Staðfestu að víkingar voru í Ameríku fyrir sléttum þúsund árum Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2021 18:11 Langhús sem reist hefur verið í L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi. Getty/DeAgostini Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur staðfest að víkingar frá Grænlandi numu land á Nýfundnalandi fyrir nákvæmlega þúsund árum síðan. Lengi hefur verið vitað að víkingar fundu Norður-Ameríku en ekki nákvæmlega hvenær. Það hefur verið staðfest með fornleifauppgreftri í L‘Anse aux Meadows á Nýfundnalandi að víkingar voru í Norður-Ameríku um árið 1000. Nú hefur verið staðfest að víkingar bjuggu í L‘Anse Aux Meadows árið 1021, fyrir sléttum þúsund árum. Það er 471 ári áður en Christofer Kólumbus sigldi yfir Atlantshafið og „fann“ Ameríku. Í síðasta mánuði birti latínuprófessorinn Paolo Chiesa grein um þá uppgötvun sína að ítalskur prestur hefði vitað um tilvist Norður-Ameríku um miðja fjórtándu öld, eða um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. Í grein sem birtist í Nature í dag segja vísindamenn að þeir hafi aldursgreint timbur sem fannst í L‘Anse aux Meadows. Með því að greina timbur úr þremur mismunandi trjám og taka mið af því þegar mikil sólargeislun barst til jarðar í sólargosi árið 993 var hægt að finna nákvæmari tímasetningar en áður hefur verið hægt. Öll tréin þrjú reyndust hafa verið felld árið 1021. Áhugasamir geta lesið nánar um aðferðir vísindamannanna hér. Í greininni kemur fram að talið sé að Norrænir menn hafi haldið til á Nýfundnalandi í þrjú til þrettán ár. Eftir það hafi þeir snúið aftur til Grænlands. Mest hafi um hundrað manns búið í L´Anse Aux Meadows. Sjá einnig: Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Fyrir nokkrum árum heimsótti Kristján Már Unnarsson L'Anes Aux Meadows fyrir þættina Landnemarnir. Hann ræddi einnig við sænska fornleifafræðinginn Birgitta Wallace sem sagðist sannfærð um að sjálfur Leifur Eiríksson hefði reist búðirnar á Nýfundnalandi. Fornminjar Kanada Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Það hefur verið staðfest með fornleifauppgreftri í L‘Anse aux Meadows á Nýfundnalandi að víkingar voru í Norður-Ameríku um árið 1000. Nú hefur verið staðfest að víkingar bjuggu í L‘Anse Aux Meadows árið 1021, fyrir sléttum þúsund árum. Það er 471 ári áður en Christofer Kólumbus sigldi yfir Atlantshafið og „fann“ Ameríku. Í síðasta mánuði birti latínuprófessorinn Paolo Chiesa grein um þá uppgötvun sína að ítalskur prestur hefði vitað um tilvist Norður-Ameríku um miðja fjórtándu öld, eða um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. Í grein sem birtist í Nature í dag segja vísindamenn að þeir hafi aldursgreint timbur sem fannst í L‘Anse aux Meadows. Með því að greina timbur úr þremur mismunandi trjám og taka mið af því þegar mikil sólargeislun barst til jarðar í sólargosi árið 993 var hægt að finna nákvæmari tímasetningar en áður hefur verið hægt. Öll tréin þrjú reyndust hafa verið felld árið 1021. Áhugasamir geta lesið nánar um aðferðir vísindamannanna hér. Í greininni kemur fram að talið sé að Norrænir menn hafi haldið til á Nýfundnalandi í þrjú til þrettán ár. Eftir það hafi þeir snúið aftur til Grænlands. Mest hafi um hundrað manns búið í L´Anse Aux Meadows. Sjá einnig: Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Fyrir nokkrum árum heimsótti Kristján Már Unnarsson L'Anes Aux Meadows fyrir þættina Landnemarnir. Hann ræddi einnig við sænska fornleifafræðinginn Birgitta Wallace sem sagðist sannfærð um að sjálfur Leifur Eiríksson hefði reist búðirnar á Nýfundnalandi.
Fornminjar Kanada Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira