Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2021 14:57 Um helgina verður leyfilegt að djamma í miðbænum til tvö sem er lenging um klukkutíma frá því sem áður var. Vísir/Vilhelm Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. Fjallað hefur verið um mál sem upp kom á Bankastræti Club á dögunum þar sem karlmaður reif upp hníf og ógnaði tveimur gestum. Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi staðarins, sagði í viðtali við Mbl.is í gær að viðkomandi aðila hafa verið vikið af staðnum. Í framhaldsviðtali í dag veltir hún því upp hvort næstu skref séu að leita á gestum skemmtistaða áður en þeir fá inngöngu. Birgitta Líf er markaðsstjóri World Class auk þess að reka Bankastræti Club hvar b5 var áður til húsa í Bankastræti.Vísir/Vilhelm Ekki síst vegna tíðinda erlendis frá þar sem grunur leikur á að fólki hafi verði byrlað með því að stinga fólk. „Maður veit náttúrulega ekki hvort að eitthvað slíkt sé komið til Íslands en það er spurning hvort að það sé næsta skref – að það sé bara leitað á öllum.“ Hún segir í sama viðtali að byrlunum hafi fjölgað verulega á skemmtistöðum í miðbænum undanfarnar helgar. Hún viti um nokkur tilvik á Bankastræti Club og fleiri stöðum. „Það er eins og það sé einhver faraldur í gangi.“ Rætt var við Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastrætis Club í Reykjavík síðdegis í dag. Kemur af fjöllum Arnar Þór Gíslason einn eiganda Dönsku krárinnar, Irishman, Enska barsins og Kalda hafði séð ummæli Birgittu Lífar í umræddri frétt. Hann kannaðist samt sjálfur ekki við neina fjölgun á slíkum málum. „Ég kem af fjöllum. Ef það væri í umræðunni þá væri ég ekkert að fela það.“ Arnar Þór Gíslason er umfangsmikill í rekstri kráa í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Egill Hann hafi aukinheldur rætt við félaga sína í bransanum sem kannist ekki við nein tilvik. Hann hvetur þó fólk til að fylgjast með glösum sínum, hvort sem er hér heima eða erlendis. „Þetta er allavega ekki á pöbbunum og kránum. Ég færi ekki í felur með eit né neitt ef það væri einhver faraldur.“ Hann veltir fyrir sér hvort þetta eigi sér stað í heimahúsum eða öðrum stöðum þar sem sé engin gæsla. Eitt mögulegt mál Steinþór Helgi Arnsteinsson, sem rekur Röntgen, segir eitt mál hafa komið upp síðan staðurinn hóf rekstur fyrir tveimur árum. Í því tilviki hafi mögulega byrlun átt sér stað en viðkomandi hafi farið heim og engin brot átt sér stað. „Í kjölfarið fórum við í gegnum ákveðna ferla með dyravörðum okkar og starfsfólki.“ Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen.Vísir/Vilhelm Hann segist smá skelkaður að heyra orð eiganda Bankastræti Club um faraldur og brýnir fyrir fólki að vera með vakandi augu. „Þetta er rosalega vandasamt. Þessi efni í bland við alkóhól verða svo skæð,“ segir Steinþór. Hann hvetur alla sem telja sig mögulega hafa verið byrlað að fara strax á neyðarmóttöku. Mjög sýnileg gæsla á Kiki Árni Grétar Jóhannsson er eigandi Kiki á Klapparstíg. „Við erum með mjög sýnilega gæslu, alltaf dyravörður á dansgólfinu og á efri hæðinni. Ég veit ekki hvort það hafi fælingarmátt.“ Hann segist hafa tekið eftir svona málum fyrir um fjórum árum. Hann minnir á að þótt fólki sé sagt að passa sig þá eigi ábyrgðin auðvitað ekki að vera hjá fólkinu heldur fávitunum sem byrli. Töluvert líf hefur verið í miðbæ Reykjavíkur undanfarnar vikur.Vísir/Aníta Guðlaug Hann minnir á að oft sé erfitt að greina á milli fólks sem sé búið að drekka of mikið eða búið að byrla. Um síðustu helgi hafi auk þess gæsla verið aukin hvað varðar að fylgjast með því hvort skyndileg breyting verði á ástandi gesta. Þá staldrar starfsfólk við það og kannar málið. Svo hleypir starfsfólk ekki fólki út ef að önnur manneskja er mjög ölvuð en hin ekki nema staðfesting sé hjá vinum segir Árni Grétar. Hann vísar í mál sem kom upp um síðustu helgi. „Þá var stelpa mjög drukkinn og strákur á leiðinni út með henni, sem var það ekki. Starfsfólkið hafði tekið eftir að hún kom með vinkonum. Þau vildu ekki hleypa stúlkunni út fyrr en vinkonurnar staðfestu að það væri í lagi að hún færi með stráknum, sem var svo alls ekki,“ segir Árni Grétar. Hann ætli ekki að bera neinar sakir upp á strákinn en þetta sé ákveðin ný vinnuregla hjá Kiki. „Því það kemur eiginlega enginn einn á djammið,“ segir Árni. Yfirleitt geti einhver vinur staðfest að fólk sé búið að vera að deita eða sé í sambandi. Eitt tilvik einu tilviki of mikið Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki hafa orðið var við neina fjölgun. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar „Það kemur alltaf upp af og til að brotaþola gruni að sér hafi jafnvel verið byrlað,“ segir Ævar Pálmi. Slík mál séu alltaf skoðun og rannsökuð, möguleiki á byrlun tekin með í myndina. „Það er kannski fullhart í árinni tekið að tala um faraldur. En eitt tilvik er einu tilviki of mikið.“ Kynferðisofbeldi Næturlíf Reykjavík Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Fjallað hefur verið um mál sem upp kom á Bankastræti Club á dögunum þar sem karlmaður reif upp hníf og ógnaði tveimur gestum. Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi staðarins, sagði í viðtali við Mbl.is í gær að viðkomandi aðila hafa verið vikið af staðnum. Í framhaldsviðtali í dag veltir hún því upp hvort næstu skref séu að leita á gestum skemmtistaða áður en þeir fá inngöngu. Birgitta Líf er markaðsstjóri World Class auk þess að reka Bankastræti Club hvar b5 var áður til húsa í Bankastræti.Vísir/Vilhelm Ekki síst vegna tíðinda erlendis frá þar sem grunur leikur á að fólki hafi verði byrlað með því að stinga fólk. „Maður veit náttúrulega ekki hvort að eitthvað slíkt sé komið til Íslands en það er spurning hvort að það sé næsta skref – að það sé bara leitað á öllum.“ Hún segir í sama viðtali að byrlunum hafi fjölgað verulega á skemmtistöðum í miðbænum undanfarnar helgar. Hún viti um nokkur tilvik á Bankastræti Club og fleiri stöðum. „Það er eins og það sé einhver faraldur í gangi.“ Rætt var við Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastrætis Club í Reykjavík síðdegis í dag. Kemur af fjöllum Arnar Þór Gíslason einn eiganda Dönsku krárinnar, Irishman, Enska barsins og Kalda hafði séð ummæli Birgittu Lífar í umræddri frétt. Hann kannaðist samt sjálfur ekki við neina fjölgun á slíkum málum. „Ég kem af fjöllum. Ef það væri í umræðunni þá væri ég ekkert að fela það.“ Arnar Þór Gíslason er umfangsmikill í rekstri kráa í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Egill Hann hafi aukinheldur rætt við félaga sína í bransanum sem kannist ekki við nein tilvik. Hann hvetur þó fólk til að fylgjast með glösum sínum, hvort sem er hér heima eða erlendis. „Þetta er allavega ekki á pöbbunum og kránum. Ég færi ekki í felur með eit né neitt ef það væri einhver faraldur.“ Hann veltir fyrir sér hvort þetta eigi sér stað í heimahúsum eða öðrum stöðum þar sem sé engin gæsla. Eitt mögulegt mál Steinþór Helgi Arnsteinsson, sem rekur Röntgen, segir eitt mál hafa komið upp síðan staðurinn hóf rekstur fyrir tveimur árum. Í því tilviki hafi mögulega byrlun átt sér stað en viðkomandi hafi farið heim og engin brot átt sér stað. „Í kjölfarið fórum við í gegnum ákveðna ferla með dyravörðum okkar og starfsfólki.“ Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen.Vísir/Vilhelm Hann segist smá skelkaður að heyra orð eiganda Bankastræti Club um faraldur og brýnir fyrir fólki að vera með vakandi augu. „Þetta er rosalega vandasamt. Þessi efni í bland við alkóhól verða svo skæð,“ segir Steinþór. Hann hvetur alla sem telja sig mögulega hafa verið byrlað að fara strax á neyðarmóttöku. Mjög sýnileg gæsla á Kiki Árni Grétar Jóhannsson er eigandi Kiki á Klapparstíg. „Við erum með mjög sýnilega gæslu, alltaf dyravörður á dansgólfinu og á efri hæðinni. Ég veit ekki hvort það hafi fælingarmátt.“ Hann segist hafa tekið eftir svona málum fyrir um fjórum árum. Hann minnir á að þótt fólki sé sagt að passa sig þá eigi ábyrgðin auðvitað ekki að vera hjá fólkinu heldur fávitunum sem byrli. Töluvert líf hefur verið í miðbæ Reykjavíkur undanfarnar vikur.Vísir/Aníta Guðlaug Hann minnir á að oft sé erfitt að greina á milli fólks sem sé búið að drekka of mikið eða búið að byrla. Um síðustu helgi hafi auk þess gæsla verið aukin hvað varðar að fylgjast með því hvort skyndileg breyting verði á ástandi gesta. Þá staldrar starfsfólk við það og kannar málið. Svo hleypir starfsfólk ekki fólki út ef að önnur manneskja er mjög ölvuð en hin ekki nema staðfesting sé hjá vinum segir Árni Grétar. Hann vísar í mál sem kom upp um síðustu helgi. „Þá var stelpa mjög drukkinn og strákur á leiðinni út með henni, sem var það ekki. Starfsfólkið hafði tekið eftir að hún kom með vinkonum. Þau vildu ekki hleypa stúlkunni út fyrr en vinkonurnar staðfestu að það væri í lagi að hún færi með stráknum, sem var svo alls ekki,“ segir Árni Grétar. Hann ætli ekki að bera neinar sakir upp á strákinn en þetta sé ákveðin ný vinnuregla hjá Kiki. „Því það kemur eiginlega enginn einn á djammið,“ segir Árni. Yfirleitt geti einhver vinur staðfest að fólk sé búið að vera að deita eða sé í sambandi. Eitt tilvik einu tilviki of mikið Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki hafa orðið var við neina fjölgun. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar „Það kemur alltaf upp af og til að brotaþola gruni að sér hafi jafnvel verið byrlað,“ segir Ævar Pálmi. Slík mál séu alltaf skoðun og rannsökuð, möguleiki á byrlun tekin með í myndina. „Það er kannski fullhart í árinni tekið að tala um faraldur. En eitt tilvik er einu tilviki of mikið.“
Kynferðisofbeldi Næturlíf Reykjavík Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira