Brennur fyrir því að öll börn útskrifist með bros á vör Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. október 2021 17:00 Vanda Sigurgeirsdóttir varð nýlega fyrsti kvenkyns formaður KSÍ. Samhliða því er hún lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og rekur fyrirtækið KVAN. Það sem færri vita er að Vanda er einnig sérstök áhugamanneskja um uppvakninga. Ísland í dag Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrr í mánuðinum kosin formaður KSÍ fyrst kvenna. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, hefur verið að kenna uppi í háskóla og er sérsvið hennar einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Vöndu til þess að kynnast henni betur og fékk hann meðal annars að heyra um áhuga hennar á uppvakningum. Vanda býr í fallegri íbúð í Laugardalnum ásamt eiginmanni sínum, yngsta syni og hundinum Móu. Vanda á þrjú börn en þau elstu fluttu að heiman í sumar. Að stíga inn í þetta hlutverk sem formaður KSÍ er nýtt fyrir Vöndu en hún er svo sannarlega ekki ný í boltanum. Hún spilaði lengi og er jafnframt eina konan á Íslandi sem hefur þjálfað meistaraflokk karla í fótbolta, fyrsta konan sem þjálfaði kvennalandsliðið í fótbolta og lék hún bæði með landsliðinu í fótbolta og körfubolta. Síðustu tuttugu ár hefur Vanda þó starfað á menntasviði Háskóla Íslands, nánar tiltekið í tómstunda- og félagsmálafræði þar sem hún er lektor. Samhliða því rekur hún fyrirtækið KVAN sem sérhæfir sig í námskeiðum, fræðslu og ráðgjöf. „Ég hef verið með mjög mikið af fyrirlestrum og námskeiðum og hjálpað til í alls konar erfiðum málum sem tengjast samskiptum og einelti.“ Ástríða Vöndu fyrir því að vinna gegn einelti kemur þó ekki út frá því að hún hafi sjálf verið lögð í einelti sem barn. Þrátt fyrir að heita Vanda Sigurgeirsdóttir sem hægt sé að stytta í „vanda sig“ hafi henni ekki verið strítt fyrir það. „Ég heyrði um einelti í fyrsta skipti þegar ég var tuttugu og eitthvað ára. Ég er ekki að segja að orðið hafi ekki verið til en ég hafði ekki heyrt það fyrr. “ „Þá áttaði ég mig á því að þótt ég hafi verið heppin þá voru það ekkert allir. Þannig að það eiginlega vakti bara áhuga minn. Þetta er svona einlægur áhugi fyrir að öll börn útskrifist með bros á vör.“ Vanda segist í raun hafa áttað sig á því að hún hafi alltaf horft á einelti gerast án þess að hafa gert nokkuð í því. Það geri flest börn, eflaust vegna þess að þau vilji ekki lenda á þessum stað sjálf. Því sé mikilvægt að fræða börn svo hægt sé að koma í veg fyrir að einelti fái að þrífast. Segir marga af sínum bestu eiginleikum koma úr boltanum Á upphafi þurfti Vanda að æfa fótbolta með strákum þar sem það voru ekki nógu margar stelpur sem spiluðu fótbolta á Sauðárkróki þar sem hún bjó. Hún elskar fótbolta en segir mikilvægt að yngri kynslóðirnar sem elski boltann jafn mikið og hún, stundi boltann í upplýstu, jákvæðu og öruggu umhverfi og að ímynd boltans sé jákvæð. „Ég bauð mig fram af því að ég er með brennandi áhuga. Ég er búin að vera í þessari hreyfingu bara nánast frá því að ég var pínulítil og hún hefur gefið mér mjög mikið. Ég segi oft að marga af mínum bestu eiginleikum hafi ég út fótboltanum og ég held að það eigi ekki bara við úr fótboltanum heldur bara íþróttir og tómstundir að þetta getur verið svo karakteruppbyggjandi fyrir börn,“ segir Vanda um ástæðu þess að hún hafi boðið sig fram til formanns. Hún segist hafa áhyggjur af því ef umræða síðustu mánaða heldur áfram og segist hún vilja bæta ímynd sambandsins. „Það er verið að tala um þetta út um allt og þetta eru mest lesnu fréttirnar. Þetta er svo samfélagslegt, það er svo ofsalega mikið af börnum þarna. Þannig að við fullorðna fólkið, ekki bara KSÍ, verðum aðeins að fara passa okkur gagnvart krökkunum. Ég hef alveg heyrt um litla krakka sem eru í fótbolta og líður rosalega illa yfir þessu öllu. Þannig að við ætlum að bæta okkur, við ætlum að koma þessum málum í lag og við verðum líka að fara horfa á björtu hliðarnar og horfa á öll börnin sem eru að hreyfa sig úti með fínu þjálfurunum sínum og passa pínu þessa umræðu.“ Ljóst er að Vanda er með marga bolta á lofti enda er hún orkumikil kona. Hún er í stórum vinahópum og elskar skemmtileg matarboð, útivist og augljóslega fótbolta. Það sem kemur eflaust flestum á óvart er áhugi Vöndu á sjónvarpsefni um uppvakninga en þættirnir Walking Dead eru í sérstöku uppáhaldi. „Þetta vita ekkert allir um mig. Ég segi alltaf við fólk að ef það kemur Zombie heimsendir, hringið í mig. Ég er með þetta algjörlega á hreinu hvað á að gera.“ Hér að neðan má sjá Ísland í dag þáttinn í heild sinni. KSÍ Fótbolti Ísland í dag Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. 11. október 2021 15:01 „Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2. október 2021 21:10 Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Vanda býr í fallegri íbúð í Laugardalnum ásamt eiginmanni sínum, yngsta syni og hundinum Móu. Vanda á þrjú börn en þau elstu fluttu að heiman í sumar. Að stíga inn í þetta hlutverk sem formaður KSÍ er nýtt fyrir Vöndu en hún er svo sannarlega ekki ný í boltanum. Hún spilaði lengi og er jafnframt eina konan á Íslandi sem hefur þjálfað meistaraflokk karla í fótbolta, fyrsta konan sem þjálfaði kvennalandsliðið í fótbolta og lék hún bæði með landsliðinu í fótbolta og körfubolta. Síðustu tuttugu ár hefur Vanda þó starfað á menntasviði Háskóla Íslands, nánar tiltekið í tómstunda- og félagsmálafræði þar sem hún er lektor. Samhliða því rekur hún fyrirtækið KVAN sem sérhæfir sig í námskeiðum, fræðslu og ráðgjöf. „Ég hef verið með mjög mikið af fyrirlestrum og námskeiðum og hjálpað til í alls konar erfiðum málum sem tengjast samskiptum og einelti.“ Ástríða Vöndu fyrir því að vinna gegn einelti kemur þó ekki út frá því að hún hafi sjálf verið lögð í einelti sem barn. Þrátt fyrir að heita Vanda Sigurgeirsdóttir sem hægt sé að stytta í „vanda sig“ hafi henni ekki verið strítt fyrir það. „Ég heyrði um einelti í fyrsta skipti þegar ég var tuttugu og eitthvað ára. Ég er ekki að segja að orðið hafi ekki verið til en ég hafði ekki heyrt það fyrr. “ „Þá áttaði ég mig á því að þótt ég hafi verið heppin þá voru það ekkert allir. Þannig að það eiginlega vakti bara áhuga minn. Þetta er svona einlægur áhugi fyrir að öll börn útskrifist með bros á vör.“ Vanda segist í raun hafa áttað sig á því að hún hafi alltaf horft á einelti gerast án þess að hafa gert nokkuð í því. Það geri flest börn, eflaust vegna þess að þau vilji ekki lenda á þessum stað sjálf. Því sé mikilvægt að fræða börn svo hægt sé að koma í veg fyrir að einelti fái að þrífast. Segir marga af sínum bestu eiginleikum koma úr boltanum Á upphafi þurfti Vanda að æfa fótbolta með strákum þar sem það voru ekki nógu margar stelpur sem spiluðu fótbolta á Sauðárkróki þar sem hún bjó. Hún elskar fótbolta en segir mikilvægt að yngri kynslóðirnar sem elski boltann jafn mikið og hún, stundi boltann í upplýstu, jákvæðu og öruggu umhverfi og að ímynd boltans sé jákvæð. „Ég bauð mig fram af því að ég er með brennandi áhuga. Ég er búin að vera í þessari hreyfingu bara nánast frá því að ég var pínulítil og hún hefur gefið mér mjög mikið. Ég segi oft að marga af mínum bestu eiginleikum hafi ég út fótboltanum og ég held að það eigi ekki bara við úr fótboltanum heldur bara íþróttir og tómstundir að þetta getur verið svo karakteruppbyggjandi fyrir börn,“ segir Vanda um ástæðu þess að hún hafi boðið sig fram til formanns. Hún segist hafa áhyggjur af því ef umræða síðustu mánaða heldur áfram og segist hún vilja bæta ímynd sambandsins. „Það er verið að tala um þetta út um allt og þetta eru mest lesnu fréttirnar. Þetta er svo samfélagslegt, það er svo ofsalega mikið af börnum þarna. Þannig að við fullorðna fólkið, ekki bara KSÍ, verðum aðeins að fara passa okkur gagnvart krökkunum. Ég hef alveg heyrt um litla krakka sem eru í fótbolta og líður rosalega illa yfir þessu öllu. Þannig að við ætlum að bæta okkur, við ætlum að koma þessum málum í lag og við verðum líka að fara horfa á björtu hliðarnar og horfa á öll börnin sem eru að hreyfa sig úti með fínu þjálfurunum sínum og passa pínu þessa umræðu.“ Ljóst er að Vanda er með marga bolta á lofti enda er hún orkumikil kona. Hún er í stórum vinahópum og elskar skemmtileg matarboð, útivist og augljóslega fótbolta. Það sem kemur eflaust flestum á óvart er áhugi Vöndu á sjónvarpsefni um uppvakninga en þættirnir Walking Dead eru í sérstöku uppáhaldi. „Þetta vita ekkert allir um mig. Ég segi alltaf við fólk að ef það kemur Zombie heimsendir, hringið í mig. Ég er með þetta algjörlega á hreinu hvað á að gera.“ Hér að neðan má sjá Ísland í dag þáttinn í heild sinni.
KSÍ Fótbolti Ísland í dag Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. 11. október 2021 15:01 „Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2. október 2021 21:10 Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. 11. október 2021 15:01
„Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2. október 2021 21:10
Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53