Þetta kemur fram í fréttum á vef BBC og Al Jazeera.
Sjónvarvottar bera að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða þar sem tveir árásarmenn hafi sprengt sig í loft upp við öryggishlið og tveir til viðbótar hafi þá hlaupið inn í moskuna og sprengt sig þar.
Samkvæmt heimildum BBC er búist við að staðbundin deild samtakanna sem kenna sig við hið Íslamska ríki muni lýsa ábyrgð á hendur sér. Hryðjuverkahópurinn kallar sig IS-K og treður illsakir við Talibana.
Expecting IS-K to again claim responsibility for another awful bombing targeting Shias
— Secunder Kermani (@SecKermani) October 15, 2021
With the first major attack in the north (Kunduz last Friday), and now Kandahar in the south, it would seem IS-K is branching out… previously attacks largely centred around Kabul / east Afg https://t.co/BMij9HcqJY
Í frétt AFP kemur fram að um það bil 10% Afgana eru Sjítar, en margir þeirra eru einnig af ætt Hazara, sem hafa sætt ofsóknum um árabil.
Mörg hryðjuverk hafa verið framin í landinu síðan Talibanar tóku þar öll völd í ágúst, síðast fyrir viku þar sem að minnsta kosti 50 létust í sprengingu í mosku í borginni Kunduz.
Fréttin var uppfærð með upplýsingum um fjölda látinna og slasaðra og atburðarás.