Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Snorri Másson skrifar 26. október 2021 20:48 Stöð 2/Egill Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. Flatus hefur lengi verið á meðal oss, en aldrei fyrr hefur borið eins mikið á honum. Ný útfærsla Eddu Karólínu Ævarsdóttur er sérstaklega skærlituð og blasir strax við þegar ekið er yfir hæðina inn í Kollafjörð. Uppruni Flatusar er eilíf ráðgáta en segja má að hver Íslendingur myndi sinn eigin skilning á verkinu enda hefur það vart farið framhjá nokkrum sem yfirleitt hefur stigið upp í bifreið. „Síðasti Flatus var svarthvítur, hann var mjög flottur og með grafíska leturhönnun. Mig langaði að hafa þennan mjög öðruvísi, hafa hann poppandi og með mikið af litum. Ég er að vinna með Flatus sem prump- og vindþema,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Hér þyrfti kannski skýringar við. Hér vísar listamaðurinn til lífseigrar túlkunar á Flatusi, sem er á þá leið að hér sé á ferð latneska orðið flatus, sem útleggst í flestum orðabókum sem uppþemba, belgingur, já ósköp einfaldlega vindgangur. Hver segir að annað eins geti ekki veitt listrænan innblástur? „Þannig að ég er með svona fjúkandi gróður, sjávarþang og fjúkandi þarma og svona,“ lýsir Edda. Edda Karólína Ævarsdóttir listamaður stendur á bak við nýjustu útgáfu af Flatusi.Aðsend Flatusi ævinlega haldið á lífi Í verki Eddu er stuðst við þessa tilteknu skýringu, en þær eru sannarlega fleiri. Í einni þeirra kemur við sögu róttæka listakonan Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, sem var brautryðjandi í íslensku veggjakroti. „Það eru náttúrulega margar kenningar um það hver Flatus er eða hvað það er. Það er talað um að kannski hafi þetta bara verið einhver að fíflast og ætlað að skrifa Flatlús lifir, en skrifað Flatus í staðinn. Eða þá að þetta hafi verið Róska, sem var að mótmæla hernum og verið að vitna í að herinn væri Flatus, af því að fyrsti Flatus kemur 80-og-eitthvað. Eða þá að einhver hafi bara verið að tala um að hér hafi bara verið rokrassgat og að Flatus lifi hér góðu lífi sem rok,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Þetta er þriðja skipulagða verkið sem er gert á vegginn við þjóðveginn, en áður var engu líkara en að samkomulag ríkti á meðal Íslendinga að halda Flatusi á lífi, sama í hvaða mynd. „Ég veit um nokkra sem hafa komið hérna og skrifað Flatus lifir bara einu sinni í gegnum tíðina síðan 80-og-eitthvað. Það er einstakt hvað þetta er orðið mikil hefð. Það var alltaf málað yfir þetta aftur og aftur en það kom alltaf bara nýtt og þá var bara einhver sem tók þetta að sér, sem er bara mjög kúl,“ segir Edda. Flatus lifir enn.Stöð 2/Egill Edda lærði skiltamálun í Skotlandi en er nýkomin heim - og þetta er fyrsta verkið. Það nýtur auðvitað öllu meiri velvildar en annað veggjakrot, raunar svo mikillar að verslunarkeðja eins og Húsasmiðjan var meira en til í að styrkja verkefnið með málningu. Listamaðurinn stóð svo í ströngu við að leggja lokahönd á verkið, oft í aftakaveðri: „Ég er búin að læra mjög mikið að lesa veðrið,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Flatus hefur lengi verið á meðal oss, en aldrei fyrr hefur borið eins mikið á honum. Ný útfærsla Eddu Karólínu Ævarsdóttur er sérstaklega skærlituð og blasir strax við þegar ekið er yfir hæðina inn í Kollafjörð. Uppruni Flatusar er eilíf ráðgáta en segja má að hver Íslendingur myndi sinn eigin skilning á verkinu enda hefur það vart farið framhjá nokkrum sem yfirleitt hefur stigið upp í bifreið. „Síðasti Flatus var svarthvítur, hann var mjög flottur og með grafíska leturhönnun. Mig langaði að hafa þennan mjög öðruvísi, hafa hann poppandi og með mikið af litum. Ég er að vinna með Flatus sem prump- og vindþema,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Hér þyrfti kannski skýringar við. Hér vísar listamaðurinn til lífseigrar túlkunar á Flatusi, sem er á þá leið að hér sé á ferð latneska orðið flatus, sem útleggst í flestum orðabókum sem uppþemba, belgingur, já ósköp einfaldlega vindgangur. Hver segir að annað eins geti ekki veitt listrænan innblástur? „Þannig að ég er með svona fjúkandi gróður, sjávarþang og fjúkandi þarma og svona,“ lýsir Edda. Edda Karólína Ævarsdóttir listamaður stendur á bak við nýjustu útgáfu af Flatusi.Aðsend Flatusi ævinlega haldið á lífi Í verki Eddu er stuðst við þessa tilteknu skýringu, en þær eru sannarlega fleiri. Í einni þeirra kemur við sögu róttæka listakonan Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, sem var brautryðjandi í íslensku veggjakroti. „Það eru náttúrulega margar kenningar um það hver Flatus er eða hvað það er. Það er talað um að kannski hafi þetta bara verið einhver að fíflast og ætlað að skrifa Flatlús lifir, en skrifað Flatus í staðinn. Eða þá að þetta hafi verið Róska, sem var að mótmæla hernum og verið að vitna í að herinn væri Flatus, af því að fyrsti Flatus kemur 80-og-eitthvað. Eða þá að einhver hafi bara verið að tala um að hér hafi bara verið rokrassgat og að Flatus lifi hér góðu lífi sem rok,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Þetta er þriðja skipulagða verkið sem er gert á vegginn við þjóðveginn, en áður var engu líkara en að samkomulag ríkti á meðal Íslendinga að halda Flatusi á lífi, sama í hvaða mynd. „Ég veit um nokkra sem hafa komið hérna og skrifað Flatus lifir bara einu sinni í gegnum tíðina síðan 80-og-eitthvað. Það er einstakt hvað þetta er orðið mikil hefð. Það var alltaf málað yfir þetta aftur og aftur en það kom alltaf bara nýtt og þá var bara einhver sem tók þetta að sér, sem er bara mjög kúl,“ segir Edda. Flatus lifir enn.Stöð 2/Egill Edda lærði skiltamálun í Skotlandi en er nýkomin heim - og þetta er fyrsta verkið. Það nýtur auðvitað öllu meiri velvildar en annað veggjakrot, raunar svo mikillar að verslunarkeðja eins og Húsasmiðjan var meira en til í að styrkja verkefnið með málningu. Listamaðurinn stóð svo í ströngu við að leggja lokahönd á verkið, oft í aftakaveðri: „Ég er búin að læra mjög mikið að lesa veðrið,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina)
Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira