Mikil umframeftirspurn hefur myndast eftir íbúðarhúsnæði á þessu ári og á höfuðborgarsvæðinu hefur sölutími íbúða verið mjög stuttur undanfarna mánuði. Algengt er að íbúðir seljist bæði yfir fasteignamati og ásettu verði.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tregðu bankanna til að lána til byggingarfélaga frá árinu 2019 og vaxtalækkanir hafa stuðlað að verðhækkunum og aukinni eftirspurn.
Eyþór Arnalds hefur hins vegar haldið því fram að ekki sé byggt nógu mikið og lagði Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn til að strax yrði ráðist í uppbyggingu þrjú þúsund íbúða meðal annars á Keldnalalandinu og við Umferðarmiðstöðina.
Þá hefur Kolbrún sett fram miklar efasemdir um áhersluna á þéttingu byggðar miðsvæðis í borginni þar sem fermetrarnir væru dýrastir.
Þessi mál verða rædd í þaula í Pallborðinu sem hefst í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12:30.
Uppfært: Pallborðinu er nú lokið en hér má sjá þáttinn í heild sinni.