Fanney Birna hætt í Silfrinu eftir allt saman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 13:22 Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem þáttastjórnandi í Silfrinu á RÚV. Egill Helgason sér áfram um þáttinn og munu einhverjir hlaupa í skarðið fyrir Fanneyju þar til annar verður varanlega ráðinn. Vísir Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV, sem hún hefur stjórnað ásamt Agli Helgasyni um nokkurt skeið. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við fréttastofu. Sögusagnir um að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið hafa gengið manna á milli um nokkurt skeið en talsverður tími er síðan Fanney stýrði Silfrinu. Greint var frá því á mbl.is þann 24. september síðastliðinn að Fanney væri hætt í Silfrinu og vísað til ágreinings um kjaramál. Skarphéðinn sagði sama dag í samtali við fréttastofu ekki rétt að Fanney væri hætt í Silfrinu. Sjá einnig: Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið „Síðast þegar við ræddum saman var ekkert frágengið í þeim efnum. Síðan þá er sú staða komin upp að hún er ekki lengur í Silfrinu og ekki útlit fyrir að hún verði í því í vetur,“ segir Skarphéðinn. Aðspurður hvort Fanney sé hætt störfum hjá RÚV segir hann það ekki rétt. „Það er ekkert frágengið í þeim efnum, nema það að hún er að vinna að ákveðnu verkefni hjá okkur og er meðal annars að vinna að þáttaröð fyrir RÚV. Þannig að það er ekki rétt að hún sé hætt á RÚV,“ segir Skarphéðinn. Fanney hafi sjálf tekið þessa ákvörðun en óvíst er hvers vegna hún segir skilið við þáttinn. Egill mun sjá um þáttinn í vetur ásamt afleysingafólki. „Það er ekkert frágengið hvort það komi einhver varanlega í staðin fyrir Fanneyju Birnu en eins og staðan er núna verður Egill ekki í öllum þáttum og það verður einhver á móti Agli, það er ekki alveg frágengið. Það verður tilfallandi fram að því að það verði ákveðið hver komi varanlega í staðinn fyrir Fanneyju,“ segir Skarphéðinn. Ekki náðist í Fanneyju við vinnslu fréttarinnar. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Sögusagnir um að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið hafa gengið manna á milli um nokkurt skeið en talsverður tími er síðan Fanney stýrði Silfrinu. Greint var frá því á mbl.is þann 24. september síðastliðinn að Fanney væri hætt í Silfrinu og vísað til ágreinings um kjaramál. Skarphéðinn sagði sama dag í samtali við fréttastofu ekki rétt að Fanney væri hætt í Silfrinu. Sjá einnig: Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið „Síðast þegar við ræddum saman var ekkert frágengið í þeim efnum. Síðan þá er sú staða komin upp að hún er ekki lengur í Silfrinu og ekki útlit fyrir að hún verði í því í vetur,“ segir Skarphéðinn. Aðspurður hvort Fanney sé hætt störfum hjá RÚV segir hann það ekki rétt. „Það er ekkert frágengið í þeim efnum, nema það að hún er að vinna að ákveðnu verkefni hjá okkur og er meðal annars að vinna að þáttaröð fyrir RÚV. Þannig að það er ekki rétt að hún sé hætt á RÚV,“ segir Skarphéðinn. Fanney hafi sjálf tekið þessa ákvörðun en óvíst er hvers vegna hún segir skilið við þáttinn. Egill mun sjá um þáttinn í vetur ásamt afleysingafólki. „Það er ekkert frágengið hvort það komi einhver varanlega í staðin fyrir Fanneyju Birnu en eins og staðan er núna verður Egill ekki í öllum þáttum og það verður einhver á móti Agli, það er ekki alveg frágengið. Það verður tilfallandi fram að því að það verði ákveðið hver komi varanlega í staðinn fyrir Fanneyju,“ segir Skarphéðinn. Ekki náðist í Fanneyju við vinnslu fréttarinnar.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira