Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir árásarmanninum í Kongsberg Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 11:19 Espen Andersen Bråthen er 37 ára gamall. Hann sést hér á skjáskoti úr myndbandi frá 2017. Héraðsdómstóll í Buskerud í Noregi úrskurðaði karlmann á fertugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald í morgun vegna fjöldamorðsins í Kongsberg á miðvikudag. Maðurinn verður látinn sæta einangrunarvist fyrstu tvær vikurnar. Espen Andersen Bråthen, 37 ára gamall danskur karlmaður, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en önnur fórnarlömb hans fundust inn á heimilum. Bråthen, sem var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, verður bannað að senda og taka á móti bréfum og að fá heimsóknir á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Þá verður hann í fjölmiðlabanni, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að Bråthen hafi verið yfirheyrður tvisvar en óljóst sé hvort hann verði talinn sakhæfur. Æskuvinur hans er sagður hafa varað lögreglu við því að hann gæti verið hættulegur öðrum fyrir fjórum árum. Þá er hann sagður hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur ættingjum sínum eftir að hann hótaði að drepa annan þeirra í fyrra. Lögfræðingur lögreglunnar greindi frá því að Bråthen hefði verið færður á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Árásin hófst í verslun Coop Extra í miðborg Kongsberg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Bråthen. Hann skaut þá að þeim með boga og örvum. Náði hann að komast undan lögreglumönnunum en var handtekinn um hálftíma síðar. Lögregla telur að hann hafi framið flest eða öll morðin eftir að hann flúði fyrst undan lögregluþjónunum. Ole Bredrup Sæverud, lögreglustjóri í suðausturumdæmi, segir að mögulega muni lögreglan tilkynna sjálfa sig eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Komi fram upplýsingar sem bendi til þess að rannsaka þurfi aðgerðir lögreglu í málinu verði þeim komið áleiðis. Lögregluþjónar skutu viðvörunarskotum að Bråthen. Algengt er að eftirlitsnefnd taki mál til rannsóknar í slíkum tilfellum. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Espen Andersen Bråthen, 37 ára gamall danskur karlmaður, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en önnur fórnarlömb hans fundust inn á heimilum. Bråthen, sem var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, verður bannað að senda og taka á móti bréfum og að fá heimsóknir á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Þá verður hann í fjölmiðlabanni, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að Bråthen hafi verið yfirheyrður tvisvar en óljóst sé hvort hann verði talinn sakhæfur. Æskuvinur hans er sagður hafa varað lögreglu við því að hann gæti verið hættulegur öðrum fyrir fjórum árum. Þá er hann sagður hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur ættingjum sínum eftir að hann hótaði að drepa annan þeirra í fyrra. Lögfræðingur lögreglunnar greindi frá því að Bråthen hefði verið færður á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Árásin hófst í verslun Coop Extra í miðborg Kongsberg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Bråthen. Hann skaut þá að þeim með boga og örvum. Náði hann að komast undan lögreglumönnunum en var handtekinn um hálftíma síðar. Lögregla telur að hann hafi framið flest eða öll morðin eftir að hann flúði fyrst undan lögregluþjónunum. Ole Bredrup Sæverud, lögreglustjóri í suðausturumdæmi, segir að mögulega muni lögreglan tilkynna sjálfa sig eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Komi fram upplýsingar sem bendi til þess að rannsaka þurfi aðgerðir lögreglu í málinu verði þeim komið áleiðis. Lögregluþjónar skutu viðvörunarskotum að Bråthen. Algengt er að eftirlitsnefnd taki mál til rannsóknar í slíkum tilfellum.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira