Yulia Peresild, sem leikur skurðlækni í kvikmyndinni sem er sendur í geimstöðina til að hlúa að fárveikum geimfara, gekk í gær út úr Soyus geimflauginni og var svo borin á næsta tökustað þar sem hún hélt áfram að leika næstu senu myndarinnar.
Auk Peresild og leikstjórans Klims Shipenko sneri geimfarinn Oleg Novitskiy aftur til jarðar eftir 191 dags dvöl í geimnum. Auk þess að vera geimfari er hann nú orðinn leikari, en hann fer með hlutverk fárveika geimfarans sem Peresild þarf að koma til bjargar í kvikmyndinni.
Að loknum lokatökum á jörðu niðri, strax eftir lendingu, voru þremenningarnir fluttir í sjúkratjald þar sem þau gengust undir læknisskoðun áður en þeim var svo flogið til Karaganda og þaðan til Star City, nærri Moskvu.