Hrökk upp við að loftsteinn lenti í rúminu Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2021 13:46 Eldhnöttur sást yfir Kanada nóttina sem loftsteinn fór í gegnum þak Ruth Hamilton og lenti í rúmi hennar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kanadísk kona slapp með skrekkinn þegar loftsteinn hrapaði í gegnum þakið á húsi hennar og lenti í rúminu við hliðina á henni. Ruth Hamilton vaknaði með látum á heimili hennar í Bresku Kólumbíu fyrr í mánuðinum en hún hélt fyrst að tré hefði fallið á húsið. Hamilton hringdi í neyðarlínuna eftir að hún sá gatið á þakinu og á meðan hún talaði við starfsmann neyðarlínunnar tók hún eftir svörtum hlut á milli kodda hennar. Fyrst hélt Hamilton og lögregluþjónn sem mætti til hennar að steinninn hefði borist frá nærliggjandi framkvæmdum en þar á bæ sögðust menn ekkert hafa verið að sprengja. Hins vegar bentu þeir á að sprenging hefði sést á himni yfir svæðinu. Þá áttuðu þau sig á því að steinninn hefði líklegast fallið af himnum ofan. Það var svo staðfest af vísindamönnum. Í samtali við Vancouver Sun sagðist Hamilton hafa verið í áfalli. Líkurnar á atviki sem þessu væru gífurlega litlar og hún væri þakklát fyrir að hafa ekki dáið eða slasast. Steinninn er um 1,2 kíló að þyngd og á stærð við hnefa. Fjölmargir loftsteinar lenda á jörðinni á degi hverjum. Íbúar Golden, sem er bær í hundraða kílómetra fjarlægð frá heimili Hamilton, vöknuðu við háværar sprengingar sömu nótt og loftsteinninn lendi í rúminu. Þá sást eldhnöttur á himnum og er talið líklegt að loftsteinninn sem um ræðir hafi komið þaðan. New York Times segir loftsteina hafa lent á húsum áður og í görðum. Sérfræðingur segir það þó gífurlega ólíklegt. Það séu um það bil einn á móti 100 milljörðum að loftsteinn lendi á húsi og í rúmi einhvers. Annar loftsteinn sem talinn er vera úr sama stærri grjóti og steinninn sem lenti í rúmi Hamilton fannst á akri skammt frá heimili hennar. Hamilton segist ætla að eiga loftsteininn. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS um loftsteininn og meðal annars nokkrar myndir úr svefnherbergi Hamilton. Kanada Geimurinn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Hamilton hringdi í neyðarlínuna eftir að hún sá gatið á þakinu og á meðan hún talaði við starfsmann neyðarlínunnar tók hún eftir svörtum hlut á milli kodda hennar. Fyrst hélt Hamilton og lögregluþjónn sem mætti til hennar að steinninn hefði borist frá nærliggjandi framkvæmdum en þar á bæ sögðust menn ekkert hafa verið að sprengja. Hins vegar bentu þeir á að sprenging hefði sést á himni yfir svæðinu. Þá áttuðu þau sig á því að steinninn hefði líklegast fallið af himnum ofan. Það var svo staðfest af vísindamönnum. Í samtali við Vancouver Sun sagðist Hamilton hafa verið í áfalli. Líkurnar á atviki sem þessu væru gífurlega litlar og hún væri þakklát fyrir að hafa ekki dáið eða slasast. Steinninn er um 1,2 kíló að þyngd og á stærð við hnefa. Fjölmargir loftsteinar lenda á jörðinni á degi hverjum. Íbúar Golden, sem er bær í hundraða kílómetra fjarlægð frá heimili Hamilton, vöknuðu við háværar sprengingar sömu nótt og loftsteinninn lendi í rúminu. Þá sást eldhnöttur á himnum og er talið líklegt að loftsteinninn sem um ræðir hafi komið þaðan. New York Times segir loftsteina hafa lent á húsum áður og í görðum. Sérfræðingur segir það þó gífurlega ólíklegt. Það séu um það bil einn á móti 100 milljörðum að loftsteinn lendi á húsi og í rúmi einhvers. Annar loftsteinn sem talinn er vera úr sama stærri grjóti og steinninn sem lenti í rúmi Hamilton fannst á akri skammt frá heimili hennar. Hamilton segist ætla að eiga loftsteininn. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS um loftsteininn og meðal annars nokkrar myndir úr svefnherbergi Hamilton.
Kanada Geimurinn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira