Létu sig hverfa án þess að borga reikninginn en skildu tösku eftir í bílnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 06:55 Verkefni lögreglu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt en fyrsta verkefnið á vaktinni voru afskipti sem hafa þurfti af manni á heimili hans í Vesturbænum þar sem fíkniefni voru handlögð. Skömmu síðar voru tveir ungir menn handteknir í miðborginni vegna gruns um að þeir væru að selja fíkniefni. Voru þeir vistaðir í fangageymslu en látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Um kvöldmatarleytið var maður handtekinn í póstnúmerinu 105, þar sem ítrekað hafði verið tilkynnt um hann vegna þess hversu ölvaður hann var. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands. Þá var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í miðborginni rétt fyrir klukkan 21. Hjólið hafði verið læst við hjólagrind en þjófurinn gerði sér lítið fyrir og tók bæði hjól og hjólagrind. Hjólagrindin fannst skömmu síðar en engar fregnir fara af hjólinu. Eftir miðnætti var tilkynnt um reiðhjólaslys en vitni sagði mann hafa komið á mikilli ferð niður Bankastrætið, yfir Lækjargötu og síðan ekið á steinstólpa við Lækjartorg. Maðurinn var með áverka í andliti og var fluttur á Landspítala með sjúkrabifreið. Í Hafnarfirði var tilkynnt um slagsmál eða líkamsárás við fjölbýlishús. Þar hafði íbúi afskipti af manni eftir rúðubrot en þau enduðu í átökum. Áverkar voru minniháttar. Í Hafnarfirði voru einnig afskipti höfð af manni á heimili hans vegna vörslu fíkniefna. Lögreglumenn frá stöð 4, sem þjónustar Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, sinntu útkalli vegna pars sem hljóp frá leigubifreið án þess að greiða reikning sinn. Ekki vildi betur til en svo að konan skildi tösku eftir í bílnum og þá eru upplýsingar til um manninn, sem verður kærður fyrir greiðslusvik. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Skömmu síðar voru tveir ungir menn handteknir í miðborginni vegna gruns um að þeir væru að selja fíkniefni. Voru þeir vistaðir í fangageymslu en látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Um kvöldmatarleytið var maður handtekinn í póstnúmerinu 105, þar sem ítrekað hafði verið tilkynnt um hann vegna þess hversu ölvaður hann var. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands. Þá var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í miðborginni rétt fyrir klukkan 21. Hjólið hafði verið læst við hjólagrind en þjófurinn gerði sér lítið fyrir og tók bæði hjól og hjólagrind. Hjólagrindin fannst skömmu síðar en engar fregnir fara af hjólinu. Eftir miðnætti var tilkynnt um reiðhjólaslys en vitni sagði mann hafa komið á mikilli ferð niður Bankastrætið, yfir Lækjargötu og síðan ekið á steinstólpa við Lækjartorg. Maðurinn var með áverka í andliti og var fluttur á Landspítala með sjúkrabifreið. Í Hafnarfirði var tilkynnt um slagsmál eða líkamsárás við fjölbýlishús. Þar hafði íbúi afskipti af manni eftir rúðubrot en þau enduðu í átökum. Áverkar voru minniháttar. Í Hafnarfirði voru einnig afskipti höfð af manni á heimili hans vegna vörslu fíkniefna. Lögreglumenn frá stöð 4, sem þjónustar Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, sinntu útkalli vegna pars sem hljóp frá leigubifreið án þess að greiða reikning sinn. Ekki vildi betur til en svo að konan skildi tösku eftir í bílnum og þá eru upplýsingar til um manninn, sem verður kærður fyrir greiðslusvik.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira