Reiðhjólaslys varð til þess að SÍ endurskoðar bætur afturvirkt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2021 15:00 Töluverð vinna bíður starfsmanna Sjúkratrygginga Íslands að fara yfir þau mál sem dómurinn snertir. Vísir/Egill Sjúkratryggingar Íslands munu fara yfir allar ákvarðanir sem teknar hafa verið síðustu fjögur árin sem tengjast bótagreiðslum úr sjúklinga- og slysatryggingum vegna miska eða læknisfræðilegrar örorku. Tilefnið er dómur Hæstaréttar frá því í sumar, þar sem tekist var á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss árið 2015. Í tilkynningu frá SÍ segir að farið verði yfir allar ákvarðanir sem teknar hafi verið vegna bótagreiðslna frá og með 3. júní 2017. Aðeins verða tekin fyrir mál þar sem talið er að endurskoðun þeirra geti leitt til hærri bótagreiðslna fyrir tjónþola. „Í þess konar bótamálum er algengt að leggja þurfi saman svokölluð miskastig, samkvæmt miskatöflu örorkunefndar. Endurskoðunin nú mun taka til allra ákvarðana þar sem svokallaðri hlutfallsreglu var beitt við samlagninguna,“ segir í tilkynningunni. Tekið er fram að tjónþolar eða umboðsmenn þeirra þurfi ekki að óska sérstaklega eftir endurskoðun, þar sem endurupptakan sé að frumkvæði SÍ. Þá er einnig bent á það að endurupptakan muni hefjast á næstunni en að nokkurn tíma muni taka að meta hvaða mál verði tekin upp. Hæstiréttur staðfesti ekki grundvöll hlutfallsreglunnar Í tilkynningunni er vísað í dóm Hæstaréttar frá því þann 3. júní síðastliðinn þar sem tryggingafélagið Vörður og starfsmaður Isavia tókust á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss sem maðurinn varð fyrir á leið úr vinnu árið 2015. Dómur Hæstaréttar frá því í sumar hefur þessar afleiðingar.Vísir/Vilhelm Taldi tryggingafélagið að við uppgjör bóta ætti ekki að leggja saman miskastig vegna orkutaps af völdum hvers áverka um sig samkvæmt miskatöflum örorkunefndar heldur beita svokallaðri hlutfallsreglu. Fór svo að Hæstiréttur dæmdi tryggingafélaginu í óhag. Segir í tilkynningu SÍ að ákveðið hafi verið að taka upp mál þar sem hinni svokölluðu hlutfallsreglu hafi verið beitt vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem grundvöllur reglunnar hlaut ekki staðfestingu. „Áhrif dómsins hafa verið til ítarlegrar skoðunar hjá SÍ og leiddi sú skoðun til þess að ákveðið var að fara yfir öll mál þar sem reglunni hafði verið beitt, fjögur ár aftur í tímann.“ Tryggingar Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Í tilkynningu frá SÍ segir að farið verði yfir allar ákvarðanir sem teknar hafi verið vegna bótagreiðslna frá og með 3. júní 2017. Aðeins verða tekin fyrir mál þar sem talið er að endurskoðun þeirra geti leitt til hærri bótagreiðslna fyrir tjónþola. „Í þess konar bótamálum er algengt að leggja þurfi saman svokölluð miskastig, samkvæmt miskatöflu örorkunefndar. Endurskoðunin nú mun taka til allra ákvarðana þar sem svokallaðri hlutfallsreglu var beitt við samlagninguna,“ segir í tilkynningunni. Tekið er fram að tjónþolar eða umboðsmenn þeirra þurfi ekki að óska sérstaklega eftir endurskoðun, þar sem endurupptakan sé að frumkvæði SÍ. Þá er einnig bent á það að endurupptakan muni hefjast á næstunni en að nokkurn tíma muni taka að meta hvaða mál verði tekin upp. Hæstiréttur staðfesti ekki grundvöll hlutfallsreglunnar Í tilkynningunni er vísað í dóm Hæstaréttar frá því þann 3. júní síðastliðinn þar sem tryggingafélagið Vörður og starfsmaður Isavia tókust á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss sem maðurinn varð fyrir á leið úr vinnu árið 2015. Dómur Hæstaréttar frá því í sumar hefur þessar afleiðingar.Vísir/Vilhelm Taldi tryggingafélagið að við uppgjör bóta ætti ekki að leggja saman miskastig vegna orkutaps af völdum hvers áverka um sig samkvæmt miskatöflum örorkunefndar heldur beita svokallaðri hlutfallsreglu. Fór svo að Hæstiréttur dæmdi tryggingafélaginu í óhag. Segir í tilkynningu SÍ að ákveðið hafi verið að taka upp mál þar sem hinni svokölluðu hlutfallsreglu hafi verið beitt vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem grundvöllur reglunnar hlaut ekki staðfestingu. „Áhrif dómsins hafa verið til ítarlegrar skoðunar hjá SÍ og leiddi sú skoðun til þess að ákveðið var að fara yfir öll mál þar sem reglunni hafði verið beitt, fjögur ár aftur í tímann.“
Tryggingar Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira