Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 11:37 Texasríki fær um sinn að halda til streitu lögum sem takmarka verulega réttindi kvenna til þungunarrofs. Áfrýjunardómstóll kvað upp úrskurð þess efnis í gær, en ríkisstjórn Joe Bidens hefur frest fram á þriðjudag til að bregast við. Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. Lögin sem um ræðir tóku fyrst gildi fyrsta september og voru strax fordæmd um allt land og víða um heim enda eru þau sú ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt þeim er þungunarrof ólöglegt allt frá því fyrst mælist hjartsláttur í fóstri, sem er jafnan eftir um sex vikna meðgöngu. Engar undantekningar eru veittar, jafnvel þótt þungunin komi til vegna nauðgunar eða sifjaspells. Almennir borgarar geta kært veitendur þjónustu fyrir brot á lögunum, sem og alla þá sem hvetur eða aðstoðar konu við að leita þjónustunnar. Kærendur þurfa ekki að tengjast konunni með neinum hætti til að kæra, en leiði kæran til sakfellingar eiga kærendur engu að síður rétt á tíu þúsund dala miskabótum. Í frétt AP kemur fram að sé litið til síðasta árs voru 55 þúsund þungunarrofsaðgerðir gerðar í ríkinu, en einungis um 15% þeirra voru gerðar á sjöttu viku eða fyrr. Alríkisdómari, sem skipaður var í forsetatíð Barack Obama, ógilti lögin á miðvikudag, með þeim rökum að lögin gengu gegn stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 1992 að ríki gætu ekki bannað þungunarrof fyrr en fóstur gæti lifað utan legs, sem er um tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu. Yfirvöld í Texas lýstu því strax yfir að þau hygðust áfrýja þessum úrskurði, en áfrýjunardómstóllinn sem tók málið fyrir er skipaður íhaldssömum dómurum. Sem fyrr sagði, samþykkti áfrýjunardómstóllinn beiðni Texas um að leyfa lögunum aftur að taka gildi, um stundarsakir hið minnsta, og gaf ríkisstjórn Joe Bidens forseta frest fram á þriðjudag til að bregðast við. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01 Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. 20. september 2021 22:45 Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“ Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna. 9. september 2021 20:31 Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. 5. september 2021 21:28 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Lögin sem um ræðir tóku fyrst gildi fyrsta september og voru strax fordæmd um allt land og víða um heim enda eru þau sú ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt þeim er þungunarrof ólöglegt allt frá því fyrst mælist hjartsláttur í fóstri, sem er jafnan eftir um sex vikna meðgöngu. Engar undantekningar eru veittar, jafnvel þótt þungunin komi til vegna nauðgunar eða sifjaspells. Almennir borgarar geta kært veitendur þjónustu fyrir brot á lögunum, sem og alla þá sem hvetur eða aðstoðar konu við að leita þjónustunnar. Kærendur þurfa ekki að tengjast konunni með neinum hætti til að kæra, en leiði kæran til sakfellingar eiga kærendur engu að síður rétt á tíu þúsund dala miskabótum. Í frétt AP kemur fram að sé litið til síðasta árs voru 55 þúsund þungunarrofsaðgerðir gerðar í ríkinu, en einungis um 15% þeirra voru gerðar á sjöttu viku eða fyrr. Alríkisdómari, sem skipaður var í forsetatíð Barack Obama, ógilti lögin á miðvikudag, með þeim rökum að lögin gengu gegn stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 1992 að ríki gætu ekki bannað þungunarrof fyrr en fóstur gæti lifað utan legs, sem er um tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu. Yfirvöld í Texas lýstu því strax yfir að þau hygðust áfrýja þessum úrskurði, en áfrýjunardómstóllinn sem tók málið fyrir er skipaður íhaldssömum dómurum. Sem fyrr sagði, samþykkti áfrýjunardómstóllinn beiðni Texas um að leyfa lögunum aftur að taka gildi, um stundarsakir hið minnsta, og gaf ríkisstjórn Joe Bidens forseta frest fram á þriðjudag til að bregðast við.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01 Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. 20. september 2021 22:45 Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“ Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna. 9. september 2021 20:31 Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. 5. september 2021 21:28 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01
Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. 20. september 2021 22:45
Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“ Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna. 9. september 2021 20:31
Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. 5. september 2021 21:28
Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01
Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40