Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir árásarmanninum í Kongsberg Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 11:19 Espen Andersen Bråthen er 37 ára gamall. Hann sést hér á skjáskoti úr myndbandi frá 2017. Héraðsdómstóll í Buskerud í Noregi úrskurðaði karlmann á fertugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald í morgun vegna fjöldamorðsins í Kongsberg á miðvikudag. Maðurinn verður látinn sæta einangrunarvist fyrstu tvær vikurnar. Espen Andersen Bråthen, 37 ára gamall danskur karlmaður, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en önnur fórnarlömb hans fundust inn á heimilum. Bråthen, sem var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, verður bannað að senda og taka á móti bréfum og að fá heimsóknir á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Þá verður hann í fjölmiðlabanni, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að Bråthen hafi verið yfirheyrður tvisvar en óljóst sé hvort hann verði talinn sakhæfur. Æskuvinur hans er sagður hafa varað lögreglu við því að hann gæti verið hættulegur öðrum fyrir fjórum árum. Þá er hann sagður hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur ættingjum sínum eftir að hann hótaði að drepa annan þeirra í fyrra. Lögfræðingur lögreglunnar greindi frá því að Bråthen hefði verið færður á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Árásin hófst í verslun Coop Extra í miðborg Kongsberg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Bråthen. Hann skaut þá að þeim með boga og örvum. Náði hann að komast undan lögreglumönnunum en var handtekinn um hálftíma síðar. Lögregla telur að hann hafi framið flest eða öll morðin eftir að hann flúði fyrst undan lögregluþjónunum. Ole Bredrup Sæverud, lögreglustjóri í suðausturumdæmi, segir að mögulega muni lögreglan tilkynna sjálfa sig eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Komi fram upplýsingar sem bendi til þess að rannsaka þurfi aðgerðir lögreglu í málinu verði þeim komið áleiðis. Lögregluþjónar skutu viðvörunarskotum að Bråthen. Algengt er að eftirlitsnefnd taki mál til rannsóknar í slíkum tilfellum. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Espen Andersen Bråthen, 37 ára gamall danskur karlmaður, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en önnur fórnarlömb hans fundust inn á heimilum. Bråthen, sem var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, verður bannað að senda og taka á móti bréfum og að fá heimsóknir á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Þá verður hann í fjölmiðlabanni, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að Bråthen hafi verið yfirheyrður tvisvar en óljóst sé hvort hann verði talinn sakhæfur. Æskuvinur hans er sagður hafa varað lögreglu við því að hann gæti verið hættulegur öðrum fyrir fjórum árum. Þá er hann sagður hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur ættingjum sínum eftir að hann hótaði að drepa annan þeirra í fyrra. Lögfræðingur lögreglunnar greindi frá því að Bråthen hefði verið færður á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Árásin hófst í verslun Coop Extra í miðborg Kongsberg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Bråthen. Hann skaut þá að þeim með boga og örvum. Náði hann að komast undan lögreglumönnunum en var handtekinn um hálftíma síðar. Lögregla telur að hann hafi framið flest eða öll morðin eftir að hann flúði fyrst undan lögregluþjónunum. Ole Bredrup Sæverud, lögreglustjóri í suðausturumdæmi, segir að mögulega muni lögreglan tilkynna sjálfa sig eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Komi fram upplýsingar sem bendi til þess að rannsaka þurfi aðgerðir lögreglu í málinu verði þeim komið áleiðis. Lögregluþjónar skutu viðvörunarskotum að Bråthen. Algengt er að eftirlitsnefnd taki mál til rannsóknar í slíkum tilfellum.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira