Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að akreininni verði lokað meðan á framkvæmdum standi og hjáleiðir settar upp.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki um klukkan 19.
Árekstur varð á Vesturlandsvegi á móts við líkamsræktarstöðina Reebok Fitness um fjögurleytið. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu verður líkast til einn fluttur á slysadeild.

Tafir eru á umferð í Ártúnsbrekku og upp í Mosfellsbæ af þessum sökum.
Fréttin var uppfærð klukkan 16:09 með upplýsingum um árekstur.


