Létu sig hverfa án þess að borga reikninginn en skildu tösku eftir í bílnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 06:55 Verkefni lögreglu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt en fyrsta verkefnið á vaktinni voru afskipti sem hafa þurfti af manni á heimili hans í Vesturbænum þar sem fíkniefni voru handlögð. Skömmu síðar voru tveir ungir menn handteknir í miðborginni vegna gruns um að þeir væru að selja fíkniefni. Voru þeir vistaðir í fangageymslu en látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Um kvöldmatarleytið var maður handtekinn í póstnúmerinu 105, þar sem ítrekað hafði verið tilkynnt um hann vegna þess hversu ölvaður hann var. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands. Þá var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í miðborginni rétt fyrir klukkan 21. Hjólið hafði verið læst við hjólagrind en þjófurinn gerði sér lítið fyrir og tók bæði hjól og hjólagrind. Hjólagrindin fannst skömmu síðar en engar fregnir fara af hjólinu. Eftir miðnætti var tilkynnt um reiðhjólaslys en vitni sagði mann hafa komið á mikilli ferð niður Bankastrætið, yfir Lækjargötu og síðan ekið á steinstólpa við Lækjartorg. Maðurinn var með áverka í andliti og var fluttur á Landspítala með sjúkrabifreið. Í Hafnarfirði var tilkynnt um slagsmál eða líkamsárás við fjölbýlishús. Þar hafði íbúi afskipti af manni eftir rúðubrot en þau enduðu í átökum. Áverkar voru minniháttar. Í Hafnarfirði voru einnig afskipti höfð af manni á heimili hans vegna vörslu fíkniefna. Lögreglumenn frá stöð 4, sem þjónustar Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, sinntu útkalli vegna pars sem hljóp frá leigubifreið án þess að greiða reikning sinn. Ekki vildi betur til en svo að konan skildi tösku eftir í bílnum og þá eru upplýsingar til um manninn, sem verður kærður fyrir greiðslusvik. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Skömmu síðar voru tveir ungir menn handteknir í miðborginni vegna gruns um að þeir væru að selja fíkniefni. Voru þeir vistaðir í fangageymslu en látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Um kvöldmatarleytið var maður handtekinn í póstnúmerinu 105, þar sem ítrekað hafði verið tilkynnt um hann vegna þess hversu ölvaður hann var. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands. Þá var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í miðborginni rétt fyrir klukkan 21. Hjólið hafði verið læst við hjólagrind en þjófurinn gerði sér lítið fyrir og tók bæði hjól og hjólagrind. Hjólagrindin fannst skömmu síðar en engar fregnir fara af hjólinu. Eftir miðnætti var tilkynnt um reiðhjólaslys en vitni sagði mann hafa komið á mikilli ferð niður Bankastrætið, yfir Lækjargötu og síðan ekið á steinstólpa við Lækjartorg. Maðurinn var með áverka í andliti og var fluttur á Landspítala með sjúkrabifreið. Í Hafnarfirði var tilkynnt um slagsmál eða líkamsárás við fjölbýlishús. Þar hafði íbúi afskipti af manni eftir rúðubrot en þau enduðu í átökum. Áverkar voru minniháttar. Í Hafnarfirði voru einnig afskipti höfð af manni á heimili hans vegna vörslu fíkniefna. Lögreglumenn frá stöð 4, sem þjónustar Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, sinntu útkalli vegna pars sem hljóp frá leigubifreið án þess að greiða reikning sinn. Ekki vildi betur til en svo að konan skildi tösku eftir í bílnum og þá eru upplýsingar til um manninn, sem verður kærður fyrir greiðslusvik.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira