Afhentu FBI ríkisleyndarmál í samloku og tyggjópakka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2021 19:50 Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vegna málsins er að finna lýsingar á meintum brotum hjónanna, sem eru oft á tíðum lyginni líkastar. Kevin Dietsch/Getty Bandarísk hjón hafa verið handtekin og ákærð vegna gruns um njósnir og sölu á leyndarmálum í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum sem bandarísk yfirvöld hafa yfir að ráða. Hjónin töldu sig hafa átt í samskiptum við fulltrúa ríkisstjórnar erlends ríkis, sem var í raun útsendari bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Í tilkynningu sem birtist á vef bandaríska dómsmálaráðuneytisins er að finna reifun á máli hjónanna, hins 42 ára gamla Jonathan Toebbe og hinnar 45 ára gömlu Diönu Toebbe. Lýsingar á því hvernig þau báru sig að við að koma leyndarmálunum til viðsemjanda síns eru ansi skrautlegar, með tilliti til afhendingarmáta þeirra. Jonathan er kjarnorkuverkfræðingur og starfar hjá sjóher Bandaríkjanna. Vegna starfs síns hafði hann aðgang að leynilegum gögnum sem tengdust meðal annars kjarnorkudrifnum skipum sjóhersins. Í dómsgögnum málsins segir að Jonathan hafi, þann 1. apríl á síðasta ári, sent pakka sem stíluð var á ríkisstjórn annars ríkis en Bandaríkjanna, sem innihélt sýnishorn af upplýsingum sem hann byggi yfir, auk leiðbeininga um hvernig hægt væri að komast í samband við hann á leynilegan hátt. Í kjölfarið hafi Jonathan nýst við dulkóðaðan tölvupóst til þess að setja sig í samband við einstakling sem hann taldi vera útsendara umrædds ríkis. Hið rétta var þó að á hinum endanum var leynilegur útsendari FBI. Afhenti gögnin í samloku og tyggjópakka Samskiptin eru sögð hafa staðið í nokkra mánuði, uns Jonathan samþykkti að selja upplýsingarnar í skiptum fyrir tugþúsunda dala virði af rafmyntum. Fyrstu greiðsluna fékk Jonathan í júní á þessu ári, 10.000 dala virði af rafmyntum. Í kjölfarið ferðuðust hann og eiginkona hans til vestur-Virginíu, þar sem Jonathan skildi eftir SD-minniskort innan í hnetusmjörssamloku, sem viðsemjandi hans gæti síðan nálgast, á meðan eiginkona hans stóð vörð. Eftir að hafa náð í kortið sendi FBI-útsendarinn 20.000 dala virði af rafmynt til viðbótar til Jonathans, í skiptum fyrir leiðbeiningar um hvernig hann gæti nálgast upplýsingarnar á kortinu. Þá kom í ljós að á kortinu var að finna háleynilegar upplýsingar í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum bandaríska sjóhersins. Í lok ágúst afhenti Jonathan síðan annað minniskort í austurhluta Virginíu, og ákvað í það skiptið að fela það í tyggjópakka. Í skiptum fyrir 70.000 dala virði af rafmyntum fékk FBI-útsendarinn aðgang að kortinu, sem einnig innihélt upplýsingar um kjarnakljúfa í kafbátum. Hjónin voru handtekin í gær, þegar þau höfðu ferðast á nýjan stað í Vestur-Virginíu, til þess að afhenda útsendaranum þriðja minniskortið. Þau verða leidd fyrir dómara í fyrsta sinn á þriðjudaginn kemur. Bandaríkin Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Í tilkynningu sem birtist á vef bandaríska dómsmálaráðuneytisins er að finna reifun á máli hjónanna, hins 42 ára gamla Jonathan Toebbe og hinnar 45 ára gömlu Diönu Toebbe. Lýsingar á því hvernig þau báru sig að við að koma leyndarmálunum til viðsemjanda síns eru ansi skrautlegar, með tilliti til afhendingarmáta þeirra. Jonathan er kjarnorkuverkfræðingur og starfar hjá sjóher Bandaríkjanna. Vegna starfs síns hafði hann aðgang að leynilegum gögnum sem tengdust meðal annars kjarnorkudrifnum skipum sjóhersins. Í dómsgögnum málsins segir að Jonathan hafi, þann 1. apríl á síðasta ári, sent pakka sem stíluð var á ríkisstjórn annars ríkis en Bandaríkjanna, sem innihélt sýnishorn af upplýsingum sem hann byggi yfir, auk leiðbeininga um hvernig hægt væri að komast í samband við hann á leynilegan hátt. Í kjölfarið hafi Jonathan nýst við dulkóðaðan tölvupóst til þess að setja sig í samband við einstakling sem hann taldi vera útsendara umrædds ríkis. Hið rétta var þó að á hinum endanum var leynilegur útsendari FBI. Afhenti gögnin í samloku og tyggjópakka Samskiptin eru sögð hafa staðið í nokkra mánuði, uns Jonathan samþykkti að selja upplýsingarnar í skiptum fyrir tugþúsunda dala virði af rafmyntum. Fyrstu greiðsluna fékk Jonathan í júní á þessu ári, 10.000 dala virði af rafmyntum. Í kjölfarið ferðuðust hann og eiginkona hans til vestur-Virginíu, þar sem Jonathan skildi eftir SD-minniskort innan í hnetusmjörssamloku, sem viðsemjandi hans gæti síðan nálgast, á meðan eiginkona hans stóð vörð. Eftir að hafa náð í kortið sendi FBI-útsendarinn 20.000 dala virði af rafmynt til viðbótar til Jonathans, í skiptum fyrir leiðbeiningar um hvernig hann gæti nálgast upplýsingarnar á kortinu. Þá kom í ljós að á kortinu var að finna háleynilegar upplýsingar í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum bandaríska sjóhersins. Í lok ágúst afhenti Jonathan síðan annað minniskort í austurhluta Virginíu, og ákvað í það skiptið að fela það í tyggjópakka. Í skiptum fyrir 70.000 dala virði af rafmyntum fékk FBI-útsendarinn aðgang að kortinu, sem einnig innihélt upplýsingar um kjarnakljúfa í kafbátum. Hjónin voru handtekin í gær, þegar þau höfðu ferðast á nýjan stað í Vestur-Virginíu, til þess að afhenda útsendaranum þriðja minniskortið. Þau verða leidd fyrir dómara í fyrsta sinn á þriðjudaginn kemur.
Bandaríkin Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira