Ný Airpods og uppfærð MacBook Pro á kynningu Apple Árni Sæberg skrifar 18. október 2021 20:52 Apple segir nýja MacBook Pro vera þá bestu frá upphafi. Apple Tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar með mikilli viðhöfn í dag. Mest fór fyrir nýjum Airpods 3 heyrnartólum og nýrri kynslóð MacBook Pro fartölvunnar. Nýjustu heyrnartólum Apple er ætlað að brúa bilið milli venjulegra Airpods og hinna dýrari Airpods Pro. Útlit þeirra er líkar Airpods Pro en eldri heyrnartólin hafa ekki verið talin mikið augnakonfekt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5y2YqrlOr4">watch on YouTube</a> Í tilkynningunni segir að heyrnartólin séu mótuð með það í huga að þau passi betur í eyru flestra. Þá séu þau gædd tækni sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfishljóðum til að bæta hljómgæði. Rafhlaða Airpods 3 á að duga til sex klukkutíma afspilunar og hulstur þeirra dugar til fjögurra endurhleðsna og styður þráðlausa hleðslu. Heyrnartólin munu koma til með að kosta 179 Bandaríkjadali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9tobL8U7dQo">watch on YouTube</a> Ný MacBook Pro muni „breyta leiknum“ Apple fullyrðir að nýjasta flaggskip þeirra á fartölvumarkaði sé það besta á markaðnum. „Við einsettum okkur að búa til heimsins bestu fartölvu. Við erum spennt að kynna til leiks glænýja MacBook Pro með M1 Pro og M1 Max örgjörvum. Tölvan er leikbreytandi (e. game-changing) samsetning af öflugri vinnslu, óviðjafnanlegri rafhlöðuendingu og byltingarkenndum eiginleikum,“ sagði Greg Joswiak, yfirmaður í markaðsdeild Apple, á kynningunni í dag. Tölvan inniheldur meðal annars glænýjan XDR skjá, 1080 pixla myndavél, Magsafe 3 hleðslutæki og sex hátalara hljóðkerfi. „Nýja MacBook Pro á sér einfaldlega engan jafningja og er langbesta fartölvan sem við höfum nokkurn tímann framleitt,“ sagði Joswiak. MacBook Pro með fjórtán tommu skjá mun kosta 1.999 Bandaríkjadali en með sextán tommu skjá mun hún kosta 2.499 dali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=861Dt8Fy0IA">watch on YouTube</a> Litríkari HomePod Mini og ódýrari Apple Music Apple tilkynnti einnig að snjallhátalarinn HomePod Mini muni fást í fleiri litum en áður. Litirnir eigi að vera „djarfir og skemmtilegir.“ Þá var einnig kynnt til sögunnar ódýrari útgáfa af tónlistarstreymisveitunni Apple Music. Sú ber heitið Apple Music Voice og mun einungis vera aðgengileg í gegnum Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple. Áskrift að veitunni mun kosta fimm Bandaríkjadali á mánuði. Apple Tækni Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýjustu heyrnartólum Apple er ætlað að brúa bilið milli venjulegra Airpods og hinna dýrari Airpods Pro. Útlit þeirra er líkar Airpods Pro en eldri heyrnartólin hafa ekki verið talin mikið augnakonfekt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5y2YqrlOr4">watch on YouTube</a> Í tilkynningunni segir að heyrnartólin séu mótuð með það í huga að þau passi betur í eyru flestra. Þá séu þau gædd tækni sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfishljóðum til að bæta hljómgæði. Rafhlaða Airpods 3 á að duga til sex klukkutíma afspilunar og hulstur þeirra dugar til fjögurra endurhleðsna og styður þráðlausa hleðslu. Heyrnartólin munu koma til með að kosta 179 Bandaríkjadali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9tobL8U7dQo">watch on YouTube</a> Ný MacBook Pro muni „breyta leiknum“ Apple fullyrðir að nýjasta flaggskip þeirra á fartölvumarkaði sé það besta á markaðnum. „Við einsettum okkur að búa til heimsins bestu fartölvu. Við erum spennt að kynna til leiks glænýja MacBook Pro með M1 Pro og M1 Max örgjörvum. Tölvan er leikbreytandi (e. game-changing) samsetning af öflugri vinnslu, óviðjafnanlegri rafhlöðuendingu og byltingarkenndum eiginleikum,“ sagði Greg Joswiak, yfirmaður í markaðsdeild Apple, á kynningunni í dag. Tölvan inniheldur meðal annars glænýjan XDR skjá, 1080 pixla myndavél, Magsafe 3 hleðslutæki og sex hátalara hljóðkerfi. „Nýja MacBook Pro á sér einfaldlega engan jafningja og er langbesta fartölvan sem við höfum nokkurn tímann framleitt,“ sagði Joswiak. MacBook Pro með fjórtán tommu skjá mun kosta 1.999 Bandaríkjadali en með sextán tommu skjá mun hún kosta 2.499 dali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=861Dt8Fy0IA">watch on YouTube</a> Litríkari HomePod Mini og ódýrari Apple Music Apple tilkynnti einnig að snjallhátalarinn HomePod Mini muni fást í fleiri litum en áður. Litirnir eigi að vera „djarfir og skemmtilegir.“ Þá var einnig kynnt til sögunnar ódýrari útgáfa af tónlistarstreymisveitunni Apple Music. Sú ber heitið Apple Music Voice og mun einungis vera aðgengileg í gegnum Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple. Áskrift að veitunni mun kosta fimm Bandaríkjadali á mánuði.
Apple Tækni Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira