðunni. „Hins vegar er það náttúrulega þannig að það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu. Það á ekki að vera á markaði.“
Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Sjá meira
Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39