Umfjöllun: FH - Víkingur 31-24 | Stigalausir nýliðar töpuðu í Krikanum Björgvin Helgi Hannesson skrifar 13. október 2021 21:00 Egill Magnússon skoraði 10 mörk í liði FH í kvöld. vísir/vilhelm FH tók á móti nýliðum Víkings í eina leik kvöldsins í Olís-deild karla í handbolta. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu heimamenn af í síðari hálfleik og unnu sjö marka sigur, lokatölur 31-24. Þetta var annar sigur FH í röð og eru þeir nú komnir með sex stig. Víkingar byrjuðu leikinn mjög sterkt. Eftir 19 mínútna leik var staðan 8-9 fyrir Víkingum og Jóhann Reynir strax kominn með 7 mörk. Jovan Kukobat átti einnig frábæran fyrri hálfleik með 44 prósent markvörslu. FH rifu sig upp fyrir lok hálfleiks með Egil Magnússon í broddi fylkingar. Hálfleikstölur, 13-12 fyrir FH. Víkingar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiksins og staðan þa 13-13. Eftir það gáfu FH settu FH í fimmta gír en um miðjan seinni hálfleikinn var staðan orðin 23-16 heimamönnum í vil. Víkingar áttu aldrei breik eftir það. Lokatölur í Krikanum, 31-24 fyrir FH. Af hverju vann FH? Í dag sást hversu töluvert sterkari hóp FH eru með en eftir 45 mínútna leik var eins og blaðran væri sprungin hjá Víkingum eftir flottan fyrri hálfleik. Eins má nefna að Víkingum vantar fleiri topp markaskorara. Fimm leikmenn FH voru með 4 mörk eða meira en Jóhann Reynir einn í Víkings liðinu. Hverjir stóðu upp úr? Í liði FH var Egill Magnússon yfirburðar maður með 9 mörk ásamt nokkrum stoðsendingum. Phil Döhler átti einnig flottan leik en hann var með 14 skot varin í markinu. Jóhann Reynir og Jovan Kukobat voru langbestir í liði Víkinga en Jóhann Reynir skoraði 11 mörk og Jovan var með 15 bolta varða. Hvað gekk illa? Sókn Víkinga var mjög döpur í heild sinni í seinni hálfleik og markaskorun. Mikið var um tapaða bolta og ótímabær skot. Hvað gerist næst? Víkingar fá Frammara í heimsókn í víkina sunnudaginn 24.október. Leikurinn hefst klukkan 18:00. FH spilar ekki fyrr en föstudaginn 29.október. Leikurinn byrjar 19:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Handbolti Íslenski handboltinn
FH tók á móti nýliðum Víkings í eina leik kvöldsins í Olís-deild karla í handbolta. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu heimamenn af í síðari hálfleik og unnu sjö marka sigur, lokatölur 31-24. Þetta var annar sigur FH í röð og eru þeir nú komnir með sex stig. Víkingar byrjuðu leikinn mjög sterkt. Eftir 19 mínútna leik var staðan 8-9 fyrir Víkingum og Jóhann Reynir strax kominn með 7 mörk. Jovan Kukobat átti einnig frábæran fyrri hálfleik með 44 prósent markvörslu. FH rifu sig upp fyrir lok hálfleiks með Egil Magnússon í broddi fylkingar. Hálfleikstölur, 13-12 fyrir FH. Víkingar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiksins og staðan þa 13-13. Eftir það gáfu FH settu FH í fimmta gír en um miðjan seinni hálfleikinn var staðan orðin 23-16 heimamönnum í vil. Víkingar áttu aldrei breik eftir það. Lokatölur í Krikanum, 31-24 fyrir FH. Af hverju vann FH? Í dag sást hversu töluvert sterkari hóp FH eru með en eftir 45 mínútna leik var eins og blaðran væri sprungin hjá Víkingum eftir flottan fyrri hálfleik. Eins má nefna að Víkingum vantar fleiri topp markaskorara. Fimm leikmenn FH voru með 4 mörk eða meira en Jóhann Reynir einn í Víkings liðinu. Hverjir stóðu upp úr? Í liði FH var Egill Magnússon yfirburðar maður með 9 mörk ásamt nokkrum stoðsendingum. Phil Döhler átti einnig flottan leik en hann var með 14 skot varin í markinu. Jóhann Reynir og Jovan Kukobat voru langbestir í liði Víkinga en Jóhann Reynir skoraði 11 mörk og Jovan var með 15 bolta varða. Hvað gekk illa? Sókn Víkinga var mjög döpur í heild sinni í seinni hálfleik og markaskorun. Mikið var um tapaða bolta og ótímabær skot. Hvað gerist næst? Víkingar fá Frammara í heimsókn í víkina sunnudaginn 24.október. Leikurinn hefst klukkan 18:00. FH spilar ekki fyrr en föstudaginn 29.október. Leikurinn byrjar 19:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti