Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2021 14:45 Þrjú fyrirtæki og þrjár kynningar í næstu viku. EPA Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð. Apple byrjar á mánudaginn í næstu viku. Þá heldur fyrirtækið kynningu sem nefnist Unleashed. Greg Joswiak, markaðsstjóri Apple opinberaði kynninguna á Twitter í gær. The Verge segir að Apple muni væntanlega kynna nýjar tölvur og mögulega ný heyrnartól. Unleashed! These next six days are going to speed by. #AppleEvent pic.twitter.com/0ops2bVPvl— Greg Joswiak (@gregjoz) October 12, 2021 Google ætlar að kynna nýja Pixel-farsíma á þriðjudaginn í næstu viku. Fyrirtækið opinberaði nýverið tilvist Pixel 5A og Pixel 6 en svo virðist sem starfsmenn Google hafi meira um á að segja. Kynning Google kallas Pixel Fall Launch og hefur fyrirtækið gert sérstaka síðu fyrir það. Upplýsingum um búnað beggja símana hefur þegar verið lekið á netið. Gizmodo fór yfir þær upplýsingar og þar á meðal það að símarnir eiga báðir að vera með 50 mp aðalmyndavélar. Samsung, tæknirisinn frá Suður-Kóreu, boðaði svo í nótt til kynningar á miðvikudaginn í næstu viku. Sú kynning ber titilinn Galaxy Unpacked Part 2, eins og sjá má í kynningunni hér að ofan. Nokkur óvissa ríkir meðal tækniblaðamanna ytra sem eru ekki vissir um hvað til standi að sýna á kynningu Samsung. Ólíklegt þyki að nýir símar verði kynntir og með tilliti til „part 2“ hluta nafns kynningarinnar þykir tækniblaðamönnum líklegra að Samsung ætli að kynna nýjungar í tengslum við tæki sem eru þegar í sölu. Mögulega verði nýir litir síma kynntir og breytingar á hugbúnaði í símum Samsung. Uppfært: Fyrri fyrirsögn fréttarinnar var Tæknirisarnir keppast eitthvað næstu viku. Þetta var vinnutitill sem hefur verið breytt. Tækni Apple Google Samsung Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Apple byrjar á mánudaginn í næstu viku. Þá heldur fyrirtækið kynningu sem nefnist Unleashed. Greg Joswiak, markaðsstjóri Apple opinberaði kynninguna á Twitter í gær. The Verge segir að Apple muni væntanlega kynna nýjar tölvur og mögulega ný heyrnartól. Unleashed! These next six days are going to speed by. #AppleEvent pic.twitter.com/0ops2bVPvl— Greg Joswiak (@gregjoz) October 12, 2021 Google ætlar að kynna nýja Pixel-farsíma á þriðjudaginn í næstu viku. Fyrirtækið opinberaði nýverið tilvist Pixel 5A og Pixel 6 en svo virðist sem starfsmenn Google hafi meira um á að segja. Kynning Google kallas Pixel Fall Launch og hefur fyrirtækið gert sérstaka síðu fyrir það. Upplýsingum um búnað beggja símana hefur þegar verið lekið á netið. Gizmodo fór yfir þær upplýsingar og þar á meðal það að símarnir eiga báðir að vera með 50 mp aðalmyndavélar. Samsung, tæknirisinn frá Suður-Kóreu, boðaði svo í nótt til kynningar á miðvikudaginn í næstu viku. Sú kynning ber titilinn Galaxy Unpacked Part 2, eins og sjá má í kynningunni hér að ofan. Nokkur óvissa ríkir meðal tækniblaðamanna ytra sem eru ekki vissir um hvað til standi að sýna á kynningu Samsung. Ólíklegt þyki að nýir símar verði kynntir og með tilliti til „part 2“ hluta nafns kynningarinnar þykir tækniblaðamönnum líklegra að Samsung ætli að kynna nýjungar í tengslum við tæki sem eru þegar í sölu. Mögulega verði nýir litir síma kynntir og breytingar á hugbúnaði í símum Samsung. Uppfært: Fyrri fyrirsögn fréttarinnar var Tæknirisarnir keppast eitthvað næstu viku. Þetta var vinnutitill sem hefur verið breytt.
Tækni Apple Google Samsung Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira