Tárvotar, tólf ára stelpur fengu að hitta liðsfélaga Berglindar eftir metleikinn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 08:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur í Hammarby eiga sér marga stuðningsmenn en þrjár af þeim dyggustu táruðust af gleði þegar þær fengu að hitta leikmenn eftir leik í gær. Skjáskot Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt marka Hammarby í metleiknum gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Alls voru 18.537 áhorfendur á leiknum en þrjár tólf ára stelpur úr stuðningsmannahópi Hammarby skáru sig úr. Ljóst var fyrir helgi að metfjöldi áhorfenda yrði á leiknum en áður höfðu mest 9.413 áhorfendur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni, svo metfjöldinn nánast tvöfaldaðist í gær. Það var því vel fagnað þegar Berglind skoraði laglegt mark og kom Hammarby í 3-1 en liðið fagnaði að lokum 4-1 sigri gegn Hallberu Guðnýju Gísladóttur og hennar liði. Berglind lagði upp fyrsta mark leiksins og hér að neðan má sjá mörkin og stemninguna á leiknum sögulega: Stuðningsmenn Hammarby fögnuðu mislengi en þrjár tólf ára stelpur héldu lengi áfram að fagna fyrir utan Tele2 Arena leikvanginn. Söngur þeirra heyrðist vel og allt í einu opnuðust dyrnar og þeim var hleypt inn til að gleðjast með leikmönnum Hammarby, og taka af sér myndir með þeim. „Ég var að fá taugaáfall,“ sagði Mary Olsson, ein af þríeykinu. „Ég gat varla andað. Ég fékk tár í augun,“ bætti Alma Rensfelt við en viðbrögð stelpnanna má sjá hér að neðan. pic.twitter.com/D2GkA4AieE— Sportbladet (@sportbladet) October 11, 2021 Matilda Vinberg, Emma Jansson og Madelen Janogy hittu aðdáendurna ungu og spjölluðu við þá. „Ég hélt að það væri bara verið að hleypa okkur inn svo við gætum aðeins hlýjað okkur en svo stóðu þær þarna,“ sagði Rensfelt. „Þetta var bara algjört sjokk,“ sagði Moa Bohlin. Janogy spurði hvort þeim væri ekki kalt og stelpurnar ungu svöruðu því játandi en voru svo fljótar að koma sér í það að taka „sjálfur“ með hetjunum sínum. Emma Jansson sagði svo hlæjandi að eftir næsta heimaleik, 30. október, yrðu þær að vera fljótari að opna dyrnar. Eftir sigurinn er Hammarby með 28 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslendingaliðið Kristianstad er í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa unnið liðið í 3. sæti, Eskilstuna, 2-0 í gær. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad. Sænski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51 Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Ljóst var fyrir helgi að metfjöldi áhorfenda yrði á leiknum en áður höfðu mest 9.413 áhorfendur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni, svo metfjöldinn nánast tvöfaldaðist í gær. Það var því vel fagnað þegar Berglind skoraði laglegt mark og kom Hammarby í 3-1 en liðið fagnaði að lokum 4-1 sigri gegn Hallberu Guðnýju Gísladóttur og hennar liði. Berglind lagði upp fyrsta mark leiksins og hér að neðan má sjá mörkin og stemninguna á leiknum sögulega: Stuðningsmenn Hammarby fögnuðu mislengi en þrjár tólf ára stelpur héldu lengi áfram að fagna fyrir utan Tele2 Arena leikvanginn. Söngur þeirra heyrðist vel og allt í einu opnuðust dyrnar og þeim var hleypt inn til að gleðjast með leikmönnum Hammarby, og taka af sér myndir með þeim. „Ég var að fá taugaáfall,“ sagði Mary Olsson, ein af þríeykinu. „Ég gat varla andað. Ég fékk tár í augun,“ bætti Alma Rensfelt við en viðbrögð stelpnanna má sjá hér að neðan. pic.twitter.com/D2GkA4AieE— Sportbladet (@sportbladet) October 11, 2021 Matilda Vinberg, Emma Jansson og Madelen Janogy hittu aðdáendurna ungu og spjölluðu við þá. „Ég hélt að það væri bara verið að hleypa okkur inn svo við gætum aðeins hlýjað okkur en svo stóðu þær þarna,“ sagði Rensfelt. „Þetta var bara algjört sjokk,“ sagði Moa Bohlin. Janogy spurði hvort þeim væri ekki kalt og stelpurnar ungu svöruðu því játandi en voru svo fljótar að koma sér í það að taka „sjálfur“ með hetjunum sínum. Emma Jansson sagði svo hlæjandi að eftir næsta heimaleik, 30. október, yrðu þær að vera fljótari að opna dyrnar. Eftir sigurinn er Hammarby með 28 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslendingaliðið Kristianstad er í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa unnið liðið í 3. sæti, Eskilstuna, 2-0 í gær. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51 Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51
Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn