Þjónar gengu út af Snaps í síðustu viku: „Það er engan bilbug á okkur að finna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Árni Sæberg skrifa 15. október 2021 20:39 Þórir Helgi Bergsson er nýr rekstrarstjóri Snaps. Vísir Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg sagði starfi sínu lausu á dögunum vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í samtali við Vísi í vikunni sögðu fyrrverandi starfsmenn óánægjuna snúa að launakjörum, undirmönnum og samskiptavanda eftir stjórnendaskipi. Um síðustu helgi gengu þjónar út á miðri vakt og gengu gestir því í störf til þess að létta undir með starfsfólki. Þegar fréttastofa leit við á Snaps í kvöld virtist allt vera með besta móti, setið var í hverju sæti og gestir virtust hreinlega streyma inn um dyrnar. Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að síðasta laugardagskvöld hafa verið ótrúlegt enda hefði hann ekki, í öllum sínum veitingarekstri, lent í öðru eins. Hann segist hafa þurft að standa vaktina einn með tvöfalda bókun. „En þetta var bara eitthvað sem gerðist, það voru starfsmenn sem voru ekki ánægðir og þau ákváðu að það væri best að ganga út, gerður það klukkan fimm á laugardegi. Það kom mér hrikalega illa en að sama skapi þá bara var það þannig, segir Þórir Helgi. Biður kúnna afsökunar Hann segir það hafa verið mikið mál að bregðast við stöðunni sem upp kom síðastliðið laugardagskvöld en að það hafi verið gert og það starfsfólk sem eftir stóð hafi gert sitt besta. „Ég segi frekar bara afsakið til kúnnanna okkar að þetta hafi gerst en svona gerast hlutirnir stundum. En það er engan bilbug á okkur að finna og við bara höldum ótrauð áfram og erum bara gamla góða Snaps,“ segir Þórir Helgi og bendir á sneisafullan veitingasal sér að baki. Engar breytingar í vændum Þórir Helgi er nýtekinn við stöðu rekstrarstjóra Snaps en hann segir engar breytingar vera í kortunum enda sé staðurinn búinn að stimpla sig inn sem veitingastað miðbæjarins. „Fólkið í hverfinu kemur, það eru fastakúnnar. Það er bara stórkostleg stemning sem myndast alltaf í kringum þennan stað og auðvitað vil ég halda í það eins mikið og ég get,“ segir Þórir Helgi að lokum. Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Um síðustu helgi gengu þjónar út á miðri vakt og gengu gestir því í störf til þess að létta undir með starfsfólki. Þegar fréttastofa leit við á Snaps í kvöld virtist allt vera með besta móti, setið var í hverju sæti og gestir virtust hreinlega streyma inn um dyrnar. Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að síðasta laugardagskvöld hafa verið ótrúlegt enda hefði hann ekki, í öllum sínum veitingarekstri, lent í öðru eins. Hann segist hafa þurft að standa vaktina einn með tvöfalda bókun. „En þetta var bara eitthvað sem gerðist, það voru starfsmenn sem voru ekki ánægðir og þau ákváðu að það væri best að ganga út, gerður það klukkan fimm á laugardegi. Það kom mér hrikalega illa en að sama skapi þá bara var það þannig, segir Þórir Helgi. Biður kúnna afsökunar Hann segir það hafa verið mikið mál að bregðast við stöðunni sem upp kom síðastliðið laugardagskvöld en að það hafi verið gert og það starfsfólk sem eftir stóð hafi gert sitt besta. „Ég segi frekar bara afsakið til kúnnanna okkar að þetta hafi gerst en svona gerast hlutirnir stundum. En það er engan bilbug á okkur að finna og við bara höldum ótrauð áfram og erum bara gamla góða Snaps,“ segir Þórir Helgi og bendir á sneisafullan veitingasal sér að baki. Engar breytingar í vændum Þórir Helgi er nýtekinn við stöðu rekstrarstjóra Snaps en hann segir engar breytingar vera í kortunum enda sé staðurinn búinn að stimpla sig inn sem veitingastað miðbæjarins. „Fólkið í hverfinu kemur, það eru fastakúnnar. Það er bara stórkostleg stemning sem myndast alltaf í kringum þennan stað og auðvitað vil ég halda í það eins mikið og ég get,“ segir Þórir Helgi að lokum.
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira