Brennur fyrir því að öll börn útskrifist með bros á vör Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. október 2021 17:00 Vanda Sigurgeirsdóttir varð nýlega fyrsti kvenkyns formaður KSÍ. Samhliða því er hún lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og rekur fyrirtækið KVAN. Það sem færri vita er að Vanda er einnig sérstök áhugamanneskja um uppvakninga. Ísland í dag Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrr í mánuðinum kosin formaður KSÍ fyrst kvenna. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, hefur verið að kenna uppi í háskóla og er sérsvið hennar einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Vöndu til þess að kynnast henni betur og fékk hann meðal annars að heyra um áhuga hennar á uppvakningum. Vanda býr í fallegri íbúð í Laugardalnum ásamt eiginmanni sínum, yngsta syni og hundinum Móu. Vanda á þrjú börn en þau elstu fluttu að heiman í sumar. Að stíga inn í þetta hlutverk sem formaður KSÍ er nýtt fyrir Vöndu en hún er svo sannarlega ekki ný í boltanum. Hún spilaði lengi og er jafnframt eina konan á Íslandi sem hefur þjálfað meistaraflokk karla í fótbolta, fyrsta konan sem þjálfaði kvennalandsliðið í fótbolta og lék hún bæði með landsliðinu í fótbolta og körfubolta. Síðustu tuttugu ár hefur Vanda þó starfað á menntasviði Háskóla Íslands, nánar tiltekið í tómstunda- og félagsmálafræði þar sem hún er lektor. Samhliða því rekur hún fyrirtækið KVAN sem sérhæfir sig í námskeiðum, fræðslu og ráðgjöf. „Ég hef verið með mjög mikið af fyrirlestrum og námskeiðum og hjálpað til í alls konar erfiðum málum sem tengjast samskiptum og einelti.“ Ástríða Vöndu fyrir því að vinna gegn einelti kemur þó ekki út frá því að hún hafi sjálf verið lögð í einelti sem barn. Þrátt fyrir að heita Vanda Sigurgeirsdóttir sem hægt sé að stytta í „vanda sig“ hafi henni ekki verið strítt fyrir það. „Ég heyrði um einelti í fyrsta skipti þegar ég var tuttugu og eitthvað ára. Ég er ekki að segja að orðið hafi ekki verið til en ég hafði ekki heyrt það fyrr. “ „Þá áttaði ég mig á því að þótt ég hafi verið heppin þá voru það ekkert allir. Þannig að það eiginlega vakti bara áhuga minn. Þetta er svona einlægur áhugi fyrir að öll börn útskrifist með bros á vör.“ Vanda segist í raun hafa áttað sig á því að hún hafi alltaf horft á einelti gerast án þess að hafa gert nokkuð í því. Það geri flest börn, eflaust vegna þess að þau vilji ekki lenda á þessum stað sjálf. Því sé mikilvægt að fræða börn svo hægt sé að koma í veg fyrir að einelti fái að þrífast. Segir marga af sínum bestu eiginleikum koma úr boltanum Á upphafi þurfti Vanda að æfa fótbolta með strákum þar sem það voru ekki nógu margar stelpur sem spiluðu fótbolta á Sauðárkróki þar sem hún bjó. Hún elskar fótbolta en segir mikilvægt að yngri kynslóðirnar sem elski boltann jafn mikið og hún, stundi boltann í upplýstu, jákvæðu og öruggu umhverfi og að ímynd boltans sé jákvæð. „Ég bauð mig fram af því að ég er með brennandi áhuga. Ég er búin að vera í þessari hreyfingu bara nánast frá því að ég var pínulítil og hún hefur gefið mér mjög mikið. Ég segi oft að marga af mínum bestu eiginleikum hafi ég út fótboltanum og ég held að það eigi ekki bara við úr fótboltanum heldur bara íþróttir og tómstundir að þetta getur verið svo karakteruppbyggjandi fyrir börn,“ segir Vanda um ástæðu þess að hún hafi boðið sig fram til formanns. Hún segist hafa áhyggjur af því ef umræða síðustu mánaða heldur áfram og segist hún vilja bæta ímynd sambandsins. „Það er verið að tala um þetta út um allt og þetta eru mest lesnu fréttirnar. Þetta er svo samfélagslegt, það er svo ofsalega mikið af börnum þarna. Þannig að við fullorðna fólkið, ekki bara KSÍ, verðum aðeins að fara passa okkur gagnvart krökkunum. Ég hef alveg heyrt um litla krakka sem eru í fótbolta og líður rosalega illa yfir þessu öllu. Þannig að við ætlum að bæta okkur, við ætlum að koma þessum málum í lag og við verðum líka að fara horfa á björtu hliðarnar og horfa á öll börnin sem eru að hreyfa sig úti með fínu þjálfurunum sínum og passa pínu þessa umræðu.“ Ljóst er að Vanda er með marga bolta á lofti enda er hún orkumikil kona. Hún er í stórum vinahópum og elskar skemmtileg matarboð, útivist og augljóslega fótbolta. Það sem kemur eflaust flestum á óvart er áhugi Vöndu á sjónvarpsefni um uppvakninga en þættirnir Walking Dead eru í sérstöku uppáhaldi. „Þetta vita ekkert allir um mig. Ég segi alltaf við fólk að ef það kemur Zombie heimsendir, hringið í mig. Ég er með þetta algjörlega á hreinu hvað á að gera.“ Hér að neðan má sjá Ísland í dag þáttinn í heild sinni. KSÍ Fótbolti Ísland í dag Börn og uppeldi Íþróttir barna Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. 11. október 2021 15:01 „Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2. október 2021 21:10 Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Vanda býr í fallegri íbúð í Laugardalnum ásamt eiginmanni sínum, yngsta syni og hundinum Móu. Vanda á þrjú börn en þau elstu fluttu að heiman í sumar. Að stíga inn í þetta hlutverk sem formaður KSÍ er nýtt fyrir Vöndu en hún er svo sannarlega ekki ný í boltanum. Hún spilaði lengi og er jafnframt eina konan á Íslandi sem hefur þjálfað meistaraflokk karla í fótbolta, fyrsta konan sem þjálfaði kvennalandsliðið í fótbolta og lék hún bæði með landsliðinu í fótbolta og körfubolta. Síðustu tuttugu ár hefur Vanda þó starfað á menntasviði Háskóla Íslands, nánar tiltekið í tómstunda- og félagsmálafræði þar sem hún er lektor. Samhliða því rekur hún fyrirtækið KVAN sem sérhæfir sig í námskeiðum, fræðslu og ráðgjöf. „Ég hef verið með mjög mikið af fyrirlestrum og námskeiðum og hjálpað til í alls konar erfiðum málum sem tengjast samskiptum og einelti.“ Ástríða Vöndu fyrir því að vinna gegn einelti kemur þó ekki út frá því að hún hafi sjálf verið lögð í einelti sem barn. Þrátt fyrir að heita Vanda Sigurgeirsdóttir sem hægt sé að stytta í „vanda sig“ hafi henni ekki verið strítt fyrir það. „Ég heyrði um einelti í fyrsta skipti þegar ég var tuttugu og eitthvað ára. Ég er ekki að segja að orðið hafi ekki verið til en ég hafði ekki heyrt það fyrr. “ „Þá áttaði ég mig á því að þótt ég hafi verið heppin þá voru það ekkert allir. Þannig að það eiginlega vakti bara áhuga minn. Þetta er svona einlægur áhugi fyrir að öll börn útskrifist með bros á vör.“ Vanda segist í raun hafa áttað sig á því að hún hafi alltaf horft á einelti gerast án þess að hafa gert nokkuð í því. Það geri flest börn, eflaust vegna þess að þau vilji ekki lenda á þessum stað sjálf. Því sé mikilvægt að fræða börn svo hægt sé að koma í veg fyrir að einelti fái að þrífast. Segir marga af sínum bestu eiginleikum koma úr boltanum Á upphafi þurfti Vanda að æfa fótbolta með strákum þar sem það voru ekki nógu margar stelpur sem spiluðu fótbolta á Sauðárkróki þar sem hún bjó. Hún elskar fótbolta en segir mikilvægt að yngri kynslóðirnar sem elski boltann jafn mikið og hún, stundi boltann í upplýstu, jákvæðu og öruggu umhverfi og að ímynd boltans sé jákvæð. „Ég bauð mig fram af því að ég er með brennandi áhuga. Ég er búin að vera í þessari hreyfingu bara nánast frá því að ég var pínulítil og hún hefur gefið mér mjög mikið. Ég segi oft að marga af mínum bestu eiginleikum hafi ég út fótboltanum og ég held að það eigi ekki bara við úr fótboltanum heldur bara íþróttir og tómstundir að þetta getur verið svo karakteruppbyggjandi fyrir börn,“ segir Vanda um ástæðu þess að hún hafi boðið sig fram til formanns. Hún segist hafa áhyggjur af því ef umræða síðustu mánaða heldur áfram og segist hún vilja bæta ímynd sambandsins. „Það er verið að tala um þetta út um allt og þetta eru mest lesnu fréttirnar. Þetta er svo samfélagslegt, það er svo ofsalega mikið af börnum þarna. Þannig að við fullorðna fólkið, ekki bara KSÍ, verðum aðeins að fara passa okkur gagnvart krökkunum. Ég hef alveg heyrt um litla krakka sem eru í fótbolta og líður rosalega illa yfir þessu öllu. Þannig að við ætlum að bæta okkur, við ætlum að koma þessum málum í lag og við verðum líka að fara horfa á björtu hliðarnar og horfa á öll börnin sem eru að hreyfa sig úti með fínu þjálfurunum sínum og passa pínu þessa umræðu.“ Ljóst er að Vanda er með marga bolta á lofti enda er hún orkumikil kona. Hún er í stórum vinahópum og elskar skemmtileg matarboð, útivist og augljóslega fótbolta. Það sem kemur eflaust flestum á óvart er áhugi Vöndu á sjónvarpsefni um uppvakninga en þættirnir Walking Dead eru í sérstöku uppáhaldi. „Þetta vita ekkert allir um mig. Ég segi alltaf við fólk að ef það kemur Zombie heimsendir, hringið í mig. Ég er með þetta algjörlega á hreinu hvað á að gera.“ Hér að neðan má sjá Ísland í dag þáttinn í heild sinni.
KSÍ Fótbolti Ísland í dag Börn og uppeldi Íþróttir barna Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. 11. október 2021 15:01 „Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2. október 2021 21:10 Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. 11. október 2021 15:01
„Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2. október 2021 21:10
Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53