Skikkuð í sóttkví í Bretlandi þrátt fyrir að hún sé fullbólusett Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 07:00 Þorgerður María Þorbjarnardóttir fékk skilaboð um að hún þyrfti í tíu daga sóttkví á mánudag. Hún er fullbólusett en aðeins fólk sem var bólusett í Bretlandi er undanþegið sóttkví þegar það er útsett fyrir smiti. Samsett/Getty Ung íslensk kona er á meðal fjölda erlendra háskólanema á heimavist í Cambridge á Englandi sem hefur verið settur í sóttkví vegna smits sem kom upp þar. Hún þarf að vera tíu daga í sóttkví þrátt fyrir að hún sé bólusett og breskar reglur segi að bólusettir þurfi ekki að fara í sóttkví í tilvikum sem þessum. Eftir að slakað var á reglum um sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á Englandi í sumar þurfa þeir sem eru fullbólusettir þar ekki lengur að fara í tíu daga sóttkví þó að þeir hafi verið útsettir fyrir smiti. Á upplýsingasíðu bresku heilbrigðisstofnunarinnar NHS er talað um að þetta eigi við um þá sem hafa tekið þátt í bólusetningaráætlun breskra stjórnvalda. Reglurnar leiddu til þeirrar skringilegu stöðu að þegar einn íbúi á heimavistinni þar sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir býr á í Cambridge greindist smitaður af kórónuveirunni á sunnudag þurfti nærri því heill stigagangur að fara í sóttkví, sama hvort þeir væru bólusettir eða ekki. Það er að segja allir nema bresk stúlka sem var bólusett í heimalandinu. „Eiginlega allur stigagangurinn hérna er í sóttkví því að það er bara ein manneskja hér frá Bretlandi. Hún er eiginlega að fara í búð fyrir okkur öll en er alveg jafn útsett og við, bara bólusett hér,“ segir Þorgerður María. Skemmtilegar fréttir frá meginlandinu! Strákur sem ég deili eldhúsi með er með covid og af því að ég er ekki bólusett Í bretlandi (þrátt fyrir að vera með samþykkta bólusetningu hér) þarf ég að fara í 10 daga sóttkví :D— Þorgerður María Þorbjarnardóttir (@stelpurofan) October 11, 2021 Há sekt liggur við brotum á sóttkví Í samtali við Vísi segir Þorgerður María, sem var fyrst bólusett með Jansen-bóluefninu á Íslandi og fékk síðar örvunarskammt í ágúst, að hún hafi sjálf farið í sóttkví eftir að strákurinn sem greindist smitaður lét hana vita af því á sunnudag. Þau deila litlu eldhúsi á heimavistinni ásamt níu öðrum íbúum en Þorgerður María segist lítið hafa notað það. Hvorki hún néð aðrir á heimavistinni hafi verið viss um hvort þau þyrftu að fara í sóttkví og starfsfólk sem gerði hraðpróf á þeim sagði þeim að svo væri ekki. Á mánudag fengu hún og aðrir svo skilaboð frá smitrakningarteymi um að þau hefðu verið útsett fyrir smiti. Þorgerður María fyllti þá út upplýsingar, þar á meðal um hvort hún væri bólusett og hvar. Aðeins var hægt að haka við að hún hefði verið bólusett í Bretlandi eða utan þess. Niðurstaðan var að hún þyrfti að fara í sóttkví í tíu daga. Allt frá þúsund til tíu þúsund punda sekt liggur við því að virða ekki fyrirmæli um sóttkví á Englandi, jafnvirði rúmlega 176 þúsund til hátt í 1,8 milljóna króna. Tilgangslaus sóttkví Bresk stjórnvöld taka bólusetningarvottorð frá Íslandi gild þegar kemur að ferðamönnum. Bólusettir Íslendingar þurfa þannig ekki að fara í sóttkví við komuna til Englands heldur aðeins fara í hraðpróf innan tveggja daga. Vottorð þeirra og annarra útlendinga er þó ekki nógu gott að mati breskra stjórnvalda til að koma þeim undan sóttkví ef þeir verða útsettir fyrir smiti í Bretlandi. Þorgerður María segir að hún hafi reynt að fá stöðu sína á hreint með því að hringja í upplýsingasíma NHS en fékk þau svör að ekkert væri hægt að gera. NHS væri þó meðvitað um að reglurnar um sóttkví væru ósanngjarnar. Þeim yrði líklega breytt. Einnig segist Þorgerður María hafa heyrt í íslenska sendiráðinu sem viti af vandamálinu. „Ég myndi alveg skilja það ef allir þyrftu að fara í sóttkví en það að eina stelpan sem er frá Bretlandi sem er alveg jafn bólusett og við öll hin þurfi ekki að fara í sóttkví þá verður sóttkvíin svolítið tilgangslaus því hún gæti alveg eins verið að dreifa þessu,“ segir Þorgerður María sem segist vita um fleiri íslenska námsmenn í Cambridge sem hafi lent í sóttkví við sambærilegar aðstæður og hún undanfarið. Missir af tækifærum til að mynda tengsl Þorgerður María er í leiðtoganámi í náttúruvernd en hún segir að skólinn sé sem betur fer sveigjanlegur og öll námskeiðin séu í boði á netinu. Hún segist hins vegar missa af nokkrum viðburðum þar sem nemendum gefst kostur á að hitta og mynda tengsl við fólk sem starfar við náttúruvernd. Þá getur hún pantað sér mat frá kaffiteríunni á heimavistinni svo hún er ágætlega haldin í sóttkvínni. „Ég er alveg vel sett þannig, þetta er bara ógeðslega pirrandi því mig langar bara að mæta í skólann. Ég var búinn að mæta í tvo daga í skólann og svo þarf ég að vera í tíu daga í sóttkví,“ segir hún. Bretland Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Eftir að slakað var á reglum um sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á Englandi í sumar þurfa þeir sem eru fullbólusettir þar ekki lengur að fara í tíu daga sóttkví þó að þeir hafi verið útsettir fyrir smiti. Á upplýsingasíðu bresku heilbrigðisstofnunarinnar NHS er talað um að þetta eigi við um þá sem hafa tekið þátt í bólusetningaráætlun breskra stjórnvalda. Reglurnar leiddu til þeirrar skringilegu stöðu að þegar einn íbúi á heimavistinni þar sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir býr á í Cambridge greindist smitaður af kórónuveirunni á sunnudag þurfti nærri því heill stigagangur að fara í sóttkví, sama hvort þeir væru bólusettir eða ekki. Það er að segja allir nema bresk stúlka sem var bólusett í heimalandinu. „Eiginlega allur stigagangurinn hérna er í sóttkví því að það er bara ein manneskja hér frá Bretlandi. Hún er eiginlega að fara í búð fyrir okkur öll en er alveg jafn útsett og við, bara bólusett hér,“ segir Þorgerður María. Skemmtilegar fréttir frá meginlandinu! Strákur sem ég deili eldhúsi með er með covid og af því að ég er ekki bólusett Í bretlandi (þrátt fyrir að vera með samþykkta bólusetningu hér) þarf ég að fara í 10 daga sóttkví :D— Þorgerður María Þorbjarnardóttir (@stelpurofan) October 11, 2021 Há sekt liggur við brotum á sóttkví Í samtali við Vísi segir Þorgerður María, sem var fyrst bólusett með Jansen-bóluefninu á Íslandi og fékk síðar örvunarskammt í ágúst, að hún hafi sjálf farið í sóttkví eftir að strákurinn sem greindist smitaður lét hana vita af því á sunnudag. Þau deila litlu eldhúsi á heimavistinni ásamt níu öðrum íbúum en Þorgerður María segist lítið hafa notað það. Hvorki hún néð aðrir á heimavistinni hafi verið viss um hvort þau þyrftu að fara í sóttkví og starfsfólk sem gerði hraðpróf á þeim sagði þeim að svo væri ekki. Á mánudag fengu hún og aðrir svo skilaboð frá smitrakningarteymi um að þau hefðu verið útsett fyrir smiti. Þorgerður María fyllti þá út upplýsingar, þar á meðal um hvort hún væri bólusett og hvar. Aðeins var hægt að haka við að hún hefði verið bólusett í Bretlandi eða utan þess. Niðurstaðan var að hún þyrfti að fara í sóttkví í tíu daga. Allt frá þúsund til tíu þúsund punda sekt liggur við því að virða ekki fyrirmæli um sóttkví á Englandi, jafnvirði rúmlega 176 þúsund til hátt í 1,8 milljóna króna. Tilgangslaus sóttkví Bresk stjórnvöld taka bólusetningarvottorð frá Íslandi gild þegar kemur að ferðamönnum. Bólusettir Íslendingar þurfa þannig ekki að fara í sóttkví við komuna til Englands heldur aðeins fara í hraðpróf innan tveggja daga. Vottorð þeirra og annarra útlendinga er þó ekki nógu gott að mati breskra stjórnvalda til að koma þeim undan sóttkví ef þeir verða útsettir fyrir smiti í Bretlandi. Þorgerður María segir að hún hafi reynt að fá stöðu sína á hreint með því að hringja í upplýsingasíma NHS en fékk þau svör að ekkert væri hægt að gera. NHS væri þó meðvitað um að reglurnar um sóttkví væru ósanngjarnar. Þeim yrði líklega breytt. Einnig segist Þorgerður María hafa heyrt í íslenska sendiráðinu sem viti af vandamálinu. „Ég myndi alveg skilja það ef allir þyrftu að fara í sóttkví en það að eina stelpan sem er frá Bretlandi sem er alveg jafn bólusett og við öll hin þurfi ekki að fara í sóttkví þá verður sóttkvíin svolítið tilgangslaus því hún gæti alveg eins verið að dreifa þessu,“ segir Þorgerður María sem segist vita um fleiri íslenska námsmenn í Cambridge sem hafi lent í sóttkví við sambærilegar aðstæður og hún undanfarið. Missir af tækifærum til að mynda tengsl Þorgerður María er í leiðtoganámi í náttúruvernd en hún segir að skólinn sé sem betur fer sveigjanlegur og öll námskeiðin séu í boði á netinu. Hún segist hins vegar missa af nokkrum viðburðum þar sem nemendum gefst kostur á að hitta og mynda tengsl við fólk sem starfar við náttúruvernd. Þá getur hún pantað sér mat frá kaffiteríunni á heimavistinni svo hún er ágætlega haldin í sóttkvínni. „Ég er alveg vel sett þannig, þetta er bara ógeðslega pirrandi því mig langar bara að mæta í skólann. Ég var búinn að mæta í tvo daga í skólann og svo þarf ég að vera í tíu daga í sóttkví,“ segir hún.
Bretland Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira