Forsetafrúin spyr: #erukonurtil? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2021 11:47 Hvar er Eliza? Eliza Reid forsetafrú spyr að því á Facebook í dag hvort konur séu ekki til en tilefnið er myndatexti sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Textinn fylgir mynd af Elizu heilsa Friðriki krónprinsi Danmerkur en forsetafrúarinnar er hvergi getið. „Í stuttu máli er myndatextinn á forsíðu blaðsins í dag svona: Einn karlmaður sem ber nafn kom í kvöldverð hjá öðrum karlmanni sem ber nafn. Með gestinum var þriðji karlmaðurinn sem heitir líka nafni [sést ekki á myndinni]. Meira var það ekki,“ segir Eliza á Facebook. Færsluna taggar hún með myllumerkinu #erukonurtil og á ensku #dowomenexist. Fjölmargir hafa „like“-að færsluna og lýst hneykslan sinni á vinnubrögðum blaðsins. Myndatextinn ber yfirskriftina „Ræddu saman yfir kvöldverði“ og er svohljóðandi: „Friðrik krónprins Danmerkur kom hingað til lands í gær og snæddi kvöldverð á Bessastöðum með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Með prinsinum í för var utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, og sendinefnd tíu danskra fyrirtækja og samtaka. Prinsinn og sendinefndin eru hér á landi til þess að styrkja viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra lausna í orkumálum. Friðrik krónprins mun ræða við leiðandi aðila í þróun orkumála hér á landi meðan á heimsókn hans stendur. Er landið fyrsti áfangastaður krónprinsins í ferðum hans í þágu Danmerkur eftir heimsfaraldurinn. Kvöldverðinn á Bessastöðum í gær sátu einnig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Íslands, Kirsten Geelan sendiherra Danmerkur á Íslandi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.“ Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Í stuttu máli er myndatextinn á forsíðu blaðsins í dag svona: Einn karlmaður sem ber nafn kom í kvöldverð hjá öðrum karlmanni sem ber nafn. Með gestinum var þriðji karlmaðurinn sem heitir líka nafni [sést ekki á myndinni]. Meira var það ekki,“ segir Eliza á Facebook. Færsluna taggar hún með myllumerkinu #erukonurtil og á ensku #dowomenexist. Fjölmargir hafa „like“-að færsluna og lýst hneykslan sinni á vinnubrögðum blaðsins. Myndatextinn ber yfirskriftina „Ræddu saman yfir kvöldverði“ og er svohljóðandi: „Friðrik krónprins Danmerkur kom hingað til lands í gær og snæddi kvöldverð á Bessastöðum með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Með prinsinum í för var utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, og sendinefnd tíu danskra fyrirtækja og samtaka. Prinsinn og sendinefndin eru hér á landi til þess að styrkja viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra lausna í orkumálum. Friðrik krónprins mun ræða við leiðandi aðila í þróun orkumála hér á landi meðan á heimsókn hans stendur. Er landið fyrsti áfangastaður krónprinsins í ferðum hans í þágu Danmerkur eftir heimsfaraldurinn. Kvöldverðinn á Bessastöðum í gær sátu einnig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Íslands, Kirsten Geelan sendiherra Danmerkur á Íslandi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.“
Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira