Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Eiður Þór Árnason skrifar 14. október 2021 09:51 Hagfræðideild Landsbankans telur að það muni draga úr hækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. Verðbólga mældist 4,4% í september og hækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þar voru áhrif reiknaðrar húsaleigu voru umtalsvert meiri en hagfræðideild Landsbankans reiknaði með en á móti lækkuðu flugfargjöld meira. „Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Bankinn telur að draga muni úr verðhækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum sem muni styðja við hjöðnun verðbólgunnar. Í september hækkaði húsnæðisverð í vísitölunni um 1,75% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um tæplega 1,72%, en áhrif vaxtabreytinga voru tæplega 0,03%. „Þetta var mun meiri hækkun reiknaðrar húsaleigu en við áttum von á. Við spáðum því að hún myndi hækka um 0,8%. Við eigum von á að það dragi úr hækkunartakti húsnæðisverðs og að áhrif vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaða húsaleigu hverfi alveg næstu mánuði. Áhrif lækkandi íbúðarlánavaxta á undanförnum misserum hafa dregið úr verðbólgu í gegnum reiknaða húsaleigu. Hækkun vaxta á íbúðalánum munu því að sama skapi hafa áhrif til aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði eftir að faraldurinn skall á. Vísir/Vilhelm Verðbólga nái hámarki í desember Töluverð óvissa er sögð vera um þróun verðbólgunnar næstu misseri. Ef litið er lengra fram í tímann gerir hagfræðideildin ráð fyrir að verðbólga bæði með og án húsnæðis nái hámarki í desember. Síðan muni draga nokkuð hratt úr verðbólgu á báða þessa mælikvarða. Miklar hækkanir hafa verið á bensíni og dísilolíu að undanförnu samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Hagfræðideildin spáir því að verð á bensíni og dísilolíu hækki um 3,5% í október og 2,4% í nóvember. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða hækkun á dælueldsneyti verða tæp 24% í nóvember. Á þessu tímabili mun heimsmarkaðsverð olíu hafa hækkað um 86%. Minni hækkun á eldsneyti á dælu skýrist af því að hluti af opinberum gjöldum er föst krónutala. Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Verðbólga mældist 4,4% í september og hækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þar voru áhrif reiknaðrar húsaleigu voru umtalsvert meiri en hagfræðideild Landsbankans reiknaði með en á móti lækkuðu flugfargjöld meira. „Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Bankinn telur að draga muni úr verðhækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum sem muni styðja við hjöðnun verðbólgunnar. Í september hækkaði húsnæðisverð í vísitölunni um 1,75% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um tæplega 1,72%, en áhrif vaxtabreytinga voru tæplega 0,03%. „Þetta var mun meiri hækkun reiknaðrar húsaleigu en við áttum von á. Við spáðum því að hún myndi hækka um 0,8%. Við eigum von á að það dragi úr hækkunartakti húsnæðisverðs og að áhrif vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaða húsaleigu hverfi alveg næstu mánuði. Áhrif lækkandi íbúðarlánavaxta á undanförnum misserum hafa dregið úr verðbólgu í gegnum reiknaða húsaleigu. Hækkun vaxta á íbúðalánum munu því að sama skapi hafa áhrif til aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði eftir að faraldurinn skall á. Vísir/Vilhelm Verðbólga nái hámarki í desember Töluverð óvissa er sögð vera um þróun verðbólgunnar næstu misseri. Ef litið er lengra fram í tímann gerir hagfræðideildin ráð fyrir að verðbólga bæði með og án húsnæðis nái hámarki í desember. Síðan muni draga nokkuð hratt úr verðbólgu á báða þessa mælikvarða. Miklar hækkanir hafa verið á bensíni og dísilolíu að undanförnu samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Hagfræðideildin spáir því að verð á bensíni og dísilolíu hækki um 3,5% í október og 2,4% í nóvember. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða hækkun á dælueldsneyti verða tæp 24% í nóvember. Á þessu tímabili mun heimsmarkaðsverð olíu hafa hækkað um 86%. Minni hækkun á eldsneyti á dælu skýrist af því að hluti af opinberum gjöldum er föst krónutala.
Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira