Krónprinsinn með þétta dagskrá og kynnir sér græna orku á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2021 12:18 Frá fundi dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku í morgun. Frá vinstri sitja meðal annarra Sigurður Hanesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Friðrik krónprins Dana, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. vísir/Arnar Friðrik krónprins Danmerkur segir samband Íslands og Danmerkur á sviði orkumála mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þétt dagskrá er fram undan hjá krónprinsinum í dag sem mun kynna sér sjálfbærar orkulausnir í Íslandsheimsókn sinni. Friðrik krónprins Dana kom til landsins síðdegis í gær og hóf stutta Íslandsheimsókn sína með kvöldverði á Bessastöðum. Markmiðið er að styrkja viðskiptatengsl og samstarf Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra orkulausna. Í morgun flutti hann ávarp við setningu fundar dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku, hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Hann lagði áherslu á gott samband ríkjanna og sagði bæði Íslendinga og Dani meðvitaða um að bregðast þurfi þurfi við loftslagsvánni með skilvirkum hætti og nýjum lausnum. Hann sagði heimsóknin vera lið í því að styrkja samband ríkjanna enn frekar í þróun grænna lausna. Fulltrúar framsæknustu fyrirtækja Danmerkur, Íslands og Grænlands á sviði sjálfbærra orkumála muni kynna nýjar tæknilausnir í dag sem Friðrik sagði nauðysnlegar til þess takast á við áskoranir næstu ára. „Með nýsköpun og framsækinni tækni munum getum við tekist á við loftslagsvandann,“ sagði Friðrik. Að loknum fundinum hélt krónprinsinn í Hellisheiðavirkjun og Carbfix og síðan í Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir hádegi fundar hann með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, áður en hann skoðar danska varðskipið HDMS Triton sem liggur við Reykjavíkurhöfn, ásamt forseta Íslands og utanríkisráðherra. Botninn verður sleginn í daginn og jafnframt heimsóknina með móttöku í danska sendiráðinu síðdegis. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í Grósku í morgun að rétta nálgunin við loftslagsvandanum væri blanda af raunsæi, bjarstýni, þrautseigju og nýsköpun. Íslendingar geti vonandi sýnt vinaþjóð sinni Dönum áræðni í verki. Orkumál Kóngafólk Danmörk Umhverfismál Forseti Íslands Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Friðrik krónprins Dana kom til landsins síðdegis í gær og hóf stutta Íslandsheimsókn sína með kvöldverði á Bessastöðum. Markmiðið er að styrkja viðskiptatengsl og samstarf Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra orkulausna. Í morgun flutti hann ávarp við setningu fundar dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku, hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Hann lagði áherslu á gott samband ríkjanna og sagði bæði Íslendinga og Dani meðvitaða um að bregðast þurfi þurfi við loftslagsvánni með skilvirkum hætti og nýjum lausnum. Hann sagði heimsóknin vera lið í því að styrkja samband ríkjanna enn frekar í þróun grænna lausna. Fulltrúar framsæknustu fyrirtækja Danmerkur, Íslands og Grænlands á sviði sjálfbærra orkumála muni kynna nýjar tæknilausnir í dag sem Friðrik sagði nauðysnlegar til þess takast á við áskoranir næstu ára. „Með nýsköpun og framsækinni tækni munum getum við tekist á við loftslagsvandann,“ sagði Friðrik. Að loknum fundinum hélt krónprinsinn í Hellisheiðavirkjun og Carbfix og síðan í Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir hádegi fundar hann með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, áður en hann skoðar danska varðskipið HDMS Triton sem liggur við Reykjavíkurhöfn, ásamt forseta Íslands og utanríkisráðherra. Botninn verður sleginn í daginn og jafnframt heimsóknina með móttöku í danska sendiráðinu síðdegis. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í Grósku í morgun að rétta nálgunin við loftslagsvandanum væri blanda af raunsæi, bjarstýni, þrautseigju og nýsköpun. Íslendingar geti vonandi sýnt vinaþjóð sinni Dönum áræðni í verki.
Orkumál Kóngafólk Danmörk Umhverfismál Forseti Íslands Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira