Fanney Birna hætt í Silfrinu eftir allt saman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 13:22 Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem þáttastjórnandi í Silfrinu á RÚV. Egill Helgason sér áfram um þáttinn og munu einhverjir hlaupa í skarðið fyrir Fanneyju þar til annar verður varanlega ráðinn. Vísir Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV, sem hún hefur stjórnað ásamt Agli Helgasyni um nokkurt skeið. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við fréttastofu. Sögusagnir um að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið hafa gengið manna á milli um nokkurt skeið en talsverður tími er síðan Fanney stýrði Silfrinu. Greint var frá því á mbl.is þann 24. september síðastliðinn að Fanney væri hætt í Silfrinu og vísað til ágreinings um kjaramál. Skarphéðinn sagði sama dag í samtali við fréttastofu ekki rétt að Fanney væri hætt í Silfrinu. Sjá einnig: Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið „Síðast þegar við ræddum saman var ekkert frágengið í þeim efnum. Síðan þá er sú staða komin upp að hún er ekki lengur í Silfrinu og ekki útlit fyrir að hún verði í því í vetur,“ segir Skarphéðinn. Aðspurður hvort Fanney sé hætt störfum hjá RÚV segir hann það ekki rétt. „Það er ekkert frágengið í þeim efnum, nema það að hún er að vinna að ákveðnu verkefni hjá okkur og er meðal annars að vinna að þáttaröð fyrir RÚV. Þannig að það er ekki rétt að hún sé hætt á RÚV,“ segir Skarphéðinn. Fanney hafi sjálf tekið þessa ákvörðun en óvíst er hvers vegna hún segir skilið við þáttinn. Egill mun sjá um þáttinn í vetur ásamt afleysingafólki. „Það er ekkert frágengið hvort það komi einhver varanlega í staðin fyrir Fanneyju Birnu en eins og staðan er núna verður Egill ekki í öllum þáttum og það verður einhver á móti Agli, það er ekki alveg frágengið. Það verður tilfallandi fram að því að það verði ákveðið hver komi varanlega í staðinn fyrir Fanneyju,“ segir Skarphéðinn. Ekki náðist í Fanneyju við vinnslu fréttarinnar. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Sögusagnir um að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið hafa gengið manna á milli um nokkurt skeið en talsverður tími er síðan Fanney stýrði Silfrinu. Greint var frá því á mbl.is þann 24. september síðastliðinn að Fanney væri hætt í Silfrinu og vísað til ágreinings um kjaramál. Skarphéðinn sagði sama dag í samtali við fréttastofu ekki rétt að Fanney væri hætt í Silfrinu. Sjá einnig: Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið „Síðast þegar við ræddum saman var ekkert frágengið í þeim efnum. Síðan þá er sú staða komin upp að hún er ekki lengur í Silfrinu og ekki útlit fyrir að hún verði í því í vetur,“ segir Skarphéðinn. Aðspurður hvort Fanney sé hætt störfum hjá RÚV segir hann það ekki rétt. „Það er ekkert frágengið í þeim efnum, nema það að hún er að vinna að ákveðnu verkefni hjá okkur og er meðal annars að vinna að þáttaröð fyrir RÚV. Þannig að það er ekki rétt að hún sé hætt á RÚV,“ segir Skarphéðinn. Fanney hafi sjálf tekið þessa ákvörðun en óvíst er hvers vegna hún segir skilið við þáttinn. Egill mun sjá um þáttinn í vetur ásamt afleysingafólki. „Það er ekkert frágengið hvort það komi einhver varanlega í staðin fyrir Fanneyju Birnu en eins og staðan er núna verður Egill ekki í öllum þáttum og það verður einhver á móti Agli, það er ekki alveg frágengið. Það verður tilfallandi fram að því að það verði ákveðið hver komi varanlega í staðinn fyrir Fanneyju,“ segir Skarphéðinn. Ekki náðist í Fanneyju við vinnslu fréttarinnar.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira