Sjálfsskaði í boði trúarofstækis Heiðar Guðjónsson skrifar 22. október 2021 12:32 Ég skildi aldrei hugtakið erfðasynd þegar það kom mér fyrst fyrir sjónir í kristinfræði í grunnskóla. Hvernig átti fólk að fæðast í synd vegna þess að einhver í fyrndinni, sem enginn gat fært sönnur á að hefði verið til, tók epli af tré og beit í það? Það eimir samt eftir af þessum sérkennilega hugsunarhætti í dag. Mannkynið hefur aldrei í sögunni haft það betra. Margir virðast ekki átta sig á uppruna velsældarinnar og það virðist koma fram í því að fólk er sakbitið yfir eigin velmegun. Það trúir því að hagur okkur sé hörmung einhvers annars. Ég hef áður skrifað greinar sem heita „Dómsdagur og Marxismi“ um þessa villutrú. Vinstrimenn virðast uppfullir af heift út í kapítalisma, kerfi sem hefur fært fleiri úr örbirgð í álnir en nokkurt annað skipulag sem reynt hefur verið. Í dag brýst þetta meðal annars út í vanhugsuðum aðgerðum til að breyta öllu orkuskipulagi heimsins í einni svipan. Steinöldin leið ekki undir lok því við vorum búin með steina, sagði fyrrverandi ráðherra olíumála í Saudi Arabíu. Með sama hætti mun olíuöldin, sem fært hefur fólki mestan lífskjarabata í sögu mannkyns, enda með frekari tækniframförum. Thomas Malthus var hagfræðingur sem sagði að um aldamótin 1800 að nú væri mannkyninu öllu lokið, þegar fjöldi fólks fór fyrst yfir 1 milljarð. Það var öðru nær. Villa Malthusar, sem síðan er oft vitnað til, gengur út á að tækniframfarir séu ekki til staðar og því þurfi alltaf að ganga harðar að auðlindum til að auka framleiðslugetu hagkerfsins. Hagsagan hefur rækilega afsannað þessa hugmynd enda hafa framfarir stöðugt sýnt að hægt er að gera meira fyrir minna. Vinstrimenn í dag trúa því að eina leiðin til að minnka ágang í auðlindir er með því að hægja á hagkerfinu. Það sé bara tvennt í stöðunni: að gera „minna fyrir minna“ eða „meira fyrir meira“. Uppnám á orkumarkaði um allan heim sem við horfum nú fram á er dæmi um afleiðingu þessa. ESB hefur gengið hvað harðast fram í að skipta með hraði yfir í vind- og sólarorku. Þar yfirsést ráðamönnum að slík skipti taka áratugi í framkvæmd ef umskiptin eiga ekki að valda algjöru uppnámi. Slökkt hefur verið með hraði á kjarnorkuverum og kola- og gasorkuverum sem bjuggu til grunnorku kerfisins en í stað var stólað á óstöðuga orkugjafa einsog vind og sól. Afleiðingin er sú að þegar ekki nýtur sólar eða vinds þurfa lönd ESB í síauknum mæli að flytja inn orku frá svæðum sem hafa mun meira mengandi áhrif á umhverfið. Við sjáum með berum augum afleiðingarnar í gríðarlegri hækkun orkuverðs og orkuskömmtunum sem munu koma fram víða í Evrópu. Ef veturinn verður kaldur verður ástandið óboðlegt. Það er hins vegar ekki veðrinu um að kenna heldur kreddum stjórnmála og embættismanna. Tækniframfarir sem núna hafa verið kynntar, í kringum betri nýtingu rafmagns, hagkvæmari framleiðslu og nýja orkugjafa, svo sem kaldan samruna sem kynntur var í september í verkefnum hjá rannsóknarstofum MIT gefa fyrirheit um að lausnirnar séu á næsta leiti. Lausnir sem minnka vægi kolefna í orkuframleiðslu. Nýjasta útspil ESB í orkumálum er vanhugsuð Norðurslóðastefna sem kynnt var í síðustu viku á Hringborði Norðurslóða í Hörpu. Þar er mælst til þess að allar orkuauðlindir sem enn eru í jörðu verði látnar óhreyfðar. Ekki nóg með að hætt verði við frekari leit eftir olíu og gasi heldur mun kaupum frá núverandi framleiðslu hætt. Þarna er alveg horft fram hjá því að ekkert svæði í heiminum hefur jafn góða sögu að segja um ábyrga nýtingu auðlinda síðustu árhundruð og góða umgengni við náttúruna og Norðurslóðir. Ákvörðun ESB ýtir í raun framleiðslunni bara til verri staða, eins og gerðist í kringum sólar og vindorkutilburði sambandsins. Þeim finnst eðlilegra að halda uppbyggingu áfram í Afríku og Asíu þar sem mengun vegna vinnslunnar er margföld, spillingin alltumlykjandi, og eftirköstin eftir því. Það er ekkert vit í þessu. Í nafni trúarofstækis munu margir stökkva á vagninn og fagna þessari stefnu í einfeldni sinni. Stefnu sem nánast slekkur á Alaska, stórum hluta Kanada og Noregs ásamt Síberíu. Þar hefur flest fólk ekki sama aðgang að innviðum, efnahagslegum og félagslegum, og fólkið í borgum Evrópu, en á samt að hætta lífi sínu fyrir trúarofstæki ESB. Ég vona innilega að Ísland mótmæli kröftuglega og fjalli á hreinskiptinn hátt um það efnahagslega harakiri sem ESB boðar. Norðurslóðastefna ESB er engum til góðs. Ekki einu sinni ESB. Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Vodafone og Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hringborð norðurslóða Orkumál Norðurslóðir Heiðar Guðjónsson Bensín og olía Evrópusambandið Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég skildi aldrei hugtakið erfðasynd þegar það kom mér fyrst fyrir sjónir í kristinfræði í grunnskóla. Hvernig átti fólk að fæðast í synd vegna þess að einhver í fyrndinni, sem enginn gat fært sönnur á að hefði verið til, tók epli af tré og beit í það? Það eimir samt eftir af þessum sérkennilega hugsunarhætti í dag. Mannkynið hefur aldrei í sögunni haft það betra. Margir virðast ekki átta sig á uppruna velsældarinnar og það virðist koma fram í því að fólk er sakbitið yfir eigin velmegun. Það trúir því að hagur okkur sé hörmung einhvers annars. Ég hef áður skrifað greinar sem heita „Dómsdagur og Marxismi“ um þessa villutrú. Vinstrimenn virðast uppfullir af heift út í kapítalisma, kerfi sem hefur fært fleiri úr örbirgð í álnir en nokkurt annað skipulag sem reynt hefur verið. Í dag brýst þetta meðal annars út í vanhugsuðum aðgerðum til að breyta öllu orkuskipulagi heimsins í einni svipan. Steinöldin leið ekki undir lok því við vorum búin með steina, sagði fyrrverandi ráðherra olíumála í Saudi Arabíu. Með sama hætti mun olíuöldin, sem fært hefur fólki mestan lífskjarabata í sögu mannkyns, enda með frekari tækniframförum. Thomas Malthus var hagfræðingur sem sagði að um aldamótin 1800 að nú væri mannkyninu öllu lokið, þegar fjöldi fólks fór fyrst yfir 1 milljarð. Það var öðru nær. Villa Malthusar, sem síðan er oft vitnað til, gengur út á að tækniframfarir séu ekki til staðar og því þurfi alltaf að ganga harðar að auðlindum til að auka framleiðslugetu hagkerfsins. Hagsagan hefur rækilega afsannað þessa hugmynd enda hafa framfarir stöðugt sýnt að hægt er að gera meira fyrir minna. Vinstrimenn í dag trúa því að eina leiðin til að minnka ágang í auðlindir er með því að hægja á hagkerfinu. Það sé bara tvennt í stöðunni: að gera „minna fyrir minna“ eða „meira fyrir meira“. Uppnám á orkumarkaði um allan heim sem við horfum nú fram á er dæmi um afleiðingu þessa. ESB hefur gengið hvað harðast fram í að skipta með hraði yfir í vind- og sólarorku. Þar yfirsést ráðamönnum að slík skipti taka áratugi í framkvæmd ef umskiptin eiga ekki að valda algjöru uppnámi. Slökkt hefur verið með hraði á kjarnorkuverum og kola- og gasorkuverum sem bjuggu til grunnorku kerfisins en í stað var stólað á óstöðuga orkugjafa einsog vind og sól. Afleiðingin er sú að þegar ekki nýtur sólar eða vinds þurfa lönd ESB í síauknum mæli að flytja inn orku frá svæðum sem hafa mun meira mengandi áhrif á umhverfið. Við sjáum með berum augum afleiðingarnar í gríðarlegri hækkun orkuverðs og orkuskömmtunum sem munu koma fram víða í Evrópu. Ef veturinn verður kaldur verður ástandið óboðlegt. Það er hins vegar ekki veðrinu um að kenna heldur kreddum stjórnmála og embættismanna. Tækniframfarir sem núna hafa verið kynntar, í kringum betri nýtingu rafmagns, hagkvæmari framleiðslu og nýja orkugjafa, svo sem kaldan samruna sem kynntur var í september í verkefnum hjá rannsóknarstofum MIT gefa fyrirheit um að lausnirnar séu á næsta leiti. Lausnir sem minnka vægi kolefna í orkuframleiðslu. Nýjasta útspil ESB í orkumálum er vanhugsuð Norðurslóðastefna sem kynnt var í síðustu viku á Hringborði Norðurslóða í Hörpu. Þar er mælst til þess að allar orkuauðlindir sem enn eru í jörðu verði látnar óhreyfðar. Ekki nóg með að hætt verði við frekari leit eftir olíu og gasi heldur mun kaupum frá núverandi framleiðslu hætt. Þarna er alveg horft fram hjá því að ekkert svæði í heiminum hefur jafn góða sögu að segja um ábyrga nýtingu auðlinda síðustu árhundruð og góða umgengni við náttúruna og Norðurslóðir. Ákvörðun ESB ýtir í raun framleiðslunni bara til verri staða, eins og gerðist í kringum sólar og vindorkutilburði sambandsins. Þeim finnst eðlilegra að halda uppbyggingu áfram í Afríku og Asíu þar sem mengun vegna vinnslunnar er margföld, spillingin alltumlykjandi, og eftirköstin eftir því. Það er ekkert vit í þessu. Í nafni trúarofstækis munu margir stökkva á vagninn og fagna þessari stefnu í einfeldni sinni. Stefnu sem nánast slekkur á Alaska, stórum hluta Kanada og Noregs ásamt Síberíu. Þar hefur flest fólk ekki sama aðgang að innviðum, efnahagslegum og félagslegum, og fólkið í borgum Evrópu, en á samt að hætta lífi sínu fyrir trúarofstæki ESB. Ég vona innilega að Ísland mótmæli kröftuglega og fjalli á hreinskiptinn hátt um það efnahagslega harakiri sem ESB boðar. Norðurslóðastefna ESB er engum til góðs. Ekki einu sinni ESB. Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Vodafone og Stöðvar 2.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar