Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 08:35 Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson við nuddbekkinn. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Jóhannes Tryggvi starfaði sem svonefndur „meðhöndlari“ og gaf sig út fyrir að geta linað þjáningar fólks með bak- og stoðkerfisvandamál. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 til 2015 í janúar. Fimmta nauðgunarmáli er nú á borði Héraðsdóms Reykjaness en Jóhannesi Tryggva er gefið að sök að hafa nauðgað konu með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án samþykkis hennar og misnotað traust hennar í tvígang í janúar árið 2012. Konan sem kærði brotin fór ekki fram á að þinghald í málinu yrði lokað til þess að hlífa hagsmunum hennar. Það gerði Jóhannes Tryggvi hins vegar. Vísaði hann til þess að opin þinghöld myndu leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla sem myndi reynast honum og fjölskyldu hans þungbær. Þar sem hann vildi getað kallað brotaþola úr fyrra dómsmálinu sem vitni gætu nöfn þeirra verið gerð opinber yrði þinghaldið opið. Þinghaldi ekki lokað bara vegna þess að mál séu þungbær Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hafnaði kröfu Jóhannesar Tryggva með þeim orðum að ekkert hafi komið fram sem yrði til þess að víkja skyldi frá þeirri meginreglu að þinghald væri opið. Þau rök sem Jóhannes Tryggvi hefði lagt fram fyrir kröfunni gætu ekki ein og sér orðið til þess að fallist yrði á hana. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varða að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira að koma til svo það verði gert,“ sagði í úrskurðarorðum hans. Þrír dómarar við Landsrétt staðfestu þann úrskurð. Misnotaði konurnar á nuddbekknum Þinghald í fyrra málinu gegn Jóhannesi Tryggva var lokað. Brot Jóhannesar á konunum fjórum í því máli voru með svipuðum hætti. Þær lágu allar léttklæddar á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Í öllum tilvikum hafi hann beitt konurnar ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem þær báru til hans. Í fimmta málinu sem nú er fyrir dómi er Jóhannesi Tryggva gefið að sök að hafa káfað á kynfærum konunnar, rasssi og brjósti og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum. Hann hafi jafnframt beitt konuna ólögmætri nauðung með því að misnota traust hennar. Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um 2,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira
Jóhannes Tryggvi starfaði sem svonefndur „meðhöndlari“ og gaf sig út fyrir að geta linað þjáningar fólks með bak- og stoðkerfisvandamál. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 til 2015 í janúar. Fimmta nauðgunarmáli er nú á borði Héraðsdóms Reykjaness en Jóhannesi Tryggva er gefið að sök að hafa nauðgað konu með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án samþykkis hennar og misnotað traust hennar í tvígang í janúar árið 2012. Konan sem kærði brotin fór ekki fram á að þinghald í málinu yrði lokað til þess að hlífa hagsmunum hennar. Það gerði Jóhannes Tryggvi hins vegar. Vísaði hann til þess að opin þinghöld myndu leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla sem myndi reynast honum og fjölskyldu hans þungbær. Þar sem hann vildi getað kallað brotaþola úr fyrra dómsmálinu sem vitni gætu nöfn þeirra verið gerð opinber yrði þinghaldið opið. Þinghaldi ekki lokað bara vegna þess að mál séu þungbær Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hafnaði kröfu Jóhannesar Tryggva með þeim orðum að ekkert hafi komið fram sem yrði til þess að víkja skyldi frá þeirri meginreglu að þinghald væri opið. Þau rök sem Jóhannes Tryggvi hefði lagt fram fyrir kröfunni gætu ekki ein og sér orðið til þess að fallist yrði á hana. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varða að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira að koma til svo það verði gert,“ sagði í úrskurðarorðum hans. Þrír dómarar við Landsrétt staðfestu þann úrskurð. Misnotaði konurnar á nuddbekknum Þinghald í fyrra málinu gegn Jóhannesi Tryggva var lokað. Brot Jóhannesar á konunum fjórum í því máli voru með svipuðum hætti. Þær lágu allar léttklæddar á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Í öllum tilvikum hafi hann beitt konurnar ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem þær báru til hans. Í fimmta málinu sem nú er fyrir dómi er Jóhannesi Tryggva gefið að sök að hafa káfað á kynfærum konunnar, rasssi og brjósti og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum. Hann hafi jafnframt beitt konuna ólögmætri nauðung með því að misnota traust hennar. Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um 2,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira