Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. október 2021 21:00 Squid Game eru suður-kóreskir þættir sem njóta vinsælda um allan heim. Vísir/netflix Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Suður-kóresku þættirnir Squid Game eru langvinsælustu þættirnir á efnisveitunni Netflix og það í 90 löndum. Þættirnir eru mjög ofbeldisfullir og bannaðir börnum yngri en 17 ára. Allir tali um Squid Game Fréttamaður ræddi við nokkra forstöðumenn félagsmiðstöðva í dag sem sögðu að það væri greinilegt að börn horfðu á þættina. Börn biðji um að farið verði í þá leiki sem fram koma í þættinum og eru dæmi um að tíu ára börn horfi á þá. „Þau vita öll hvað þetta er. Þau eru öll að tala um þetta en það er misjafnt hvort þau séu að horfa á þetta. Þetta er í umræðunni, þetta er á TikTok og öllum samfélagsmiðlunum þeirra, þannig að lífið snýst svolítið um Squid Game þessa dagana,“ sagði Ólafur Þór Jónsson, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Buskanum. TikTok stútfullt af Squid Game Í Facebook-hópnum Mæðratips lýsa mæður yfir áhyggjum af áhorfi barna. Ólafur segir að mikill áhugi sé fyrir þáttunum á meðal þeirra. „Það líður ekki vakt án þess að þau biðji um að horfa á þáttinn en þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni.“ Þá segir hann TikTok stútfullt af efni úr þáttunum. „Aðgengi að öllu efni er náttúrulega orðið rosalegt. TikTok er stútfullt af mjög óeðlilegu og óheilbrigðu efni fyrir þessa krakka.“ Hann segir mikilvægt að samtal fari fram í félagsmiðstöðvum sem og á milli foreldra og barna um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Nú styttist í hrekkjavökuna. Eru einhverjir farnir að tala um að vera í Squid Game búningum? „Já ég hef heyrt það að margir ætli að vera brúðan eða fangarnir. Ég held að þetta verði Squid Game Halloween.“ Netflix Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10 Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Sjá meira
Suður-kóresku þættirnir Squid Game eru langvinsælustu þættirnir á efnisveitunni Netflix og það í 90 löndum. Þættirnir eru mjög ofbeldisfullir og bannaðir börnum yngri en 17 ára. Allir tali um Squid Game Fréttamaður ræddi við nokkra forstöðumenn félagsmiðstöðva í dag sem sögðu að það væri greinilegt að börn horfðu á þættina. Börn biðji um að farið verði í þá leiki sem fram koma í þættinum og eru dæmi um að tíu ára börn horfi á þá. „Þau vita öll hvað þetta er. Þau eru öll að tala um þetta en það er misjafnt hvort þau séu að horfa á þetta. Þetta er í umræðunni, þetta er á TikTok og öllum samfélagsmiðlunum þeirra, þannig að lífið snýst svolítið um Squid Game þessa dagana,“ sagði Ólafur Þór Jónsson, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Buskanum. TikTok stútfullt af Squid Game Í Facebook-hópnum Mæðratips lýsa mæður yfir áhyggjum af áhorfi barna. Ólafur segir að mikill áhugi sé fyrir þáttunum á meðal þeirra. „Það líður ekki vakt án þess að þau biðji um að horfa á þáttinn en þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni.“ Þá segir hann TikTok stútfullt af efni úr þáttunum. „Aðgengi að öllu efni er náttúrulega orðið rosalegt. TikTok er stútfullt af mjög óeðlilegu og óheilbrigðu efni fyrir þessa krakka.“ Hann segir mikilvægt að samtal fari fram í félagsmiðstöðvum sem og á milli foreldra og barna um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Nú styttist í hrekkjavökuna. Eru einhverjir farnir að tala um að vera í Squid Game búningum? „Já ég hef heyrt það að margir ætli að vera brúðan eða fangarnir. Ég held að þetta verði Squid Game Halloween.“
Netflix Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10 Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Sjá meira
Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10
Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00