Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 07:55 Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan verði sameinað Alþýðulýðveldinu. Getty/Kevin Frayer Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. Stjórnvöld í Taívan voru ekki lengi að svara og hafa nú kallað eftir því að kínversk stjórnvöld hætti þessum þvingunum. Það sé aðeins taívanska þjóðin sem geti tekið ákvörðun um eigin framtíð. Fréttastofa Reuters greinir frá. Deilur milli Alþýðulýðveldisins og eyríkisins, sem Kína hefur gert tilkall til, hafa náð nýjum hæðum undanfarna viku sem valdið hefur alþjóðasamfélaginu miklu hugarangri. Greint var frá því í gær að kínversk stjórnvöld hafi kallað eftir því að Bandaríkin slíti hernaðarsamband sitt við Taívan eftir að það var opinberað að bandaríski herinn hafi verið þar undanfarið ár og því haldið fram að hann þjálfi taívanska herinn. Xi var beinskeyttur í ræðu sinni í kínverska þinghúsinu í Peking, þar sem verið var að halda upp á 110 ára afmæli byltingarinnar sem kollvarpaði síðasta kínverska keisaradæminu. Þar sagði hann meðal annars að kínverska þjóðin ætti þá „mögnuðu hefð“ að mótmæla aðskilnaðarstefnu. „Sjálfstæðisaðskilnaðarstefna Taívan er stærsta fyrirstaða þess að móðurlandið sameinist að nýju og er alvarlegasta falda ógnin við endurnýjun þjóðarinnar,“ sagði Xi í ræðu sinni. Friðsæl sameingin væri best fyrir taívönsku þjóðina en Kína myndi vernda fullveldi sitt og sameiningu. „Enginn ætti að vanmeta staðfestur, vilja og getu kínversku þjóðarinnar til að vernda fullveldi ríkisins og sameiningu þess,“ sagði Xi. „Þetta sögulega verkefni að ljúka sameiningu móðurlandsins verður að klára og mun vera klárað.“ Xi hefur oft verið harðorðari í ræðu sinni um Taívan. Hann sagði til að mynda í júlí, síðustu opinberu ræðu sinni þar sem hann minntist á Taívan, að Kína myndi „kremja“ allar tilraunir ríkisins um formlegt sjálfstæði. Þá hótaði hann árið 2019 að beinu valdi yrði beitt gegn eyríkinu til að sameina það Kína. Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25 Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Stjórnvöld í Taívan voru ekki lengi að svara og hafa nú kallað eftir því að kínversk stjórnvöld hætti þessum þvingunum. Það sé aðeins taívanska þjóðin sem geti tekið ákvörðun um eigin framtíð. Fréttastofa Reuters greinir frá. Deilur milli Alþýðulýðveldisins og eyríkisins, sem Kína hefur gert tilkall til, hafa náð nýjum hæðum undanfarna viku sem valdið hefur alþjóðasamfélaginu miklu hugarangri. Greint var frá því í gær að kínversk stjórnvöld hafi kallað eftir því að Bandaríkin slíti hernaðarsamband sitt við Taívan eftir að það var opinberað að bandaríski herinn hafi verið þar undanfarið ár og því haldið fram að hann þjálfi taívanska herinn. Xi var beinskeyttur í ræðu sinni í kínverska þinghúsinu í Peking, þar sem verið var að halda upp á 110 ára afmæli byltingarinnar sem kollvarpaði síðasta kínverska keisaradæminu. Þar sagði hann meðal annars að kínverska þjóðin ætti þá „mögnuðu hefð“ að mótmæla aðskilnaðarstefnu. „Sjálfstæðisaðskilnaðarstefna Taívan er stærsta fyrirstaða þess að móðurlandið sameinist að nýju og er alvarlegasta falda ógnin við endurnýjun þjóðarinnar,“ sagði Xi í ræðu sinni. Friðsæl sameingin væri best fyrir taívönsku þjóðina en Kína myndi vernda fullveldi sitt og sameiningu. „Enginn ætti að vanmeta staðfestur, vilja og getu kínversku þjóðarinnar til að vernda fullveldi ríkisins og sameiningu þess,“ sagði Xi. „Þetta sögulega verkefni að ljúka sameiningu móðurlandsins verður að klára og mun vera klárað.“ Xi hefur oft verið harðorðari í ræðu sinni um Taívan. Hann sagði til að mynda í júlí, síðustu opinberu ræðu sinni þar sem hann minntist á Taívan, að Kína myndi „kremja“ allar tilraunir ríkisins um formlegt sjálfstæði. Þá hótaði hann árið 2019 að beinu valdi yrði beitt gegn eyríkinu til að sameina það Kína.
Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25 Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22
Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25
Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50