Ný Airpods og uppfærð MacBook Pro á kynningu Apple Árni Sæberg skrifar 18. október 2021 20:52 Apple segir nýja MacBook Pro vera þá bestu frá upphafi. Apple Tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar með mikilli viðhöfn í dag. Mest fór fyrir nýjum Airpods 3 heyrnartólum og nýrri kynslóð MacBook Pro fartölvunnar. Nýjustu heyrnartólum Apple er ætlað að brúa bilið milli venjulegra Airpods og hinna dýrari Airpods Pro. Útlit þeirra er líkar Airpods Pro en eldri heyrnartólin hafa ekki verið talin mikið augnakonfekt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5y2YqrlOr4">watch on YouTube</a> Í tilkynningunni segir að heyrnartólin séu mótuð með það í huga að þau passi betur í eyru flestra. Þá séu þau gædd tækni sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfishljóðum til að bæta hljómgæði. Rafhlaða Airpods 3 á að duga til sex klukkutíma afspilunar og hulstur þeirra dugar til fjögurra endurhleðsna og styður þráðlausa hleðslu. Heyrnartólin munu koma til með að kosta 179 Bandaríkjadali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9tobL8U7dQo">watch on YouTube</a> Ný MacBook Pro muni „breyta leiknum“ Apple fullyrðir að nýjasta flaggskip þeirra á fartölvumarkaði sé það besta á markaðnum. „Við einsettum okkur að búa til heimsins bestu fartölvu. Við erum spennt að kynna til leiks glænýja MacBook Pro með M1 Pro og M1 Max örgjörvum. Tölvan er leikbreytandi (e. game-changing) samsetning af öflugri vinnslu, óviðjafnanlegri rafhlöðuendingu og byltingarkenndum eiginleikum,“ sagði Greg Joswiak, yfirmaður í markaðsdeild Apple, á kynningunni í dag. Tölvan inniheldur meðal annars glænýjan XDR skjá, 1080 pixla myndavél, Magsafe 3 hleðslutæki og sex hátalara hljóðkerfi. „Nýja MacBook Pro á sér einfaldlega engan jafningja og er langbesta fartölvan sem við höfum nokkurn tímann framleitt,“ sagði Joswiak. MacBook Pro með fjórtán tommu skjá mun kosta 1.999 Bandaríkjadali en með sextán tommu skjá mun hún kosta 2.499 dali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=861Dt8Fy0IA">watch on YouTube</a> Litríkari HomePod Mini og ódýrari Apple Music Apple tilkynnti einnig að snjallhátalarinn HomePod Mini muni fást í fleiri litum en áður. Litirnir eigi að vera „djarfir og skemmtilegir.“ Þá var einnig kynnt til sögunnar ódýrari útgáfa af tónlistarstreymisveitunni Apple Music. Sú ber heitið Apple Music Voice og mun einungis vera aðgengileg í gegnum Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple. Áskrift að veitunni mun kosta fimm Bandaríkjadali á mánuði. Apple Tækni Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira
Nýjustu heyrnartólum Apple er ætlað að brúa bilið milli venjulegra Airpods og hinna dýrari Airpods Pro. Útlit þeirra er líkar Airpods Pro en eldri heyrnartólin hafa ekki verið talin mikið augnakonfekt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5y2YqrlOr4">watch on YouTube</a> Í tilkynningunni segir að heyrnartólin séu mótuð með það í huga að þau passi betur í eyru flestra. Þá séu þau gædd tækni sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfishljóðum til að bæta hljómgæði. Rafhlaða Airpods 3 á að duga til sex klukkutíma afspilunar og hulstur þeirra dugar til fjögurra endurhleðsna og styður þráðlausa hleðslu. Heyrnartólin munu koma til með að kosta 179 Bandaríkjadali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9tobL8U7dQo">watch on YouTube</a> Ný MacBook Pro muni „breyta leiknum“ Apple fullyrðir að nýjasta flaggskip þeirra á fartölvumarkaði sé það besta á markaðnum. „Við einsettum okkur að búa til heimsins bestu fartölvu. Við erum spennt að kynna til leiks glænýja MacBook Pro með M1 Pro og M1 Max örgjörvum. Tölvan er leikbreytandi (e. game-changing) samsetning af öflugri vinnslu, óviðjafnanlegri rafhlöðuendingu og byltingarkenndum eiginleikum,“ sagði Greg Joswiak, yfirmaður í markaðsdeild Apple, á kynningunni í dag. Tölvan inniheldur meðal annars glænýjan XDR skjá, 1080 pixla myndavél, Magsafe 3 hleðslutæki og sex hátalara hljóðkerfi. „Nýja MacBook Pro á sér einfaldlega engan jafningja og er langbesta fartölvan sem við höfum nokkurn tímann framleitt,“ sagði Joswiak. MacBook Pro með fjórtán tommu skjá mun kosta 1.999 Bandaríkjadali en með sextán tommu skjá mun hún kosta 2.499 dali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=861Dt8Fy0IA">watch on YouTube</a> Litríkari HomePod Mini og ódýrari Apple Music Apple tilkynnti einnig að snjallhátalarinn HomePod Mini muni fást í fleiri litum en áður. Litirnir eigi að vera „djarfir og skemmtilegir.“ Þá var einnig kynnt til sögunnar ódýrari útgáfa af tónlistarstreymisveitunni Apple Music. Sú ber heitið Apple Music Voice og mun einungis vera aðgengileg í gegnum Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple. Áskrift að veitunni mun kosta fimm Bandaríkjadali á mánuði.
Apple Tækni Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira